Á von á svefnlausum nóttum eftir erfiða byrjun í nýju starfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2022 14:00 Jesse Marsch hefur ekki fengið neina draumabyrjun í starfi knattspyrnustjóra Leeds United. getty/George Wood Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, á ekki von á því að sofa mikið á næstunni eftir slaka byrjun liðsins undir hans stjórn. Leeds tapaði 0-3 fyrir Aston Villa á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum undir stjórn Marschs án þess að skora mark. Bandaríkjamaðurinn tók við Leeds af Marcelo Bielsa í síðustu viku. Þrátt fyrir erfiða byrjun er Marsch hvergi banginn og ætlar að leggja líf og sál í að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni. „Eina sem ég get lofað ykkur er að ég hræðist ekki verkefnið. Stundum finnst mér gott að vera með bakið upp við vegg. Að mínu mati snýst þessi bransi ekki um hversu góður þú ert þegar allt gengur vel heldur hversu góður þú ert þegar staðan er mjög erfið,“ sagði Marsch á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Staðan er klárlega erfið. Svo ég sef ekki mikið í nótt. Ég lofa ykkur því. En ég fer gaumgæfilega yfir þetta og geri allt til að liðið komi aftur til baka svo við getum sýnt mun betri frammistöðu á sunnudaginn og hún mun frekar sýna hverjir við erum.“ Leeds tekur á móti Norwich City í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni á sunnudaginn. Leeds er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Everton og Burnley, liðin í 17. og 18. sæti, eiga bæði leiki til góða á Leeds. Marsch segir að leikmenn Leeds megi ekki óttast að spila á heimavelli, fyrir ástríðufulla stuðningsmenn liðsins. „Ég hafði heyrt mikið um stuðninginn á Elland Road og hann var stórkostlegur allt frá upphafsflautinu. En þú sást líka að leikmennirnir vildu gera svo vel, fyrir hvorn annan, félagið og stuðningsmennina, að það jók pressuna á þá,“ sagði Marsch. „Svo við þurfum að vera rólegir og standa við það. Og vita þegar við stígum inn á völlinn að ótti leiðir af sér mistök. Hann forðar okkur ekki frá þeim. Við verðum að vera óttalausir. Við þurfum að sækja og fara á eftir andstæðingnum. Það er stærsta lexían frá þessum leik.“ Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Leeds tapaði 0-3 fyrir Aston Villa á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum undir stjórn Marschs án þess að skora mark. Bandaríkjamaðurinn tók við Leeds af Marcelo Bielsa í síðustu viku. Þrátt fyrir erfiða byrjun er Marsch hvergi banginn og ætlar að leggja líf og sál í að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni. „Eina sem ég get lofað ykkur er að ég hræðist ekki verkefnið. Stundum finnst mér gott að vera með bakið upp við vegg. Að mínu mati snýst þessi bransi ekki um hversu góður þú ert þegar allt gengur vel heldur hversu góður þú ert þegar staðan er mjög erfið,“ sagði Marsch á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Staðan er klárlega erfið. Svo ég sef ekki mikið í nótt. Ég lofa ykkur því. En ég fer gaumgæfilega yfir þetta og geri allt til að liðið komi aftur til baka svo við getum sýnt mun betri frammistöðu á sunnudaginn og hún mun frekar sýna hverjir við erum.“ Leeds tekur á móti Norwich City í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni á sunnudaginn. Leeds er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Everton og Burnley, liðin í 17. og 18. sæti, eiga bæði leiki til góða á Leeds. Marsch segir að leikmenn Leeds megi ekki óttast að spila á heimavelli, fyrir ástríðufulla stuðningsmenn liðsins. „Ég hafði heyrt mikið um stuðninginn á Elland Road og hann var stórkostlegur allt frá upphafsflautinu. En þú sást líka að leikmennirnir vildu gera svo vel, fyrir hvorn annan, félagið og stuðningsmennina, að það jók pressuna á þá,“ sagði Marsch. „Svo við þurfum að vera rólegir og standa við það. Og vita þegar við stígum inn á völlinn að ótti leiðir af sér mistök. Hann forðar okkur ekki frá þeim. Við verðum að vera óttalausir. Við þurfum að sækja og fara á eftir andstæðingnum. Það er stærsta lexían frá þessum leik.“
Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira