Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Snorri Másson skrifar 14. mars 2022 23:08 Fjölmargir hafa lagt leið sína í Sorpu síðustu daga. Stöð 2 Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. Það talar enginn um sorphirðu þegar hún gengur vel. En nú eru allir að tala um hana, af því að hún gengur illa. Fréttastofa kannaði málið í dag og ræddi við fólk í greininni. Fólk sem hefur verið viðriðið sorphirðu í á fjórða áratug kvaðst aldrei hafa séð það svartara. „Það er allt búið að vera í rusli,“ segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur. Hvað veldur? Það er ekki eitt; það er allt. Fyrst, óeðlileg snjókoma í febrúar sem stíflaði allt. Síðan hneppti veiran þriðjung starfsliðs sorphirðunnar í einangrun. Og vegna takmarkaðrar sorphirðu hefur fólk leitað með plast og pappa í grenndargáma. En grenndargámar eru tæmdir niður á við ofan í ruslabíla - það er ómögulegt í aftakaveðrinu núna. „Þegar þetta gerðist svona á sama tíma gerðist það að við þurftum að leggja niður hirðu á grænum og bláum ílátum í þrjár vikur til að halda almenna sorpinu á sorphirðudagatali. Okkur fannst það mikilvægara,“ segir Valur, sem bendir á að svörtu tunnurnar hafi allar verið tæmdar. Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir undanfarnar vikur hafa tekið mikið á starfsliðið. En bráðum kemur betri tíð.Vísir Og hvað eiga almennir borgarar að gera? „Það er hægt að fara með þetta á grenndarstöðvar. Þegar þær eru fullar biðjum við fólk að skilja þetta ekki eftir fyrir utan gámana, það er mikið búið að vera að fjúka í dag í þessu, eða þá að fólk fari bara með þetta á Sorpu sjálft,“ segir Valur. Fréttastofa ræddi einmitt við nokkra samviskusama borgara sem voru að fara með ruslið sjálfir á Sorpu. Það var ekki tekið út með sældinni í storminum sem geisaði, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er lán í óláni að yfirgengilegri rigningu fylgja leysingar miklar. Á næstu tveimur eða þremur vikum á allt að vera komið í lag. Að óbreyttu. Reykjavík Sorpa Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Það talar enginn um sorphirðu þegar hún gengur vel. En nú eru allir að tala um hana, af því að hún gengur illa. Fréttastofa kannaði málið í dag og ræddi við fólk í greininni. Fólk sem hefur verið viðriðið sorphirðu í á fjórða áratug kvaðst aldrei hafa séð það svartara. „Það er allt búið að vera í rusli,“ segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur. Hvað veldur? Það er ekki eitt; það er allt. Fyrst, óeðlileg snjókoma í febrúar sem stíflaði allt. Síðan hneppti veiran þriðjung starfsliðs sorphirðunnar í einangrun. Og vegna takmarkaðrar sorphirðu hefur fólk leitað með plast og pappa í grenndargáma. En grenndargámar eru tæmdir niður á við ofan í ruslabíla - það er ómögulegt í aftakaveðrinu núna. „Þegar þetta gerðist svona á sama tíma gerðist það að við þurftum að leggja niður hirðu á grænum og bláum ílátum í þrjár vikur til að halda almenna sorpinu á sorphirðudagatali. Okkur fannst það mikilvægara,“ segir Valur, sem bendir á að svörtu tunnurnar hafi allar verið tæmdar. Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir undanfarnar vikur hafa tekið mikið á starfsliðið. En bráðum kemur betri tíð.Vísir Og hvað eiga almennir borgarar að gera? „Það er hægt að fara með þetta á grenndarstöðvar. Þegar þær eru fullar biðjum við fólk að skilja þetta ekki eftir fyrir utan gámana, það er mikið búið að vera að fjúka í dag í þessu, eða þá að fólk fari bara með þetta á Sorpu sjálft,“ segir Valur. Fréttastofa ræddi einmitt við nokkra samviskusama borgara sem voru að fara með ruslið sjálfir á Sorpu. Það var ekki tekið út með sældinni í storminum sem geisaði, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er lán í óláni að yfirgengilegri rigningu fylgja leysingar miklar. Á næstu tveimur eða þremur vikum á allt að vera komið í lag. Að óbreyttu.
Reykjavík Sorpa Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira