Auðugir Rússar eru aufúsugestir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. mars 2022 14:02 Fjölmargir Rússar eiga lystisnekkjur á Marbella. Myndin tengist fréttinni ekki beint. KEN WELSH/GETTY Þúsundir auðugra Rússa hafa á síðustu árum sest að á Spáni og búa í miklum vellystingum. Grunur leikur á að auð margra þeirra megi rekja til rússnesku mafíunnar. Á sama tíma hafa 15.000 ríkisborgarar Úkraínu sótt um hæli sem flóttamenn, en örfáum úr þeim hópi hefur verið veitt hæli. Marbella er paradís milljarðamæringanna á Spáni. Og reyndar er Marbella líka paradís glæpamanna og glæpasamtaka á Spáni, enda fer þetta tvennt reyndar stundum saman; að vera glæpamaður og milljarðamæringur. Til dæmis þegar kemur að Rússum búsettum á Marbella. Á þriðja þúsund Rússa er búsett á Marbella. Þeir eru taldir eiga um 10% af öllum lúxusvillunum á svæðinu, þeir eiga lúxussnekkjur sem kosta milljarða króna og þeir ferðast eins og pendúll á milli Costa del Sol og Moskvu, þangað til stríðið í Úkraínu stöðvaði flugsamgöngur þar á milli. Illa fengið fé? Spænsk stjórnvöld hefur lengi grunað að stór hluti hinna rússnesku fjármuna sem leika lausum hala á Marbella séu peningar frá rússnesku mafíunni. Talsmenn lögreglunnar segja að rússnesk stjórnvöld sýni engan vilja til samvinnu og veiti engar upplýsingar um uppruna hins rússneska auðs. Þeir segja að rússneskir glæpamenn á Marbella stundi aðallega eiturlyfjasmygl og -sölu og peningaþvætti í stórum stíl. Spænska lögreglan hefur á síðustu árum gert nokkrar atlögur að rússneskri glæpastarfsemi. Síðast fyrir fimm árum þegar rússneskur eigandi og forseti fótboltaliðsins Marbella var handtekinn grunaður um að starfa fyrir rússnesku mafíuna. Í sömu aðgerð voru 10 Rússar til viðbótar handteknir, margir grunaðir um að vera háttsettir innan rússnesku mafíunnar. Jón og séra Jón Engu að síður hafa Rússar verið aufúsugestir á Spáni mörg síðastliðin ár, rétt eins og víðar á Vesturlöndum. Með þeim kemur jú sandur af seðlum og þá virðast stjórnvöld, líka á Vesturlöndum, gjarnan horfa í gegnum fingur sér hvort peningurinn sé illa fenginn. Allt er þetta í napurri og dapurlegri andstöðu við þær móttökur sem úkraínskir flóttamenn hafa fengið hér á Spáni allt frá árinu 2014 þegar Rússar réðust inn í og innlimuðu Krímskaga. Síðan þá hafa 15.000 Úkraínumenn leitað hælis hér á Spáni, einungis 1% þeirra hefur fengið hæli, allir hinir hafa fengið synjun eða er hreinlega ekki svarað og margir eru hér í felum og búa við sult og seyru. Þeir eru nefnilega ekki auðugir Rússar, heldur venjulegt úkraínsk fólk að flýja ofríki Rússa. Spánn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Marbella er paradís milljarðamæringanna á Spáni. Og reyndar er Marbella líka paradís glæpamanna og glæpasamtaka á Spáni, enda fer þetta tvennt reyndar stundum saman; að vera glæpamaður og milljarðamæringur. Til dæmis þegar kemur að Rússum búsettum á Marbella. Á þriðja þúsund Rússa er búsett á Marbella. Þeir eru taldir eiga um 10% af öllum lúxusvillunum á svæðinu, þeir eiga lúxussnekkjur sem kosta milljarða króna og þeir ferðast eins og pendúll á milli Costa del Sol og Moskvu, þangað til stríðið í Úkraínu stöðvaði flugsamgöngur þar á milli. Illa fengið fé? Spænsk stjórnvöld hefur lengi grunað að stór hluti hinna rússnesku fjármuna sem leika lausum hala á Marbella séu peningar frá rússnesku mafíunni. Talsmenn lögreglunnar segja að rússnesk stjórnvöld sýni engan vilja til samvinnu og veiti engar upplýsingar um uppruna hins rússneska auðs. Þeir segja að rússneskir glæpamenn á Marbella stundi aðallega eiturlyfjasmygl og -sölu og peningaþvætti í stórum stíl. Spænska lögreglan hefur á síðustu árum gert nokkrar atlögur að rússneskri glæpastarfsemi. Síðast fyrir fimm árum þegar rússneskur eigandi og forseti fótboltaliðsins Marbella var handtekinn grunaður um að starfa fyrir rússnesku mafíuna. Í sömu aðgerð voru 10 Rússar til viðbótar handteknir, margir grunaðir um að vera háttsettir innan rússnesku mafíunnar. Jón og séra Jón Engu að síður hafa Rússar verið aufúsugestir á Spáni mörg síðastliðin ár, rétt eins og víðar á Vesturlöndum. Með þeim kemur jú sandur af seðlum og þá virðast stjórnvöld, líka á Vesturlöndum, gjarnan horfa í gegnum fingur sér hvort peningurinn sé illa fenginn. Allt er þetta í napurri og dapurlegri andstöðu við þær móttökur sem úkraínskir flóttamenn hafa fengið hér á Spáni allt frá árinu 2014 þegar Rússar réðust inn í og innlimuðu Krímskaga. Síðan þá hafa 15.000 Úkraínumenn leitað hælis hér á Spáni, einungis 1% þeirra hefur fengið hæli, allir hinir hafa fengið synjun eða er hreinlega ekki svarað og margir eru hér í felum og búa við sult og seyru. Þeir eru nefnilega ekki auðugir Rússar, heldur venjulegt úkraínsk fólk að flýja ofríki Rússa.
Spánn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent