Hélt Ísaki utan hóps en fannst hann magnaður í gær Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 15:00 Ísak Bergmann Jóhannesson var óheppinn að skora ekki annað mark í leiknum eftir að hafa leikið framhjá markverði PSV en skotið var varið af varnarmanni á marklínunni. Getty/Ulrik Pedersen Ísak Bergmann Jóhannesson fékk hrós frá þjálfara FC Kaupmannahafnar eftir að hafa loksins í gær fengið að spila sinn fyrsta keppnisleik með liðinu á þessu ári. Það vakti athygli að Ísak skyldi ekki einu sinni fá sæti á meðal varamanna í fyrstu þremur deildarleikjum FCK eftir vetrarfríið. Hann kom hins vegar inn í hópinn fyrir leikinn gegn PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í gærkvöld og skoraði eftir fimm mínútna leik, í 4-4 jafntefli, auk þess að vera afar nálægt því að skora annað mark rétt áður en FCK komst í 3-1 undir lok fyrri hálfleiks. Jess Thorup, þjálfari FCK, tjáði sig um frammistöðu hins 18 ára Ísaks, sem reyndar verður 19 síðar í þessum mánuði, og hins 19 ára William Böving en þeir léku á sitt hvorum kantinum fyrir FCK. „Við hjá FC Kaupmannahöfn erum ekki hræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri, burtséð frá því hvað þeir eru gamlir,“ sagði Thorup. „Við erum með stóran leikmannahóp og sáum það á fyrri hluta leiktíðarinnar fyrir nokkrum mánuðum þegar við byrjuðum með marga unga leikmenn. Þeir fengu dýrmætar mínútur með aðalliðinu og eru því tilbúnir til að nýta tækifærin þegar þau koma. Tveir af þessum strákum – Ísak skoraði mark og Böving lék frábærlega þær 60 mínútur sem hann var á vellinum. Þeir voru magnaðir, báðir tveir,“ sagði Thorup við heimasíðu FCK. Seinni leikur FCK við PSV er í Kaupmannahöfn næsta fimmtudag en í millitíðinni á FCK stórleik gegn Midtjylland í titilbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni. Danski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir 86 Danir handteknir eftir markaveislu Ísaks Bergmanns og félaga í gær Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar komu sér í vandræði eftir leik liðsins á móti PSV Eindhoven í Hollandi í gær. 11. mars 2022 11:31 Ísak skoraði fyrir FCK í átta marka jafntefli: Sjáðu markið Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK er liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 10. mars 2022 22:26 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Það vakti athygli að Ísak skyldi ekki einu sinni fá sæti á meðal varamanna í fyrstu þremur deildarleikjum FCK eftir vetrarfríið. Hann kom hins vegar inn í hópinn fyrir leikinn gegn PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í gærkvöld og skoraði eftir fimm mínútna leik, í 4-4 jafntefli, auk þess að vera afar nálægt því að skora annað mark rétt áður en FCK komst í 3-1 undir lok fyrri hálfleiks. Jess Thorup, þjálfari FCK, tjáði sig um frammistöðu hins 18 ára Ísaks, sem reyndar verður 19 síðar í þessum mánuði, og hins 19 ára William Böving en þeir léku á sitt hvorum kantinum fyrir FCK. „Við hjá FC Kaupmannahöfn erum ekki hræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri, burtséð frá því hvað þeir eru gamlir,“ sagði Thorup. „Við erum með stóran leikmannahóp og sáum það á fyrri hluta leiktíðarinnar fyrir nokkrum mánuðum þegar við byrjuðum með marga unga leikmenn. Þeir fengu dýrmætar mínútur með aðalliðinu og eru því tilbúnir til að nýta tækifærin þegar þau koma. Tveir af þessum strákum – Ísak skoraði mark og Böving lék frábærlega þær 60 mínútur sem hann var á vellinum. Þeir voru magnaðir, báðir tveir,“ sagði Thorup við heimasíðu FCK. Seinni leikur FCK við PSV er í Kaupmannahöfn næsta fimmtudag en í millitíðinni á FCK stórleik gegn Midtjylland í titilbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni.
Danski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir 86 Danir handteknir eftir markaveislu Ísaks Bergmanns og félaga í gær Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar komu sér í vandræði eftir leik liðsins á móti PSV Eindhoven í Hollandi í gær. 11. mars 2022 11:31 Ísak skoraði fyrir FCK í átta marka jafntefli: Sjáðu markið Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK er liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 10. mars 2022 22:26 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
86 Danir handteknir eftir markaveislu Ísaks Bergmanns og félaga í gær Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar komu sér í vandræði eftir leik liðsins á móti PSV Eindhoven í Hollandi í gær. 11. mars 2022 11:31
Ísak skoraði fyrir FCK í átta marka jafntefli: Sjáðu markið Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK er liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 10. mars 2022 22:26