Íbúar langþreyttir á rafmagnsleysi: „Þetta er bara fáranlegt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. mars 2022 19:18 Rafmagnsleysið er fátítt á sumrin en á myndinni er Búðardalur í Dalabyggð. Vísir/Vilhelm Íbúi í Dalabyggð er orðin dauðþreytt á langvarandi rafmagnsleysi. Hún segist aldrei hafa upplifað jafnslæman vetur - ekki síðan hún var barn. Íbúinn, sem ræddi við fréttastofu um málið, hefur búið í Dalabyggð frá fæðingu. Hún segir að ástandið sé orðið hreinlega fáránlegt. Slæmt veður hefur verið á landinu víða í dag með tilheyrandi rafmagnstruflunum eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Rafmagnsbilanir hafa verið sérstaklega tíðar á suðvestur og vesturhorni landsins. Rauðu punktarnir tákna þær línur sem eru bilaðar en græni þann sem búið er að laga.RARIK Hún segir að rafmagnsleysinu fylgi einnig vatnsleysi og farsímar missi þar að auki símasamband: „Árið er 2022. Línurnar eru allar ónýtar. Ég hef ekki upplifað þetta síðan ég var barn - hversu oft er búið að vera rafmagnslaust í vetur. Við erum uppi í sveit og línurnar eru bara ónýtar. Ég veit að það er líka orðið lélegt í Borgarfirðinum. Systir mín er með stórt kúabú og það er oft að fara rafmagnið hjá þeim. Þetta er bara fáranlegt.“ Rarik leggi sig mikið fram Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik, segir að veturinn hafi verið óvenjuslæmur. Lægðagangurinn hafi reynst erfiður en hratt sé ráðist í viðgerðir um leið og rafmagn slær út. „Við vorum að keyra varaafl á meðan. Við fórum strax í að senda fólk í stöðuna til að keyra upp varaafl, til að setja eins marga inn á það eins og hægt var þannig að íbúar í Búðardal voru að minnsta kosti með rafmagn,“ segir hún um ástandið í Dalabyggð. Aðspurð segir hún að verið sé að skipta línukerfi landsins út. Það taki sinn tíma en búið sé að setja yfir 70% af dreifikerfi Rarik í streng. Hún telur að Rarik leggi um 3-400 kílómetra af línum í jörð ár hvert: „Við leggjum okkur öll fram við að reyna að losna við þessa veiku punkta í kerfinu,“ segir Helga. „Við erum á fullu við að reyna að losna við þessar veðurháðu bilanir. Þetta er náttúrulega mjög bagalegt, bæði fyrir notendur okkar og okkur, þetta er mannaflakrefjandi og tekur á þegar við fáum svona áhlaup. Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik. Veður Orkumál Dalabyggð Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Íbúinn, sem ræddi við fréttastofu um málið, hefur búið í Dalabyggð frá fæðingu. Hún segir að ástandið sé orðið hreinlega fáránlegt. Slæmt veður hefur verið á landinu víða í dag með tilheyrandi rafmagnstruflunum eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Rafmagnsbilanir hafa verið sérstaklega tíðar á suðvestur og vesturhorni landsins. Rauðu punktarnir tákna þær línur sem eru bilaðar en græni þann sem búið er að laga.RARIK Hún segir að rafmagnsleysinu fylgi einnig vatnsleysi og farsímar missi þar að auki símasamband: „Árið er 2022. Línurnar eru allar ónýtar. Ég hef ekki upplifað þetta síðan ég var barn - hversu oft er búið að vera rafmagnslaust í vetur. Við erum uppi í sveit og línurnar eru bara ónýtar. Ég veit að það er líka orðið lélegt í Borgarfirðinum. Systir mín er með stórt kúabú og það er oft að fara rafmagnið hjá þeim. Þetta er bara fáranlegt.“ Rarik leggi sig mikið fram Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik, segir að veturinn hafi verið óvenjuslæmur. Lægðagangurinn hafi reynst erfiður en hratt sé ráðist í viðgerðir um leið og rafmagn slær út. „Við vorum að keyra varaafl á meðan. Við fórum strax í að senda fólk í stöðuna til að keyra upp varaafl, til að setja eins marga inn á það eins og hægt var þannig að íbúar í Búðardal voru að minnsta kosti með rafmagn,“ segir hún um ástandið í Dalabyggð. Aðspurð segir hún að verið sé að skipta línukerfi landsins út. Það taki sinn tíma en búið sé að setja yfir 70% af dreifikerfi Rarik í streng. Hún telur að Rarik leggi um 3-400 kílómetra af línum í jörð ár hvert: „Við leggjum okkur öll fram við að reyna að losna við þessa veiku punkta í kerfinu,“ segir Helga. „Við erum á fullu við að reyna að losna við þessar veðurháðu bilanir. Þetta er náttúrulega mjög bagalegt, bæði fyrir notendur okkar og okkur, þetta er mannaflakrefjandi og tekur á þegar við fáum svona áhlaup. Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik.
Veður Orkumál Dalabyggð Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira