Mjög djúp lægð væntanleg og gular viðvaranir gefnar út Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 09:01 Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir morgundaginn. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir þar sem búist er við stormi á morgun en gert er ráð fyrir að talsverð úrkoma fylgi. Mjög slæmt ferðaveður og hætta á að vatnstjón verði víða. Það er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu í dag en á morgun dregur til tíðinda þar sem mjög djúp lægð er væntanleg að Hvarfi, suðurodda Grænlands, og sendir hún skil yfir Ísland með sunnan og suðaustan stormi eða roki. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og miðhálendið. Fyrstu viðvaranir taka gildi upp úr hádegi og gilda fram á kvöld en á miðhálendinu og Norðurlandi eystra taka viðvaranir gildi seinni partinn. Samhliða storminum er gert ráð fyrir töluverðri úrkomu og á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í rigningu þegar hlýnar í veðri en búast má við þriggja til níu stiga hita seinni partinn. „Rigningar- og leysingarvatn getur því valdið vandræðum og rétt er að vera á varðbergi og reyna að forðast vatnstjón. Á fjallvegum má gera ráð fyrir snjókomu eða slyddu fram eftir degi ásamt mikilli veðurhæð. Það þarf því vart að taka fram að á morgun er mjög slæmt ferðaveður,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings EFtir að skilin hafa gengið yfir á vestanverðu landinu annað kvöld tekur við hvöss suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum samhliða kólnandi veðri. Veðrið skánar ekki mikið á þriðjudag en þá er spáð allhvassri eða hvassri suðvestanátt víða um land með éljagangi. Varað er við erfiðum aksturskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og éljagangur, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Kólnar í veðri, vægt frost seinnipartinn. Á miðvikudag: Ákveðin suðlæg átt með éljum, en áfram þurrt norðaustanlands. Frost víða 0 til 4 stig. Bætir í vind og úrkomu um kvöldið. Á fimmtudag: Hvöss suðvestlæg átt og snjókoma eða él víða um land. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Víða vægt frost. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt og snjókomu eða slyddu. Hlýnar heldur. Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Það er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu í dag en á morgun dregur til tíðinda þar sem mjög djúp lægð er væntanleg að Hvarfi, suðurodda Grænlands, og sendir hún skil yfir Ísland með sunnan og suðaustan stormi eða roki. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og miðhálendið. Fyrstu viðvaranir taka gildi upp úr hádegi og gilda fram á kvöld en á miðhálendinu og Norðurlandi eystra taka viðvaranir gildi seinni partinn. Samhliða storminum er gert ráð fyrir töluverðri úrkomu og á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í rigningu þegar hlýnar í veðri en búast má við þriggja til níu stiga hita seinni partinn. „Rigningar- og leysingarvatn getur því valdið vandræðum og rétt er að vera á varðbergi og reyna að forðast vatnstjón. Á fjallvegum má gera ráð fyrir snjókomu eða slyddu fram eftir degi ásamt mikilli veðurhæð. Það þarf því vart að taka fram að á morgun er mjög slæmt ferðaveður,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings EFtir að skilin hafa gengið yfir á vestanverðu landinu annað kvöld tekur við hvöss suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum samhliða kólnandi veðri. Veðrið skánar ekki mikið á þriðjudag en þá er spáð allhvassri eða hvassri suðvestanátt víða um land með éljagangi. Varað er við erfiðum aksturskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og éljagangur, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Kólnar í veðri, vægt frost seinnipartinn. Á miðvikudag: Ákveðin suðlæg átt með éljum, en áfram þurrt norðaustanlands. Frost víða 0 til 4 stig. Bætir í vind og úrkomu um kvöldið. Á fimmtudag: Hvöss suðvestlæg átt og snjókoma eða él víða um land. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Víða vægt frost. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt og snjókomu eða slyddu. Hlýnar heldur.
Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira