Ótrúlegt að risastór alda hafi ekki valdið skemmdum á Granda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2022 15:29 Skjáskot af öldunni skella á húsinu. Snark Telja má magnað að glerið hafi ekki brotnað og engar skemmdir orðið þegar afar stór alda skall á framhlið húsnæðis framleiðslufyrirtækisins Snark á Granda í nótt. Tveir bílar sluppu líka við skemmdir þó annar hafi færst til á bílastæðinu. Veðrið var ekki kræsilegt á suðvesturhorni landsins í gær og inn í nóttina. Þrumur og eldingar vöktu athygli landsmanna á sama tíma og það blés ansi hreint hressilega. pic.twitter.com/2Z528dUSYr— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) March 15, 2022 Starfsmenn Snark á Fiskislóð sváfu þó á sínu græna eyra þegar öldugangurinn var hvað mestur á skrifstofu þeirra klukkan fimm í nótt. Þegar þeir mættu til vinnu í morgun sáu þeir að bíll hafði færst úr stað og ráku svo upp stór augu þegar þeir skoðuðu upptöku úr öryggismyndavél. Það var nóg af verkefnum fyrir starfsmenn Faxaflóahafna í morgun að hreinsa til eftir nóttina.Snark „Þetta er algjör bilun,“ segir Eilífur Örn Þrastarson leikstjóri hjá Snark. Glugginn sem fékk að finna fyrir ölduganginum í nótt snýr í norðvestur, með útsýni yfir Snæfellsnes og Akranes. Eilífur giskar á að varnargarðurinn sé í um tíu metra fjarlægð frá húsnæðinu. Húsnæðið er merkt með rauðu nærri Örfirisey.Já.is Þar fyrir innan hafi Faxaflóahafnir komið fyrir gulum steypuvarnarklumpum sem þjóni þeim tilgangi að koma í veg fyrir að litlir hnullungar, sem enginn skilur hvaða tilgangi þjóni, hafni ekki á skrifstofuhúsnæðinu í slæmu veðri. Annar bíllinn færðist til, steypuklumparnir sömuleiðis og litlir hnullungar liggja úti um allt.Snark „Þegar stórar öldur koma þá fara þeir yfir á bílastæðin hjá okkur,“ segir Eilífur. Faxaflóahafnir hafi einmitt sent starfsmann í morgun til að hreinsa upp þessa hnullunga og annað drasl. Þeir hafi velt því upp við Faxaflóahafnir hvort ekki væri best að fjarlægja þá alveg. Lausnin hafi verið að setja þessa gulu steypuvarnarklumpa upp fyrir innan varnargarðinn. Ákvörðun sem fleiri í skrifstofuhúsnæðinu klóri sér í kollinum yfir. Varnargarður er við sjóinn, göngustígur þar fyrir innan, svo koma gulu steypuklumparnir og þar fyrir innan bílastæðið við Fiskislóð 31.Snark Snark hefur verið í húsnæðinu í fimm til sex ár. Mögulega séu þetta stærstu öldurnar sem skollið hafi á húsinu á þeim tíma, en þeir geti ekki vitað það fyrir víst. Enda ekki fastur liður hjá þeim að skoða upptökur úr eftirlitsmyndakerfinu eftir óveðursnætur. Að neðan má sjá þegar ein aldan skellur á skrifstofuhúsnæðinu við Fiskislóð 31. Veður Reykjavík Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Veðrið var ekki kræsilegt á suðvesturhorni landsins í gær og inn í nóttina. Þrumur og eldingar vöktu athygli landsmanna á sama tíma og það blés ansi hreint hressilega. pic.twitter.com/2Z528dUSYr— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) March 15, 2022 Starfsmenn Snark á Fiskislóð sváfu þó á sínu græna eyra þegar öldugangurinn var hvað mestur á skrifstofu þeirra klukkan fimm í nótt. Þegar þeir mættu til vinnu í morgun sáu þeir að bíll hafði færst úr stað og ráku svo upp stór augu þegar þeir skoðuðu upptöku úr öryggismyndavél. Það var nóg af verkefnum fyrir starfsmenn Faxaflóahafna í morgun að hreinsa til eftir nóttina.Snark „Þetta er algjör bilun,“ segir Eilífur Örn Þrastarson leikstjóri hjá Snark. Glugginn sem fékk að finna fyrir ölduganginum í nótt snýr í norðvestur, með útsýni yfir Snæfellsnes og Akranes. Eilífur giskar á að varnargarðurinn sé í um tíu metra fjarlægð frá húsnæðinu. Húsnæðið er merkt með rauðu nærri Örfirisey.Já.is Þar fyrir innan hafi Faxaflóahafnir komið fyrir gulum steypuvarnarklumpum sem þjóni þeim tilgangi að koma í veg fyrir að litlir hnullungar, sem enginn skilur hvaða tilgangi þjóni, hafni ekki á skrifstofuhúsnæðinu í slæmu veðri. Annar bíllinn færðist til, steypuklumparnir sömuleiðis og litlir hnullungar liggja úti um allt.Snark „Þegar stórar öldur koma þá fara þeir yfir á bílastæðin hjá okkur,“ segir Eilífur. Faxaflóahafnir hafi einmitt sent starfsmann í morgun til að hreinsa upp þessa hnullunga og annað drasl. Þeir hafi velt því upp við Faxaflóahafnir hvort ekki væri best að fjarlægja þá alveg. Lausnin hafi verið að setja þessa gulu steypuvarnarklumpa upp fyrir innan varnargarðinn. Ákvörðun sem fleiri í skrifstofuhúsnæðinu klóri sér í kollinum yfir. Varnargarður er við sjóinn, göngustígur þar fyrir innan, svo koma gulu steypuklumparnir og þar fyrir innan bílastæðið við Fiskislóð 31.Snark Snark hefur verið í húsnæðinu í fimm til sex ár. Mögulega séu þetta stærstu öldurnar sem skollið hafi á húsinu á þeim tíma, en þeir geti ekki vitað það fyrir víst. Enda ekki fastur liður hjá þeim að skoða upptökur úr eftirlitsmyndakerfinu eftir óveðursnætur. Að neðan má sjá þegar ein aldan skellur á skrifstofuhúsnæðinu við Fiskislóð 31.
Veður Reykjavík Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent