„Koma konur stundum betri út úr barneign?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 12:00 Fanndís Friðriksdóttir með uppskeru ársins 2021. Hún eignaðist dótturina Elísu í febrúar og varð síðan Íslandsmeistari um haustið eftir að hafa skorað og búið til mörg mikilvæg mörk á lokakafla mótsins. Instagram/@fanndis90 Lengjubikarmörk kvenna voru á dagskránni um helgina á Stöð 2 Sport og þar var farið yfir síðustu leiki í Lengjubikar kvenna í fótbolta. Helena Ólafsdóttir var umsjónarkona þáttarins og sérfræðingar hennar voru þær Mist Rúnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Þær stöllur ræddu líka barneignir knattspyrnukvenna en Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur í leikmannahóp Lyon um helgina eftir barneignarfrí. „Sara Björk, vinkona okkar, var í hóp hjá Lyon í gær. Kemur það á óvart? Nú hafið þið fylgst vel með henni,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Sara Björk kom reyndar ekki við sögu í leiknum en það styttist í fyrsta leikinn hennar sem móðir. „Þetta er eitthvað sem hún er búin að vera mjög opin með að hún sé að stefna á. Tímaramminn passar ef allt hefur gengið vel og þá held ég að hún sé í góðum málum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sem sjálf snéri aftur á völlinn eftir að hafa eignast barn. Klippa: Lengjubikarmörkin: Knattspyrnukonur og barneignir „Ég átti strák í lok febrúar og var byrjuð að spila um vorið,“ sagði Harpa og Helena skaut þá inn í: „Og það var ekkert mál.“ „Ég myndi ekki segja það. Þetta er heilmikið mál og mér finnst þetta vera meira mál en lítur út á samfélagsmiðlum hjá henni ef ég á að vera hreinskilin. Það er heilmikil vinna sem liggur þarna að baki og það má ekki vanmeta það,“ sagði Harpa. Seinna í þættinum þá ræddu sérfræðingarnir einnig endurkomu Katrínar Ásbjörnsdóttur sem er komin á fulla ferð eftir að hafa eignast barn. „Katrín Ásbjörnsdóttir hefur verið að spila virkilega vel og kannski betur á undirbúningstímabilinu heldur en kannski í nokkur ár,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Hún eignaðist barn og var að koma sér til baka eftir það. Hún spilaði með Stjörnunni í fyrra og var vaxandi í sínum leik allt síðasta sumar. Mér finnst hún vera á góðum stað og hefur litið virkilega vel út,“ sagði Harpa. „Hún hefur verið í brasi með meiðsli og annað en hún virðist vera heil sem skiptir miklu máli,“ sagði Harpa. „Koma konur stundum betri út úr barneign? Mér finnst það stundum vera þannig,“ spurði Helena. „Það er margt til í því. Það hafa meira segja verið gerðar rannsóknir á því og þetta er eitthvað hormónatengt og annað. Margir spretthlauparar ná sínum besta árangri eftir barnsburð,“ sagði Harpa. „Það er virkilega áhugavert og ég hvet konur til að kýla á þetta,“ sagði Helena. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by OL Féminin (@olfeminin) Besta deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Þær stöllur ræddu líka barneignir knattspyrnukvenna en Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur í leikmannahóp Lyon um helgina eftir barneignarfrí. „Sara Björk, vinkona okkar, var í hóp hjá Lyon í gær. Kemur það á óvart? Nú hafið þið fylgst vel með henni,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Sara Björk kom reyndar ekki við sögu í leiknum en það styttist í fyrsta leikinn hennar sem móðir. „Þetta er eitthvað sem hún er búin að vera mjög opin með að hún sé að stefna á. Tímaramminn passar ef allt hefur gengið vel og þá held ég að hún sé í góðum málum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sem sjálf snéri aftur á völlinn eftir að hafa eignast barn. Klippa: Lengjubikarmörkin: Knattspyrnukonur og barneignir „Ég átti strák í lok febrúar og var byrjuð að spila um vorið,“ sagði Harpa og Helena skaut þá inn í: „Og það var ekkert mál.“ „Ég myndi ekki segja það. Þetta er heilmikið mál og mér finnst þetta vera meira mál en lítur út á samfélagsmiðlum hjá henni ef ég á að vera hreinskilin. Það er heilmikil vinna sem liggur þarna að baki og það má ekki vanmeta það,“ sagði Harpa. Seinna í þættinum þá ræddu sérfræðingarnir einnig endurkomu Katrínar Ásbjörnsdóttur sem er komin á fulla ferð eftir að hafa eignast barn. „Katrín Ásbjörnsdóttir hefur verið að spila virkilega vel og kannski betur á undirbúningstímabilinu heldur en kannski í nokkur ár,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Hún eignaðist barn og var að koma sér til baka eftir það. Hún spilaði með Stjörnunni í fyrra og var vaxandi í sínum leik allt síðasta sumar. Mér finnst hún vera á góðum stað og hefur litið virkilega vel út,“ sagði Harpa. „Hún hefur verið í brasi með meiðsli og annað en hún virðist vera heil sem skiptir miklu máli,“ sagði Harpa. „Koma konur stundum betri út úr barneign? Mér finnst það stundum vera þannig,“ spurði Helena. „Það er margt til í því. Það hafa meira segja verið gerðar rannsóknir á því og þetta er eitthvað hormónatengt og annað. Margir spretthlauparar ná sínum besta árangri eftir barnsburð,“ sagði Harpa. „Það er virkilega áhugavert og ég hvet konur til að kýla á þetta,“ sagði Helena. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by OL Féminin (@olfeminin)
Besta deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira