Handbolti

Lærisveinar Guðjóns Vals áfram á sigurbraut

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach.
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach. vísir/Getty

Það virðist einungis tímaspursmál hvenær Gummersbach tryggir sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið vann Emsdetten með þremur mörgum í Íslendingaslag í kvöld, lokatölur 32-29.

Elliði Snær Vignisson skoraði tvö mörk fyrir lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach. Hákon Daði Styrmisson lék ekki í kvöld en hann verður frá út leiktíðina vegna meiðsla.

Í liði Emsdetten skoraði Örn Vésteinsson, sonur Vésteins Hafsteinssonar, tvö mörk en hann samdi við liðið fyrr á þessu ári. Anton Rúnarsson komst ekki á blað.

Gummersbach er sem fyrr í toppsæti þýsku B-deildarinnar með 38 stig, sjö stigum á undan liðinu sem er í 3. sæti þegar 24 leikjum er lokið en efstu tvö lið deildarinnar fara upp í þýsku úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×