Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2022 21:03 Það fór vel á með þeim Sigurði Inga og Haraldi í Skyrgerðinni í Hveragerði í dag. Í ávarpi sínu sagðist Haraldur vonast til að sjá gesti dagsins aftur eftir fjögur ár þegar hann kynnir næstu verkefni en það verður að rampa upp Evrópu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. Verkefninu var hleypt af stokkunum í Skyrgerðinni í Hveragerði. Haraldur Þorleifsson er maðurinn á bak við rampaverkefnið. Nú er búið er að koma upp 100 römpum í Reykjavík og þá er komið að landsbyggðinni. „Það er bara svo mikið, sem þarf að rampa upp. Þetta er búið að ganga ótrúlega vel. Við erum búin að klára fyrstu 100 rampana og erum bara mjög spennt með næstu þúsund um allt land,“ segir Haraldur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir Harald ótrúlegan mann. „Já, því það skiptir svo miklu máli að eiga fólk, sem keyrir svona mikilvæg baráttumál áfram. Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona verkefni og að ríkið, sveitarfélög, einkafyrirtæki og Haraldur, taki þátt í því. Við getum öll tekið höndum saman til að ná fram í rauninni löngu tímabærum umbótum í samfélaginu,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir segir Harald ótrúlega duglegan mann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ríkið kemur með 200 milljónir króna inn í verkefnið, Haraldur kemur með stóran hluti, auk fyrirtækja og sveitarfélaga, sem taka líka þátt. „Þetta er bara einstakt, þarna er einstaklingur, sem sýnir bæði frumkvæði og löngun og djörfung og dug og framkvæmir. Það ættu allir að vera menn eins og Haraldur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson , innviðaráðherra Dagur, Katrín, Sigurður Ingi og Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, ásamt Haraldi í Skyrgerðinni í hádeginu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Haraldur nóg af peningum til að fara út í þetta verkefni og önnur verkefni, sem hann er með á sinni könnu? „Ég á allavega nóg af peningum fyrir því, sem ég þarf að gera,“ segir hann og hlær. Haraldur mætti með fjölskyldu sinni í Hveragerði í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er verndari verkefnisins. Hann gat ekki verið viðstaddur í dag en sendi þessa kveðju frá sér. Hveragerði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Verkefninu var hleypt af stokkunum í Skyrgerðinni í Hveragerði. Haraldur Þorleifsson er maðurinn á bak við rampaverkefnið. Nú er búið er að koma upp 100 römpum í Reykjavík og þá er komið að landsbyggðinni. „Það er bara svo mikið, sem þarf að rampa upp. Þetta er búið að ganga ótrúlega vel. Við erum búin að klára fyrstu 100 rampana og erum bara mjög spennt með næstu þúsund um allt land,“ segir Haraldur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir Harald ótrúlegan mann. „Já, því það skiptir svo miklu máli að eiga fólk, sem keyrir svona mikilvæg baráttumál áfram. Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona verkefni og að ríkið, sveitarfélög, einkafyrirtæki og Haraldur, taki þátt í því. Við getum öll tekið höndum saman til að ná fram í rauninni löngu tímabærum umbótum í samfélaginu,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir segir Harald ótrúlega duglegan mann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ríkið kemur með 200 milljónir króna inn í verkefnið, Haraldur kemur með stóran hluti, auk fyrirtækja og sveitarfélaga, sem taka líka þátt. „Þetta er bara einstakt, þarna er einstaklingur, sem sýnir bæði frumkvæði og löngun og djörfung og dug og framkvæmir. Það ættu allir að vera menn eins og Haraldur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson , innviðaráðherra Dagur, Katrín, Sigurður Ingi og Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, ásamt Haraldi í Skyrgerðinni í hádeginu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Haraldur nóg af peningum til að fara út í þetta verkefni og önnur verkefni, sem hann er með á sinni könnu? „Ég á allavega nóg af peningum fyrir því, sem ég þarf að gera,“ segir hann og hlær. Haraldur mætti með fjölskyldu sinni í Hveragerði í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er verndari verkefnisins. Hann gat ekki verið viðstaddur í dag en sendi þessa kveðju frá sér.
Hveragerði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira