„Ég held að ég hafi drukkið hálft Atlantshafið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. mars 2022 09:30 RAX skellti sér á brimbretti í Noregi til þess að ná myndum af brimbrettaköppum í köldum sjónum. RAX Augnablik Ragnar Axelsson myndaði eitt sinn lífið í Lofoten í Noregi þar sem fólk stundar sjósund og brimbrettaiðkun af kappi. „Maður átti ekki roð í þessar konur sem fóru í sjóinn. Þær voru bara eins og í saumaklúbb, að tala saman í ísköldum sjó. Þeir karlar sem voru með þeim þeir tolldu ekkert jafn lengi og þær,“ rifjar ljósmyndarinn upp í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Eins og að vera í þvottavél Þegar kom að því að mynda brimbrettakappana mætti ljósmyndaranum ákveðin áskorun, þar sem hann hafði aldrei stigið á brimbretti á ævinni. „Ég þurfti að fara í svona galla og læra það í hvelli. Ég held að ég hafi drukkið hálft Atlantshafið.“ RAX viðurkennir að hann hafi verið mikið á hvolfi í sjónum en hann vildi ná þessum myndum svo hann skellti sér út í með vatnshelda myndavél. „Maður horfir á ölduna og hugsar „shit“ ég læt mig hafa það, en svo er maður eins og í þvottavél.“ Aðalatriðið hans var að sleppa aldrei myndavélinni því þá myndi hann eflaust aldrei finna hana aftur. „Ég smellti af í allar áttir.“ Hægt er að hlusta á frásögnina og skoða myndir ferðarinnar í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir sem birtast á Lífinu á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla sunnudaga. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun RAX Noregur Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01 „Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00 Ljósmyndirnar sem selja Ísland: „Þeir elskuðu að fljúga með honum“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik sýnir Ragnar Axelsson magnaðar ljósmyndir frá frá ferðum sínum með bandaríska ljósmyndaranum Robert L. Breeden, sem er hugfanginn af Íslandi. Þeir skoðuðu meðal annars staði á hálendi Íslands sem fáir heimsækja og minna helst á aðra plánetu. 27. febrúar 2022 07:01 RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01 Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
„Maður átti ekki roð í þessar konur sem fóru í sjóinn. Þær voru bara eins og í saumaklúbb, að tala saman í ísköldum sjó. Þeir karlar sem voru með þeim þeir tolldu ekkert jafn lengi og þær,“ rifjar ljósmyndarinn upp í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Eins og að vera í þvottavél Þegar kom að því að mynda brimbrettakappana mætti ljósmyndaranum ákveðin áskorun, þar sem hann hafði aldrei stigið á brimbretti á ævinni. „Ég þurfti að fara í svona galla og læra það í hvelli. Ég held að ég hafi drukkið hálft Atlantshafið.“ RAX viðurkennir að hann hafi verið mikið á hvolfi í sjónum en hann vildi ná þessum myndum svo hann skellti sér út í með vatnshelda myndavél. „Maður horfir á ölduna og hugsar „shit“ ég læt mig hafa það, en svo er maður eins og í þvottavél.“ Aðalatriðið hans var að sleppa aldrei myndavélinni því þá myndi hann eflaust aldrei finna hana aftur. „Ég smellti af í allar áttir.“ Hægt er að hlusta á frásögnina og skoða myndir ferðarinnar í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir sem birtast á Lífinu á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla sunnudaga. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun RAX Noregur Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01 „Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00 Ljósmyndirnar sem selja Ísland: „Þeir elskuðu að fljúga með honum“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik sýnir Ragnar Axelsson magnaðar ljósmyndir frá frá ferðum sínum með bandaríska ljósmyndaranum Robert L. Breeden, sem er hugfanginn af Íslandi. Þeir skoðuðu meðal annars staði á hálendi Íslands sem fáir heimsækja og minna helst á aðra plánetu. 27. febrúar 2022 07:01 RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01 Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01
„Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00
Ljósmyndirnar sem selja Ísland: „Þeir elskuðu að fljúga með honum“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik sýnir Ragnar Axelsson magnaðar ljósmyndir frá frá ferðum sínum með bandaríska ljósmyndaranum Robert L. Breeden, sem er hugfanginn af Íslandi. Þeir skoðuðu meðal annars staði á hálendi Íslands sem fáir heimsækja og minna helst á aðra plánetu. 27. febrúar 2022 07:01
RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01