Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. mars 2022 15:38 Vigdís var kjörinn borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík á kjörtímabilinu sem nú er að líða. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. Vigdís greinir frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í færslu á Facebook síðu sinni og segir ástæðurnar fyrir því margar. „Í fyrsta lagi hefur kjörtímabilið verið mjög krefjandi pólitískt séð. Ég hef flett ofan af fjármálasukki í fjölda málaflokka í borgarrekstrinum án nokkurra afleiðinga fyrir borgarstjóra og meirihlutann,“ segir Vigdís. Þá segir hún að fjárhagsstaða borgarinnar sé komin langt yfir hættumörk þar sem skuldirnar eru áætlaðar 240 milljarðar í árslok 2026. „Þar af er búið að skuldsetja næsta kjörtímabil upp á 92 milljarða samkvæmt lántökuáætlun. Það er sérlega ósvífið,“ segir Vigdís. „Í þriðja lagi þá hefur viðhald skólahúsnæðis verið ófullnægjandi og grunnskólabörn eru á hrakhólum út um alla borg. Ekki hefur verið staðið við uppbyggingu leikskóla og borginni er haldið í heimatilbúnum lóðaskorti sem leiðir til fasteignaverðs í hæstu hæðum,“ segir Vigdís. Að lokum segir hún allt benda til þess að borgarstjóri ætli að halda völdum með útfærslum að nýjum viðreistum meirihluta, líkt og eftir seinustu tvær kosningar. „Ég sé því ekki fyrir mér að nokkuð breytist á næsta kjörtímabili. Ég met það svo að gagnrýni mín á rekstur borgarinnar með tillögum til úrbóta fái ekki hljómgrunn að kosningum loknum,“ segir Vigdís. Jóhannes Loftsson sækist eftir fyrsta sæti Vigdís var upprunalega kjörinn borgarfulltrúi árið 2018 þar sem hún leiddi lista Miðflokksins en hafði fyrir það hlotið kjör sem þingmaður árin 2009 og 2013. Jóhannes Loftsson tilkynnti á dögunum að hann myndi sækjast eftir fyrsta sæti á lista Miðflokksins í borginni og lét hann þá af störfum sem formaður Ábyrgrar Framtíðar. Í færslu um framboðið sagði Jóhannes að vandamálin hefðu hrannast upp í borginni á síðustu árum og að bregðast þyrfti við sem fyrst. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Vigdís greinir frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í færslu á Facebook síðu sinni og segir ástæðurnar fyrir því margar. „Í fyrsta lagi hefur kjörtímabilið verið mjög krefjandi pólitískt séð. Ég hef flett ofan af fjármálasukki í fjölda málaflokka í borgarrekstrinum án nokkurra afleiðinga fyrir borgarstjóra og meirihlutann,“ segir Vigdís. Þá segir hún að fjárhagsstaða borgarinnar sé komin langt yfir hættumörk þar sem skuldirnar eru áætlaðar 240 milljarðar í árslok 2026. „Þar af er búið að skuldsetja næsta kjörtímabil upp á 92 milljarða samkvæmt lántökuáætlun. Það er sérlega ósvífið,“ segir Vigdís. „Í þriðja lagi þá hefur viðhald skólahúsnæðis verið ófullnægjandi og grunnskólabörn eru á hrakhólum út um alla borg. Ekki hefur verið staðið við uppbyggingu leikskóla og borginni er haldið í heimatilbúnum lóðaskorti sem leiðir til fasteignaverðs í hæstu hæðum,“ segir Vigdís. Að lokum segir hún allt benda til þess að borgarstjóri ætli að halda völdum með útfærslum að nýjum viðreistum meirihluta, líkt og eftir seinustu tvær kosningar. „Ég sé því ekki fyrir mér að nokkuð breytist á næsta kjörtímabili. Ég met það svo að gagnrýni mín á rekstur borgarinnar með tillögum til úrbóta fái ekki hljómgrunn að kosningum loknum,“ segir Vigdís. Jóhannes Loftsson sækist eftir fyrsta sæti Vigdís var upprunalega kjörinn borgarfulltrúi árið 2018 þar sem hún leiddi lista Miðflokksins en hafði fyrir það hlotið kjör sem þingmaður árin 2009 og 2013. Jóhannes Loftsson tilkynnti á dögunum að hann myndi sækjast eftir fyrsta sæti á lista Miðflokksins í borginni og lét hann þá af störfum sem formaður Ábyrgrar Framtíðar. Í færslu um framboðið sagði Jóhannes að vandamálin hefðu hrannast upp í borginni á síðustu árum og að bregðast þyrfti við sem fyrst.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira