Petr Čech: „Við vitum ekki svörin við sjálf“ Atli Arason skrifar 13. mars 2022 15:00 Petr Čech ásamt John Terry á úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í Abu Dhabi í febrúar. Čech hefur verið tæknilegur raðgjafi félagsins síðan 2019. Getty Images Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea og fyrrum leikmaður liðsins, var í viðtali við Sky Sport fyrir leik liðsins gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Čech var mikið spurður út í óvissu skýið sem gnæfir yfir Chelsea þessa dagana en hann sagðist sjálfur vera að leita af svörum. „Fyrst og fremst vil ég segja að hugur okkar eru hjá fórnarlömbum í stríðinu í Úkraínu. Við vonumst til þess að þjáningum þar ljúki sem fyrst,“ sagði Petr Čech. „Hvað varðar fótboltafélagið Chelsea þá hefur þetta verið mjög erfiður tími. Við erum að fá mikið af spurningum sem við vitum ekki svörin við sjálf. Við erum þó staðráðin í að vinna að þeim hlutum sem við getum haft áhrif á eins æfingar og undirbúningur fyrir fótboltaleiki. Við verðum að halda áfram að reyna að gera okkar besta á vellinum.“ Breska ríkisstjórnin hefur bannað eiganda félagsins, Roman Abramovich, að koma til Englands og fryst allar eignir hans, þ.m.t. Chelsea. Enska úrvalsdeildin gekk svo skrefinu lengra í gær með því að banna aðkomu Abramovich að deildinni. „Þetta er ekki í okkar höndum heldur annara. Við þurfum að bíða eftir samtölum annars staðar til að sjá hvernig við getum starfað út tímabilið. Þetta er augljóslega erfið staða,“ bætti Čech við. Barclays bankinn hefur meðal annars lokað á reikninga í eigu félagsins. Það er óvíst hvort starfsfólk félagsins fái yfirhöfuð greidd laun á næstunni en Čech gat ekki svarað því hvort svo yrði. „Ég vona það. Við vonum að starfsfólkið sem vinnur fyrir félagið fái borgað og geti haldið áfram að lifa sínu eðlilega lífi. Það er samt erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu þar sem ég veit ekki svörin sjálfur. Staðan breytist á hverjum degi.“ Samningar hjá Antonio Rüdiger, Andreas Christensen og César Azpilicueta renna út eftir yfirstandandi leiktímabil. Óvíst er hvort félagið getur endurnýjað þá samninga í tæka tíð. „Það er annað sem við vitum ekki svörin við en það eru samræður í gangi á öllum stöðum. við þurfum fyrst að fá svör við því hvað við sem félag getum gert til að halda starfseminni gangandi. Við þurfum að fá að vita hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir okkur. Við þurfum að taka einn dag í einu,“ svaraði Čech aðspurður út í samningstöðu þessara leikmanna. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði liðið að Evrópu- og heimsmeisturum. Ljóst er að hart verður barist um starfskrafta hans ef allt fer á versta veg fyrir Chelsea. „Thomas er með samning til 2024. Okkur hefur verið sagt að samningurinn verði virtur en við vonumst til að halda honum eins lengi og hægt er, hann hefur verið frábær fyrir félagið. Þetta gæti samt allt breyst á morgun þar sem staðan er að breytast svo hratt frá degi til dags,“ sagði Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira
„Fyrst og fremst vil ég segja að hugur okkar eru hjá fórnarlömbum í stríðinu í Úkraínu. Við vonumst til þess að þjáningum þar ljúki sem fyrst,“ sagði Petr Čech. „Hvað varðar fótboltafélagið Chelsea þá hefur þetta verið mjög erfiður tími. Við erum að fá mikið af spurningum sem við vitum ekki svörin við sjálf. Við erum þó staðráðin í að vinna að þeim hlutum sem við getum haft áhrif á eins æfingar og undirbúningur fyrir fótboltaleiki. Við verðum að halda áfram að reyna að gera okkar besta á vellinum.“ Breska ríkisstjórnin hefur bannað eiganda félagsins, Roman Abramovich, að koma til Englands og fryst allar eignir hans, þ.m.t. Chelsea. Enska úrvalsdeildin gekk svo skrefinu lengra í gær með því að banna aðkomu Abramovich að deildinni. „Þetta er ekki í okkar höndum heldur annara. Við þurfum að bíða eftir samtölum annars staðar til að sjá hvernig við getum starfað út tímabilið. Þetta er augljóslega erfið staða,“ bætti Čech við. Barclays bankinn hefur meðal annars lokað á reikninga í eigu félagsins. Það er óvíst hvort starfsfólk félagsins fái yfirhöfuð greidd laun á næstunni en Čech gat ekki svarað því hvort svo yrði. „Ég vona það. Við vonum að starfsfólkið sem vinnur fyrir félagið fái borgað og geti haldið áfram að lifa sínu eðlilega lífi. Það er samt erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu þar sem ég veit ekki svörin sjálfur. Staðan breytist á hverjum degi.“ Samningar hjá Antonio Rüdiger, Andreas Christensen og César Azpilicueta renna út eftir yfirstandandi leiktímabil. Óvíst er hvort félagið getur endurnýjað þá samninga í tæka tíð. „Það er annað sem við vitum ekki svörin við en það eru samræður í gangi á öllum stöðum. við þurfum fyrst að fá svör við því hvað við sem félag getum gert til að halda starfseminni gangandi. Við þurfum að fá að vita hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir okkur. Við þurfum að taka einn dag í einu,“ svaraði Čech aðspurður út í samningstöðu þessara leikmanna. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði liðið að Evrópu- og heimsmeisturum. Ljóst er að hart verður barist um starfskrafta hans ef allt fer á versta veg fyrir Chelsea. „Thomas er með samning til 2024. Okkur hefur verið sagt að samningurinn verði virtur en við vonumst til að halda honum eins lengi og hægt er, hann hefur verið frábær fyrir félagið. Þetta gæti samt allt breyst á morgun þar sem staðan er að breytast svo hratt frá degi til dags,“ sagði Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira