Geir er nýr forseti Landssambands Ungmennafélaga Árni Sæberg skrifar 13. mars 2022 12:07 Geir Finnson, formaður LUF. Aðsend Sambandsþing Landssambands Ungmennafélaga (LUF) fór fram laugardaginn 12. mars síðastliðinn í Hinu Húsinu þar sem fulltrúar kusu nýja stjórn. Geir Finnsson, fulltrúi Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar var kjörinn forseti. Geir tekur við formannsemættinu af Unu Hildardóttur sem gegnt hafði því frá 2019. Í framboðsræðu sinni lagði Geir áherslu á að mikilvægt væri að valdefla ungt fólk og ungmennafélög landsins enn frekar. „Í stað þess að spyrja hvernig hægt sé að ná til ungs fólks eigum við að veita ungu fólki sæti við sama borð og aðrir hópar. Því ungt fólk á skilið traust frekar en tortryggni og forræðishyggju,“ sagði hann. Þá sagði hann einnig að stækka beri LUF enn frekar svo það haldi í við systurfélög sín erlendis. „COVID-19 fór illa með LUF og önnur ungmennafélög. Það er því mikið hjartans mál að tryggja rekstraröryggi okkar svo við getum haldið örugg áfram að stækka umsvif okkar sem félag, sama hvort það sé með langvarandi samningum við ráðuneyti eða aðra aðila. Erindi lýðræðiskjörinna ungmennafélaga er gríðarlega mikilvægt á tímum sem þessum,“ sagði hann. Ný stjórn LUF Auk Geirs voru kjörin í stjórn Viktor Ingi Lorange, varaforseti, Sylvía Martinsdóttir, gjaldkeri, Huginn Þór Jóhannsson, ritari og Jessý Jónsdóttir, alþjóðafulltrúi. Auk þeirra voru tveir meðstjórnendur kjörnir, Pétur Halldórsson og Sigurþór Maggi Snorrason. Una Hildardóttir og Steinunn Ása Sigurðardóttir eru varamenn í stjórn. Um LUF Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífasamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 37 aðildarfélög. LUF er sameign aðildarfélaganna, veitir þeim ekki samkeppni í starfi, heldur vinnur samkvæmt þeim. Aðildarfélög LUF eiga það sameiginlegt að vera lýðræðisleg, frjáls félagasamtök, sem starfa á landsvísu, leidd af ungu fólki og starfa með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. LUF er aðili að Evrópska ungmennavettvangnum (e. European Youth Forum – YFJ). Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Geir tekur við formannsemættinu af Unu Hildardóttur sem gegnt hafði því frá 2019. Í framboðsræðu sinni lagði Geir áherslu á að mikilvægt væri að valdefla ungt fólk og ungmennafélög landsins enn frekar. „Í stað þess að spyrja hvernig hægt sé að ná til ungs fólks eigum við að veita ungu fólki sæti við sama borð og aðrir hópar. Því ungt fólk á skilið traust frekar en tortryggni og forræðishyggju,“ sagði hann. Þá sagði hann einnig að stækka beri LUF enn frekar svo það haldi í við systurfélög sín erlendis. „COVID-19 fór illa með LUF og önnur ungmennafélög. Það er því mikið hjartans mál að tryggja rekstraröryggi okkar svo við getum haldið örugg áfram að stækka umsvif okkar sem félag, sama hvort það sé með langvarandi samningum við ráðuneyti eða aðra aðila. Erindi lýðræðiskjörinna ungmennafélaga er gríðarlega mikilvægt á tímum sem þessum,“ sagði hann. Ný stjórn LUF Auk Geirs voru kjörin í stjórn Viktor Ingi Lorange, varaforseti, Sylvía Martinsdóttir, gjaldkeri, Huginn Þór Jóhannsson, ritari og Jessý Jónsdóttir, alþjóðafulltrúi. Auk þeirra voru tveir meðstjórnendur kjörnir, Pétur Halldórsson og Sigurþór Maggi Snorrason. Una Hildardóttir og Steinunn Ása Sigurðardóttir eru varamenn í stjórn. Um LUF Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífasamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 37 aðildarfélög. LUF er sameign aðildarfélaganna, veitir þeim ekki samkeppni í starfi, heldur vinnur samkvæmt þeim. Aðildarfélög LUF eiga það sameiginlegt að vera lýðræðisleg, frjáls félagasamtök, sem starfa á landsvísu, leidd af ungu fólki og starfa með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. LUF er aðili að Evrópska ungmennavettvangnum (e. European Youth Forum – YFJ).
Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent