Segja Rússa halda mörg hundruð manns í gíslingu á spítala í Mariupol Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2022 21:27 Staðan versnar dag frá degi í Mariupol. Hér sést lögreglumaður standa fyrir framan lík á öðrum spítala í borginni. Fólkið fórst í sprengjuárásum. Ap/Evgeniy Maloletka Rússneskir hermenn eru sagðir halda um fjögur hundruð manns í gíslingu á sjúkrahúsi í Mariupol. Sergei Orlov aðstoðarborgarstjóri segir hermennina hafa rutt sér leið inn í sjúkrahúsið og tekið fólk þar og íbúa í nærliggjandi húsum í gíslingu. Héraðsstjórinn Pavlo Kyrylenko segir að spítalinn, sem er staðsettur utarlega í vesturhluta borgarinnar, hafi meira og minna verið lagður í rúst á seinustu dögum en að heilbrigðisstarfsfólk hafi haldið áfram að meðhöndla sjúklinga í kjallaranum. Um er að ræða einn stærsta spítala borgarinnar. Í færslu sem Kyrylenko birti á Facebook-síðu sinni um klukkan 14:30 að íslenskum tíma hefur hann eftir einum starfsmanni sjúkrahússins að Rússar hafi neytt 400 manns úr nærliggjandi húsum til að koma á spítalann og enginn fái að yfirgefa svæðið. Litlar fregnir hafa borist af aðstæðum á spítalanum síðar í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst 2.400 almennir borgarar hafi farist frá því að rússneski herinn hóf sprengjuárásir á Mariupol. Margir íbúar reyni nú að lifa af í neðanjarðarbyrgjum. Orlov sagði í samtali við CNN fyrr í dag að Rússar haldi áfram að rústa borginni og í gær hafi minnst 22 loftför varpað allavega 100 sprengjum á borgina. Hann segir eyðilegginguna vera gríðarlega. Hann bætti við að rússneskir hermenn hafi tekið lækna og sjúklinga í gíslingu á sjúkrahúsinu og kallaði gjörninginn stríðsglæp. Orlov telur að 350 til 400 þúsund íbúar séu eftir í borginni en um tvö þúsund bílar yfirgáfu hana í dag. Aðstoðarborgarstjórinn bætti við að vatns- og fæðuskortur væri ríkjandi í Mariupol en bílalest með neyðaraðstoð sem átti að koma á sunnudag hafði ekki enn skilað sér síðdegis í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Héraðsstjórinn Pavlo Kyrylenko segir að spítalinn, sem er staðsettur utarlega í vesturhluta borgarinnar, hafi meira og minna verið lagður í rúst á seinustu dögum en að heilbrigðisstarfsfólk hafi haldið áfram að meðhöndla sjúklinga í kjallaranum. Um er að ræða einn stærsta spítala borgarinnar. Í færslu sem Kyrylenko birti á Facebook-síðu sinni um klukkan 14:30 að íslenskum tíma hefur hann eftir einum starfsmanni sjúkrahússins að Rússar hafi neytt 400 manns úr nærliggjandi húsum til að koma á spítalann og enginn fái að yfirgefa svæðið. Litlar fregnir hafa borist af aðstæðum á spítalanum síðar í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst 2.400 almennir borgarar hafi farist frá því að rússneski herinn hóf sprengjuárásir á Mariupol. Margir íbúar reyni nú að lifa af í neðanjarðarbyrgjum. Orlov sagði í samtali við CNN fyrr í dag að Rússar haldi áfram að rústa borginni og í gær hafi minnst 22 loftför varpað allavega 100 sprengjum á borgina. Hann segir eyðilegginguna vera gríðarlega. Hann bætti við að rússneskir hermenn hafi tekið lækna og sjúklinga í gíslingu á sjúkrahúsinu og kallaði gjörninginn stríðsglæp. Orlov telur að 350 til 400 þúsund íbúar séu eftir í borginni en um tvö þúsund bílar yfirgáfu hana í dag. Aðstoðarborgarstjórinn bætti við að vatns- og fæðuskortur væri ríkjandi í Mariupol en bílalest með neyðaraðstoð sem átti að koma á sunnudag hafði ekki enn skilað sér síðdegis í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira