Stokkseyringar og Eyrbekkingar fá ljósleiðara í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2022 16:45 Hér halda Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg (t.v), Elísabet E. Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Ljósleiðaranum og Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, á ídráttarröri Ljósleiðarans sem rúmar þúsund slíka þræði. Aðsend Í sumar mun Ljósleiðarinn leggja ljósleiðara til allra heimila og fyrirtækja á Stokkseyri og Eyrarbakka. Framkvæmdirnar hefjast með hækkandi sól og lokið verður við að tengja öll heimili á Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir árslok 2022. Nú þegar er hafin svokölluð húsaskoðun á Stokkseyri og Eyrarbakka, en hún er liður í vali á lagnaleiðum Ljósleiðarans í þorpunum. Það verkefni er unnið í samstarfi við Mílu eins og önnur uppbyggingarverkefni Ljósleiðarans undanfarin ár. Með framkvæmdunum mun heimilum í þessum byggðakjörnum standa til boða Eitt gíg gæðasamband Ljósleiðarans, sem gefur kost á 1.000 megabita gagnaflutningi til hvers heimilis og frá því. Flest fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um Ljósleiðarann og viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Nova, Vodafone, Símans, Hringdu, Kapalvæðingar og Hringiðunnar. „Við fundum vel fyrir því á tímum COVID hvað góðar nettengingar skipta vinnustaði og heimili í sveitarfélaginu miklu máli, tækifærin sem fylgja eru stórkostleg svo sem möguleikar til fjarfunda, heimavinnu og móttöku háskerpu sjónvarpsefnis. Á Selfossi hafa íbúar tekið framkvæmdum Ljósleiðarans fagnandi og íbúar nær ströndinni hafa beðið með eftirvæntingu eftir að slíkt átak líti dagsins ljós þar. Það er því sérstakt fagnaðarefni að sjá Ljósleiðarann taka af skarið og leggja þennan kraft í ljósleiðaravæðingu á Stokkseyri og Eyrarbakka,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Loftmynd af EyrarbakkaAðsend Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans segir fyrir tækið hafa fundið upp á síðkastið alveg nýja eftirspurn eftir gæðasambandi Ljósleiðarans, en það er frá fólki sem vinnur núorðið að verulegu leyti heima hjá sér. „Já, fólk er óhræddara við að flytja lengra frá vinnustaðnum, vitandi að það getur sinnt starfinu sínu heiman frá sér. Það er þess vegna frábært að geta svarað kalli íbúa eftir ljósleiðara og fjölgað enn frekar þeim heimilum í landinu sem geta tengst Ljósleiðaranum. Með þessu fækkum við þeim byggðakjörnum sem ekki hafa kost á ljósleiðara og höldum áfram að stuðla að ljósleiðaravæðingu landsins,“ segir Erling Freyr. Um er að ræða 460 heimili, sem geta tengst. Loftmynd af Stokkseyri Árborg Fjarskipti Fjarvinna Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Nú þegar er hafin svokölluð húsaskoðun á Stokkseyri og Eyrarbakka, en hún er liður í vali á lagnaleiðum Ljósleiðarans í þorpunum. Það verkefni er unnið í samstarfi við Mílu eins og önnur uppbyggingarverkefni Ljósleiðarans undanfarin ár. Með framkvæmdunum mun heimilum í þessum byggðakjörnum standa til boða Eitt gíg gæðasamband Ljósleiðarans, sem gefur kost á 1.000 megabita gagnaflutningi til hvers heimilis og frá því. Flest fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um Ljósleiðarann og viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Nova, Vodafone, Símans, Hringdu, Kapalvæðingar og Hringiðunnar. „Við fundum vel fyrir því á tímum COVID hvað góðar nettengingar skipta vinnustaði og heimili í sveitarfélaginu miklu máli, tækifærin sem fylgja eru stórkostleg svo sem möguleikar til fjarfunda, heimavinnu og móttöku háskerpu sjónvarpsefnis. Á Selfossi hafa íbúar tekið framkvæmdum Ljósleiðarans fagnandi og íbúar nær ströndinni hafa beðið með eftirvæntingu eftir að slíkt átak líti dagsins ljós þar. Það er því sérstakt fagnaðarefni að sjá Ljósleiðarann taka af skarið og leggja þennan kraft í ljósleiðaravæðingu á Stokkseyri og Eyrarbakka,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Loftmynd af EyrarbakkaAðsend Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans segir fyrir tækið hafa fundið upp á síðkastið alveg nýja eftirspurn eftir gæðasambandi Ljósleiðarans, en það er frá fólki sem vinnur núorðið að verulegu leyti heima hjá sér. „Já, fólk er óhræddara við að flytja lengra frá vinnustaðnum, vitandi að það getur sinnt starfinu sínu heiman frá sér. Það er þess vegna frábært að geta svarað kalli íbúa eftir ljósleiðara og fjölgað enn frekar þeim heimilum í landinu sem geta tengst Ljósleiðaranum. Með þessu fækkum við þeim byggðakjörnum sem ekki hafa kost á ljósleiðara og höldum áfram að stuðla að ljósleiðaravæðingu landsins,“ segir Erling Freyr. Um er að ræða 460 heimili, sem geta tengst. Loftmynd af Stokkseyri
Árborg Fjarskipti Fjarvinna Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira