Börsungar þurfa sigur í Tyrklandi | Atalanta hafði betur í fimm marka leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. mars 2022 22:10 Barcelona og Galatasaray gerðu markalaust jafntefli á Spáni í kvöld. Burak Akbulut/Anadolu Agency via Getty Images Þrátt fyrir að hafa verið miklu meira með boltann og heilt yfir betri aðilinn í leiknum í kvöld tókst Börsungum ekki að skora gegn Galatasaray í kvöld. Liðin mætast á ný eftir slétta viku í Tyrklandi og þá ræðst hvort liðið tryggir sér sæti í átta liða úrslitum. Full Time #BarçaGalatasaray pic.twitter.com/kc1sbThATh— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 10, 2022 Fleiri mörk voru á boðstólum í leik Atalanta og Bayer Leverkusen. Charles Aranguiz kom Þjóðverjunum yfir snemma leiks áður en Ruslan Malinovsky og Luis Muriel sáu til þess að Atalanta fór með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Luis Muriel skoraði annað mark sitt og þriðja mark Atalanta á 49. mínútu, en Moussa Diaby minnkaði muninn fyrir gestina eftr rúmlega klukkutíma leik, og þar við sat. Niðurstaðan varð því 3-2 sigur Atalanta, en liðin mætast á ný að viku liðinni. Að lokum vann skoska liðið Rangers öruggan 3-0 sigur gegn Rauðu Stjörnunni og er því í góðum málum fyrir síðari leik liðanna. Evrópudeild UEFA
Þrátt fyrir að hafa verið miklu meira með boltann og heilt yfir betri aðilinn í leiknum í kvöld tókst Börsungum ekki að skora gegn Galatasaray í kvöld. Liðin mætast á ný eftir slétta viku í Tyrklandi og þá ræðst hvort liðið tryggir sér sæti í átta liða úrslitum. Full Time #BarçaGalatasaray pic.twitter.com/kc1sbThATh— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 10, 2022 Fleiri mörk voru á boðstólum í leik Atalanta og Bayer Leverkusen. Charles Aranguiz kom Þjóðverjunum yfir snemma leiks áður en Ruslan Malinovsky og Luis Muriel sáu til þess að Atalanta fór með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Luis Muriel skoraði annað mark sitt og þriðja mark Atalanta á 49. mínútu, en Moussa Diaby minnkaði muninn fyrir gestina eftr rúmlega klukkutíma leik, og þar við sat. Niðurstaðan varð því 3-2 sigur Atalanta, en liðin mætast á ný að viku liðinni. Að lokum vann skoska liðið Rangers öruggan 3-0 sigur gegn Rauðu Stjörnunni og er því í góðum málum fyrir síðari leik liðanna.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti