Tvær sprengjur féllu við svæði þar sem almenningur flýr höfuðborgina og nærliggjandi bæi. Samkvæmt úkraínskum yfirvöldum voru tvö börn á meðal þeirra sem létust en óljósar fréttir eru af mannfalli og í einhverjum fjölmiðlum hefur verið sagt að átta manns hafi farist.
Fréttamenn New York Times voru á vettvangi og náðu myndbandi af því þegar sprengjurnar féllu.
This is from the NYT photo team, and NYT security is the first to run out the door to help - can't thank the security guys enough for all the work they do. What's happening in Irpin is horrific and clearly direct targeting of civilians trying to flee. https://t.co/i08QlDI9KL
— Michael Downey (@mgdowney) March 6, 2022
Stjórnstöð úkraínska hersins í Kænugarði biðlar til alþjóðlegra stofnana um mannúðarhjálp og segir ástandið vera að versna hratt.
„Þúsundir eru einangraðir vegna átakanna og sums staðar án rafmangs, vants, matar og sjúkrabirgða í 5-6 daga. Þau eru í bráðri hættu,“ segir í yfirlýsingunni.
Vonir um að hægt væri að opna öruggar leiðir svo almenningur gæti yfirgefið átakasvæði hafa dvínað þar sem vopnahlé hefur ekki verið virt. Í dag fóru tilraunir til að rýma hafnarborgina Maríupól út um þúfur í annað sinn og segja Úkraínumenn að Rússar hafi ekki staðið við að láta af árásum.
Þar stóð til að flytja um 200 þúsund manns í öruggt skjól an aðeins tókst að koma 300 íbúum úr borginni.