Efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið þó Rússar notuðu efnavopn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. mars 2022 13:10 Baldur Þórhallsson segir árásina skammt frá landamærum Póllands ekki hafa komið á óvart. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið í Úkraínu ef Rússar myndu beita þar efnavopnum. Það þyrfti meira til að NATO færi í allsherjarstríð við Rússland. Minnst 35 eru látnir og 134 særðir eftir loftárás rússneska hersins á herstöð Úkraínumanna skammt frá landamærum Póllands. Rússar virðast nú beina sjónum sínum að því að loka fyrir aðstoð NATO-ríkjanna til Úkraínumanna. Loftárásin var gerð snemma í morgun en að sögn erlendra miðla virðist þetta vera í fyrsta skipti frá innrás Rússa sem ráðist er á svæði svo vestarlega í Úkraínu. Herstöðin er í aðeins 25 kílómetra fjarlægð frá landamærum Póllands, sem er eitt NATO-ríkjanna, en hún hefur í gegn um tíðina verið notuð við herþjálfun sem ýmis NATO-ríki hafa komið að. „Þessi árás í nótt hún þýðir stigmögnun átakanna sem kannski þarf ekki að koma á óvart. Nú eru átökin að færast í vesturátt að landamærum Úkraínu í vestri,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Munu ráðast á birgðaflutningavélar NATO-ríkja Birgðaflutningar NATO-ríkjanna til Úkraínumanna hafa auðvitað komið í gegn um vesturhlutann. Rússar hafa gefið það út síðustu daga að þeir muni beina spjótum sínum að birgðaflutningunum og varað NATO-ríkin við því að flutningavélar þeirra til Úkraínu gætu verið skotnar niður. Baldur telur ekki að þetta muni hafa áhrif á afstöðu NATO-ríkjanna til átakanna. „Svo lengi sem rússneski herinn heldur sig frá því að senda sprengjur yfir landamærin og inn í NATO-ríki þá held ég að þetta leiði ekki til stigmögnunar átakanna á milli annars vegar NATO og hins vegar rússneska hersins,“ segir Baldur Hann segir NATO fullmeðvitað um að ef það myndi fara að blanda sér með beinum hætti inn í stríðsátökin myndi það hafa í för með sér allsherjarstríð milli Rússlands og NATO. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála í vaktinni hér að neðan: Eintómar hótanir í Sýrlandi Forseti Póllands sagði nýverið að ef Rússar færu að beita efnavopnum í Úkraínu þyrfti NATO að endurhugsa afstöðu sína. Baldur efast þó um að það hefði áhrif. „Það sýndi sig sko að NATO og Bandaríkin sögðust ætla að bregðast við efnavopnum í Sýrlandi. Þau sögðust ætla að bregðast við en gerðu ekkert. Ég sé ekki endilega að þeir muni frekar eitthvað bregðast við í Úkraínu,“ segir hann. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Minnst 35 eru látnir og 134 særðir eftir loftárás rússneska hersins á herstöð Úkraínumanna skammt frá landamærum Póllands. Rússar virðast nú beina sjónum sínum að því að loka fyrir aðstoð NATO-ríkjanna til Úkraínumanna. Loftárásin var gerð snemma í morgun en að sögn erlendra miðla virðist þetta vera í fyrsta skipti frá innrás Rússa sem ráðist er á svæði svo vestarlega í Úkraínu. Herstöðin er í aðeins 25 kílómetra fjarlægð frá landamærum Póllands, sem er eitt NATO-ríkjanna, en hún hefur í gegn um tíðina verið notuð við herþjálfun sem ýmis NATO-ríki hafa komið að. „Þessi árás í nótt hún þýðir stigmögnun átakanna sem kannski þarf ekki að koma á óvart. Nú eru átökin að færast í vesturátt að landamærum Úkraínu í vestri,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Munu ráðast á birgðaflutningavélar NATO-ríkja Birgðaflutningar NATO-ríkjanna til Úkraínumanna hafa auðvitað komið í gegn um vesturhlutann. Rússar hafa gefið það út síðustu daga að þeir muni beina spjótum sínum að birgðaflutningunum og varað NATO-ríkin við því að flutningavélar þeirra til Úkraínu gætu verið skotnar niður. Baldur telur ekki að þetta muni hafa áhrif á afstöðu NATO-ríkjanna til átakanna. „Svo lengi sem rússneski herinn heldur sig frá því að senda sprengjur yfir landamærin og inn í NATO-ríki þá held ég að þetta leiði ekki til stigmögnunar átakanna á milli annars vegar NATO og hins vegar rússneska hersins,“ segir Baldur Hann segir NATO fullmeðvitað um að ef það myndi fara að blanda sér með beinum hætti inn í stríðsátökin myndi það hafa í för með sér allsherjarstríð milli Rússlands og NATO. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála í vaktinni hér að neðan: Eintómar hótanir í Sýrlandi Forseti Póllands sagði nýverið að ef Rússar færu að beita efnavopnum í Úkraínu þyrfti NATO að endurhugsa afstöðu sína. Baldur efast þó um að það hefði áhrif. „Það sýndi sig sko að NATO og Bandaríkin sögðust ætla að bregðast við efnavopnum í Sýrlandi. Þau sögðust ætla að bregðast við en gerðu ekkert. Ég sé ekki endilega að þeir muni frekar eitthvað bregðast við í Úkraínu,“ segir hann.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira