Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 16. mars 2022 16:50 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseta vera stríðsglæpamann og það voru yfirvöld í Kreml ekki ánægð með. Vísir/AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden kallaði Vladimír Pútín stríðsglæpamann í dag en Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki verið stóryrtir um meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi segja ummælin ófyrirgefanleg. Fréttir bárust af því að tíu óbreyttir borgarar hefðu látist í Chernohiv þar sem þeir stóðu í röð að bíða eftir brauði. Rússar neita ábyrgð á árásinni og segja fréttirnar falsfréttir úr herbúðum Úkraínu. Sprengju var varpað á leikhús í Maríupól í dag sem notað var sem neyðarskýli fyrir óbreytta borgara. Þá var sprengjum varpað á íbúa borgarinnar sem voru á flótta til Zaporizhzhya Selenskí ávarpaði bandaríska þingmenn í dag og kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slíkar aðgerðir fælu í raun í sér stríð við Rússa. Selenskí er einnig sagður munu óska eftir því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sjái Úkraínumönnum fyrir herþotum en báðum ofangreindum óskum hefur áður verið hafnað með þeim rökum að Nató verði að forðast að blanda sér með beinum hætti í átökin. Fregnir hafa borist af því að kínverskur blaðamaður sé í fylgd með rússneskum hersveitum við Maríupól, þar sem þúsundir eru sagðir hafa látist af höndum innrásarhersins. Lu Yuguang starfar fyrir Phoenix TV og hefur flutt fréttir frá borgum sem hafa sætt árásum Rússa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Joe Biden kallaði Vladimír Pútín stríðsglæpamann í dag en Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki verið stóryrtir um meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi segja ummælin ófyrirgefanleg. Fréttir bárust af því að tíu óbreyttir borgarar hefðu látist í Chernohiv þar sem þeir stóðu í röð að bíða eftir brauði. Rússar neita ábyrgð á árásinni og segja fréttirnar falsfréttir úr herbúðum Úkraínu. Sprengju var varpað á leikhús í Maríupól í dag sem notað var sem neyðarskýli fyrir óbreytta borgara. Þá var sprengjum varpað á íbúa borgarinnar sem voru á flótta til Zaporizhzhya Selenskí ávarpaði bandaríska þingmenn í dag og kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slíkar aðgerðir fælu í raun í sér stríð við Rússa. Selenskí er einnig sagður munu óska eftir því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sjái Úkraínumönnum fyrir herþotum en báðum ofangreindum óskum hefur áður verið hafnað með þeim rökum að Nató verði að forðast að blanda sér með beinum hætti í átökin. Fregnir hafa borist af því að kínverskur blaðamaður sé í fylgd með rússneskum hersveitum við Maríupól, þar sem þúsundir eru sagðir hafa látist af höndum innrásarhersins. Lu Yuguang starfar fyrir Phoenix TV og hefur flutt fréttir frá borgum sem hafa sætt árásum Rússa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira