Slógu áhorfendamet í fyrsta heimaleik félagsins í sögunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 16:01 Stuðningsmenn Charlotte FC létu vel í sér heyra á fyrsta heimaleiknum í sögu félagsins. ap/Jacob Kupferman Charlotte FC lék sinn fyrsta heimaleik í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta um helgina og hann reyndist sögulegur. Charlotte er 28. og nýjasta félagið í MLS. Mikið var um dýrðir þegar Charlotte tók á móti Los Angeles Galaxy í fyrsta heimaleik sínum í MLS á laugardaginn. Leikurinn fór fram á heimavelli Charlotte, hinum glæsilega Bank of America Stadium sem félagið deilir með NFL-liðinu Carolina Panthers. Hvorki fleiri né færri en 74.479 manns mættu á leikinn en aldrei hafa fleiri sótt leik í sögu MLS. Gamla metið var frá því í desember 2018 þegar 73.019 manns sáu Atlanta United og Portland Timbers spila. Fjórir af fimm mestu sóttu leikjum í sögu MLS eru leikir með Atlanta. Minted History Your NEW @MLS Attendance Record! pic.twitter.com/8tgefRS9C2— Charlotte FC (@CharlotteFC) March 6, 2022 Charlotte FC set the new MLS attendance record in their first ever home game pic.twitter.com/n4vNaElk4U— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2022 Stemmningin á leik Charlotte og LA Galaxy á laugardaginn var rafmögnuð og það var sérstaklega tilkomumikið þegar áhorfendur tóku undir með bandaríska þjóðsöngnum. *goosebumps*#ForTheCrown pic.twitter.com/WSqx5I4pmz— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 Áhorfendur á Bank of America leikvanginum sáu þó sína menn ekki vinna sinn fyrsta MLS-leik í sögunni. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Mexíkóinn Efrain Alvárez fyrir LA Galaxy. Úrslitin spilltu þó ekki gleðinni fyrir þjálfara Charlotte, Miguel Ramírez. „Við spilum fótbolta því við viljum vinna en í kvöld finnst mér ég vera heppnasti þjálfari í heimi. Þetta var stórkostlegt. Ég get ekki lýst andrúmsloftinu með orðum. Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í þessu partíi því þetta var partí,“ sagði Ramírez. Absolute scenes in Charlotte. @CharlotteFC x #ForTheCrown pic.twitter.com/XvZbKgZ4gO— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 The first of many. Welcome home, @CharlotteFC. pic.twitter.com/TX3NOk8Mgx— Major League Soccer (@MLS) March 7, 2022 Charlotte hefur tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu til þess án þess að skora mark. Næsti leikur Charlotte er gegn Atlanta 13. mars. MLS Tengdar fréttir Tólf árum eftir að hann heimsótti strák á barnaspítala mættust þeir á vellinum Charlotte FC spilaði sinn fyrsta heimaleik í MLS-deildinni í bandaríska fótboltanum um helgina og þar hittust tveir leikmenn inn á vellinum sem höfðu hitt hvorn annan við allt aðrar aðstæður fyrir meira en áratug síðan. 7. mars 2022 11:01 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
Charlotte er 28. og nýjasta félagið í MLS. Mikið var um dýrðir þegar Charlotte tók á móti Los Angeles Galaxy í fyrsta heimaleik sínum í MLS á laugardaginn. Leikurinn fór fram á heimavelli Charlotte, hinum glæsilega Bank of America Stadium sem félagið deilir með NFL-liðinu Carolina Panthers. Hvorki fleiri né færri en 74.479 manns mættu á leikinn en aldrei hafa fleiri sótt leik í sögu MLS. Gamla metið var frá því í desember 2018 þegar 73.019 manns sáu Atlanta United og Portland Timbers spila. Fjórir af fimm mestu sóttu leikjum í sögu MLS eru leikir með Atlanta. Minted History Your NEW @MLS Attendance Record! pic.twitter.com/8tgefRS9C2— Charlotte FC (@CharlotteFC) March 6, 2022 Charlotte FC set the new MLS attendance record in their first ever home game pic.twitter.com/n4vNaElk4U— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2022 Stemmningin á leik Charlotte og LA Galaxy á laugardaginn var rafmögnuð og það var sérstaklega tilkomumikið þegar áhorfendur tóku undir með bandaríska þjóðsöngnum. *goosebumps*#ForTheCrown pic.twitter.com/WSqx5I4pmz— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 Áhorfendur á Bank of America leikvanginum sáu þó sína menn ekki vinna sinn fyrsta MLS-leik í sögunni. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Mexíkóinn Efrain Alvárez fyrir LA Galaxy. Úrslitin spilltu þó ekki gleðinni fyrir þjálfara Charlotte, Miguel Ramírez. „Við spilum fótbolta því við viljum vinna en í kvöld finnst mér ég vera heppnasti þjálfari í heimi. Þetta var stórkostlegt. Ég get ekki lýst andrúmsloftinu með orðum. Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í þessu partíi því þetta var partí,“ sagði Ramírez. Absolute scenes in Charlotte. @CharlotteFC x #ForTheCrown pic.twitter.com/XvZbKgZ4gO— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 The first of many. Welcome home, @CharlotteFC. pic.twitter.com/TX3NOk8Mgx— Major League Soccer (@MLS) March 7, 2022 Charlotte hefur tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu til þess án þess að skora mark. Næsti leikur Charlotte er gegn Atlanta 13. mars.
MLS Tengdar fréttir Tólf árum eftir að hann heimsótti strák á barnaspítala mættust þeir á vellinum Charlotte FC spilaði sinn fyrsta heimaleik í MLS-deildinni í bandaríska fótboltanum um helgina og þar hittust tveir leikmenn inn á vellinum sem höfðu hitt hvorn annan við allt aðrar aðstæður fyrir meira en áratug síðan. 7. mars 2022 11:01 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
Tólf árum eftir að hann heimsótti strák á barnaspítala mættust þeir á vellinum Charlotte FC spilaði sinn fyrsta heimaleik í MLS-deildinni í bandaríska fótboltanum um helgina og þar hittust tveir leikmenn inn á vellinum sem höfðu hitt hvorn annan við allt aðrar aðstæður fyrir meira en áratug síðan. 7. mars 2022 11:01