Innlent

Leit stendur enn yfir að Sigurði Kort

Eiður Þór Árnason skrifar
Leitin að Sigurði Kort heldur áfram. 
Leitin að Sigurði Kort heldur áfram.  Samsett

Leit að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir 21. febrúar hefur ekki enn borið árangur.

Þetta staðfestir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, í samtali við Vísi. Leit standi enn yfir en lítið sé hægt að segja um málið að svo stöddu. Lögreglan hefur notið aðstoðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar við leitina.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarsveitarmenn hafi reglulega tekið þátt í leitinni og síðast verið við eftirlit á fimmtudag og föstudag þar sem leitað var með bátum og drónum við strandlengju höfuðborgarsvæðisins. Lögreglan stýri framvindu leitarinnar.

Fram kom í upphaflegri tilkynningu lögreglunnar að síðast væri vitað um ferðir Sigurðar í vesturbæ Kópavogs þann 17. febrúar. Hann er 184 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og með grásprengt hár. Fólk sem getur gefið upplýsingar um ferðir hans, eða veit hvar hann er að finna, er beðið um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Leit að Sigurði ekki enn borið árangur

Leit stendur enn yfir að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag. Leit fór fram við Kársnesið í dag en sú leit bar ekki árangur. 

Lýsa eftir Sigurði Kort

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Kort Hafsteinssyni sem er 65 ára. Hann er 184 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og með grásprengt hár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×