Geir er nýr forseti Landssambands Ungmennafélaga Árni Sæberg skrifar 13. mars 2022 12:07 Geir Finnson, formaður LUF. Aðsend Sambandsþing Landssambands Ungmennafélaga (LUF) fór fram laugardaginn 12. mars síðastliðinn í Hinu Húsinu þar sem fulltrúar kusu nýja stjórn. Geir Finnsson, fulltrúi Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar var kjörinn forseti. Geir tekur við formannsemættinu af Unu Hildardóttur sem gegnt hafði því frá 2019. Í framboðsræðu sinni lagði Geir áherslu á að mikilvægt væri að valdefla ungt fólk og ungmennafélög landsins enn frekar. „Í stað þess að spyrja hvernig hægt sé að ná til ungs fólks eigum við að veita ungu fólki sæti við sama borð og aðrir hópar. Því ungt fólk á skilið traust frekar en tortryggni og forræðishyggju,“ sagði hann. Þá sagði hann einnig að stækka beri LUF enn frekar svo það haldi í við systurfélög sín erlendis. „COVID-19 fór illa með LUF og önnur ungmennafélög. Það er því mikið hjartans mál að tryggja rekstraröryggi okkar svo við getum haldið örugg áfram að stækka umsvif okkar sem félag, sama hvort það sé með langvarandi samningum við ráðuneyti eða aðra aðila. Erindi lýðræðiskjörinna ungmennafélaga er gríðarlega mikilvægt á tímum sem þessum,“ sagði hann. Ný stjórn LUF Auk Geirs voru kjörin í stjórn Viktor Ingi Lorange, varaforseti, Sylvía Martinsdóttir, gjaldkeri, Huginn Þór Jóhannsson, ritari og Jessý Jónsdóttir, alþjóðafulltrúi. Auk þeirra voru tveir meðstjórnendur kjörnir, Pétur Halldórsson og Sigurþór Maggi Snorrason. Una Hildardóttir og Steinunn Ása Sigurðardóttir eru varamenn í stjórn. Um LUF Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífasamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 37 aðildarfélög. LUF er sameign aðildarfélaganna, veitir þeim ekki samkeppni í starfi, heldur vinnur samkvæmt þeim. Aðildarfélög LUF eiga það sameiginlegt að vera lýðræðisleg, frjáls félagasamtök, sem starfa á landsvísu, leidd af ungu fólki og starfa með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. LUF er aðili að Evrópska ungmennavettvangnum (e. European Youth Forum – YFJ). Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Geir tekur við formannsemættinu af Unu Hildardóttur sem gegnt hafði því frá 2019. Í framboðsræðu sinni lagði Geir áherslu á að mikilvægt væri að valdefla ungt fólk og ungmennafélög landsins enn frekar. „Í stað þess að spyrja hvernig hægt sé að ná til ungs fólks eigum við að veita ungu fólki sæti við sama borð og aðrir hópar. Því ungt fólk á skilið traust frekar en tortryggni og forræðishyggju,“ sagði hann. Þá sagði hann einnig að stækka beri LUF enn frekar svo það haldi í við systurfélög sín erlendis. „COVID-19 fór illa með LUF og önnur ungmennafélög. Það er því mikið hjartans mál að tryggja rekstraröryggi okkar svo við getum haldið örugg áfram að stækka umsvif okkar sem félag, sama hvort það sé með langvarandi samningum við ráðuneyti eða aðra aðila. Erindi lýðræðiskjörinna ungmennafélaga er gríðarlega mikilvægt á tímum sem þessum,“ sagði hann. Ný stjórn LUF Auk Geirs voru kjörin í stjórn Viktor Ingi Lorange, varaforseti, Sylvía Martinsdóttir, gjaldkeri, Huginn Þór Jóhannsson, ritari og Jessý Jónsdóttir, alþjóðafulltrúi. Auk þeirra voru tveir meðstjórnendur kjörnir, Pétur Halldórsson og Sigurþór Maggi Snorrason. Una Hildardóttir og Steinunn Ása Sigurðardóttir eru varamenn í stjórn. Um LUF Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífasamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 37 aðildarfélög. LUF er sameign aðildarfélaganna, veitir þeim ekki samkeppni í starfi, heldur vinnur samkvæmt þeim. Aðildarfélög LUF eiga það sameiginlegt að vera lýðræðisleg, frjáls félagasamtök, sem starfa á landsvísu, leidd af ungu fólki og starfa með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. LUF er aðili að Evrópska ungmennavettvangnum (e. European Youth Forum – YFJ).
Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira