Handbolti

Leikmaður Hauka stendur fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ihor Kopyshynskyi hefur leikið hér á landi um árabil.
Ihor Kopyshynskyi hefur leikið hér á landi um árabil. vísir/hulda margrét/epa/OLIVIER HOSLET

Ihor Kopyshynskyi, úkraínskur leikmaður Hauka í handbolta, stendur fyrir söfnun fyrir börn í heimalandinu.

Stríð hefur geysað í Úkraínu í þrjár vikur, eða síðan Rússar réðust inn í landið 24. febrúar. Ihor ætlar að leggja sitt að mörkum og stendur fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu.

Ihor gekk í raðir Hauka í janúar. Hann hefur leikið þrjá leiki með liðinu í Olís-deildinni og skorað í þeim sextán mörk. Haukar eru með eins stigs forskot á toppi deildarinnar.

Ihor lék áður með Akureyri og Þór. Hann hefur einnig leikið í heimalandinu og í Litáen. Þá hefur Ihor leikið með landsliði Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×