Miklar tilfinningar í öllum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni Atli Arason skrifar 13. mars 2022 16:25 Yarmolenko réð ekki við tilfinningar sínar í fagnaðarlátum eftir markið hans. Getty Images Fjórum leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni. West Ham, Watford, Wolves og Leeds unnu öll leikina sína í dag. West Ham vann Aston Villa 2-1 í endurkomuleik Andriy Yarmolenko. Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko byrjaði á varamannabekknum í dag en hann hefur verið fjarverandi í síðustu leikjum liðsins vegna ástandsins í heimalandi sínu. Á 52. mínútu er Yarmolenko skipt inn á leikvöllinn fyrir Michail Antonio og aðeins 18 mínútum síðar var Yarmolenko búinn að skora fyrsta mark leiksins við mikinn fögnuð viðstaddra. Yarmolenko fékk þá sendingu frá Said Benrahma inn í vítateig Aston Villa og tókst að koma boltanum snyrtilega í fjærhornið fram hjá Martinez í marki Villa. Á 82. mínútu átti West Ham fallega sókn þar sem þeir sundur spiluðu vörn Villa og aftur var það Said Benrahma sem átti stoðsendinguna en í seinna skiptið á Pablo Fornals sem var óvaldaður inn í vítateig Villa og kom boltanum í netið. Jacob Ramsey skoraði svo sárabótamark fyrir Aston Villa á loka mínútu leiksins eftir undirbúning Emiliano Buendia. Sigur West Ham þýðir að liðið heldur uppi pressunni í Meistaradeildar baráttunni. West Ham er nú með 48 stig í 5. sæti eftir 29 leiki. Arsenal getur stokkið upp fyrir West Ham ef Arsenal vinnur sinn leik gegn Leicester á eftir. Leeds 2 - 1 Norwich Jesse Marsch fagnar sigurmarki Joe GelhardtGetty Images Leeds vann sinn fyrsta leik undir stjórn Jesse Marsch er þeir unnu sigur á Norwich í uppbótatíma. Rodrigo kom Leeds yfir á 14. mínútu leiksins og staðan var þannig út venjulegan leiktíma eða alveg þangað til að Kenny McLean jafnaði leikinn á 91. mínútu. Þegar allt stefndi í jafntefli þá kom hinn ungi Joe Gelhardt Leeds til bjargar með marki á fjórðu mínútu uppbótatíma eftir undirbúning frá Raphinha. Með sigrinum þá færist Leeds fjær fallsvæðinu en liðið er í 16. sæti með 26 stig en Norwich er eftir sem áður fast við botnsætið með 17 stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Everton 0 - 1 Wolves Jonjoe Kenny gengur framhjá Frank Lampard eftir að hafa verið reikinn af leikvellinum. Getty Images Vandræði Everton halda áfram en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Wolves. Conor Coady kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Ruben Neves. Jonjoe Kenny bætti á vandræði Everton með því að fá tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla á 75.-78. mínútu. Fjórði tapleikur Everton í röð er því staðreynd og liðið er með 22. stig í 17 sæti, með jafn mörg stig og Watford sem er í 18. sætinu. Southampton 1 - 2 Watford Cucho Hernandez fagnar marki í dag.Getty Images Watford vann á sama tíma óvæntan sigur á Southampton. Cucho Hernandez gerði fyrstu tvö mörk leiksins á 20 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Mohamed Elyounoussi minnkaði muninn rétt fyrir hálfleikshléið en nær komust heimamenn ekki. Eftir að hafa verið nánast afskrifaðir og dauðadæmdir fyrir fáeinum umferðum síðan er það einungis markatala Watford sem gerir að verkum að liðið er enn þá inn á fallsvæðinu þegar 9 leikir eru eftir af deildinni. Southampton er áfram í 10. sæti deildarinnar með 35 stig. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
West Ham vann Aston Villa 2-1 í endurkomuleik Andriy Yarmolenko. Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko byrjaði á varamannabekknum í dag en hann hefur verið fjarverandi í síðustu leikjum liðsins vegna ástandsins í heimalandi sínu. Á 52. mínútu er Yarmolenko skipt inn á leikvöllinn fyrir Michail Antonio og aðeins 18 mínútum síðar var Yarmolenko búinn að skora fyrsta mark leiksins við mikinn fögnuð viðstaddra. Yarmolenko fékk þá sendingu frá Said Benrahma inn í vítateig Aston Villa og tókst að koma boltanum snyrtilega í fjærhornið fram hjá Martinez í marki Villa. Á 82. mínútu átti West Ham fallega sókn þar sem þeir sundur spiluðu vörn Villa og aftur var það Said Benrahma sem átti stoðsendinguna en í seinna skiptið á Pablo Fornals sem var óvaldaður inn í vítateig Villa og kom boltanum í netið. Jacob Ramsey skoraði svo sárabótamark fyrir Aston Villa á loka mínútu leiksins eftir undirbúning Emiliano Buendia. Sigur West Ham þýðir að liðið heldur uppi pressunni í Meistaradeildar baráttunni. West Ham er nú með 48 stig í 5. sæti eftir 29 leiki. Arsenal getur stokkið upp fyrir West Ham ef Arsenal vinnur sinn leik gegn Leicester á eftir. Leeds 2 - 1 Norwich Jesse Marsch fagnar sigurmarki Joe GelhardtGetty Images Leeds vann sinn fyrsta leik undir stjórn Jesse Marsch er þeir unnu sigur á Norwich í uppbótatíma. Rodrigo kom Leeds yfir á 14. mínútu leiksins og staðan var þannig út venjulegan leiktíma eða alveg þangað til að Kenny McLean jafnaði leikinn á 91. mínútu. Þegar allt stefndi í jafntefli þá kom hinn ungi Joe Gelhardt Leeds til bjargar með marki á fjórðu mínútu uppbótatíma eftir undirbúning frá Raphinha. Með sigrinum þá færist Leeds fjær fallsvæðinu en liðið er í 16. sæti með 26 stig en Norwich er eftir sem áður fast við botnsætið með 17 stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Everton 0 - 1 Wolves Jonjoe Kenny gengur framhjá Frank Lampard eftir að hafa verið reikinn af leikvellinum. Getty Images Vandræði Everton halda áfram en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Wolves. Conor Coady kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Ruben Neves. Jonjoe Kenny bætti á vandræði Everton með því að fá tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla á 75.-78. mínútu. Fjórði tapleikur Everton í röð er því staðreynd og liðið er með 22. stig í 17 sæti, með jafn mörg stig og Watford sem er í 18. sætinu. Southampton 1 - 2 Watford Cucho Hernandez fagnar marki í dag.Getty Images Watford vann á sama tíma óvæntan sigur á Southampton. Cucho Hernandez gerði fyrstu tvö mörk leiksins á 20 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Mohamed Elyounoussi minnkaði muninn rétt fyrir hálfleikshléið en nær komust heimamenn ekki. Eftir að hafa verið nánast afskrifaðir og dauðadæmdir fyrir fáeinum umferðum síðan er það einungis markatala Watford sem gerir að verkum að liðið er enn þá inn á fallsvæðinu þegar 9 leikir eru eftir af deildinni. Southampton er áfram í 10. sæti deildarinnar með 35 stig.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira