Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2022 16:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að þegar dragi úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis muni það hjálpa til við að draga úr verðbólgunni. Vísir/Vilhelm Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. Fjármálastöðugleikanefnd telur að efnahagsbatinn verði hægari en áður var áætlað vegna stríðsins í Úkraínu, sérstaklega ef stríðið dragist álanginn. „Við erum náttúrlega að sjá hækkun á hrávörum sem þýðir að það sem við erum að flytja inn hefur hækkað í verði. Mögulega erum líka við að sjá horfur í ferðaþjónustu versna vegna þessarar stöðu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mikið velti því á hvernig sumarið verði í ferðaþjónustunni. Það geti reynst henni erfitt að verða fyrir öðru áfalli strax á eftir kórónuveirufaraldrinum. „Fyrir þessa grein veltur mjög mikið á því að næsta sumar gangi vel. Ég er ekki að segja að það geri það ekki. En það eru ákveðnir áhættuþættir sem við erum að benda á,“ segir Ásgeir. Eins og hækkun eldsneytisverðs sem komi illa við flugfélögin sem aftur geti leitt til hækkunar á verði farmiða sem gæti dregið ásamt öðrum þáttum úr ferðavilja fólks. Hækkun á verði matvæla í heiminum þýði hins vegar að verð á útfluttum íslenskum matvælum hækki einnig. Verðbólga sé enn allt of mikil hér og í útlöndum þar sem verðbólguhorfur hafi versnað vegna stríðsins. Auk innfluttrar verðbólgu hafi mikil hækkun húsnæðisverðs enn mikil áhrif á verðbólguna hér á landi en síðustu tólf mánuði hafi húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 22 prósent. Seðlabankastjóri segir að raunvextir hafi verið neikvæðir hér á landi um nokkurt skeið í fyrsta sinn í um fjörtíu ár. Því megi reikna með áframhaldandi vaxtahækkunum. „Stýrivextir Seðlabankans eru enn mjög lágir í sögulegu samhengi. Við höfum það lögbunda hlutverk að halda verðbólgu ískefjum. Að einhverju leyti núna erum við að eiga við ytri þætti, hækkanir á hrávöru sem koma inn. Við teljum aðfasteignamarkaðurinn muni áeinhverjum tímapunkti, ekki langt undan, hætta að hækka,“ segir Ásgeir en viðurkennir að erfitt geti verið að eiga við skort á framboði á íbúðarhúsnæði. Vonir séu aftur á móti bundnar við að jafnvægi á húsnæðismarkaði komi til lækkunar verðbólgu. Í millitíðinni ættu bæði fyrirtæki og heimili að þola aukiðpeningalegt aðhald. Enda hafi heimilin að jafnaði aldrei staðið eins vel og nú varðandi skuldastöðu og sparnað og vanskil húsnæðislána hjá stóru bönkunum séu innan við eitt prósent. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. 15. mars 2022 09:41 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd telur að efnahagsbatinn verði hægari en áður var áætlað vegna stríðsins í Úkraínu, sérstaklega ef stríðið dragist álanginn. „Við erum náttúrlega að sjá hækkun á hrávörum sem þýðir að það sem við erum að flytja inn hefur hækkað í verði. Mögulega erum líka við að sjá horfur í ferðaþjónustu versna vegna þessarar stöðu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mikið velti því á hvernig sumarið verði í ferðaþjónustunni. Það geti reynst henni erfitt að verða fyrir öðru áfalli strax á eftir kórónuveirufaraldrinum. „Fyrir þessa grein veltur mjög mikið á því að næsta sumar gangi vel. Ég er ekki að segja að það geri það ekki. En það eru ákveðnir áhættuþættir sem við erum að benda á,“ segir Ásgeir. Eins og hækkun eldsneytisverðs sem komi illa við flugfélögin sem aftur geti leitt til hækkunar á verði farmiða sem gæti dregið ásamt öðrum þáttum úr ferðavilja fólks. Hækkun á verði matvæla í heiminum þýði hins vegar að verð á útfluttum íslenskum matvælum hækki einnig. Verðbólga sé enn allt of mikil hér og í útlöndum þar sem verðbólguhorfur hafi versnað vegna stríðsins. Auk innfluttrar verðbólgu hafi mikil hækkun húsnæðisverðs enn mikil áhrif á verðbólguna hér á landi en síðustu tólf mánuði hafi húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 22 prósent. Seðlabankastjóri segir að raunvextir hafi verið neikvæðir hér á landi um nokkurt skeið í fyrsta sinn í um fjörtíu ár. Því megi reikna með áframhaldandi vaxtahækkunum. „Stýrivextir Seðlabankans eru enn mjög lágir í sögulegu samhengi. Við höfum það lögbunda hlutverk að halda verðbólgu ískefjum. Að einhverju leyti núna erum við að eiga við ytri þætti, hækkanir á hrávöru sem koma inn. Við teljum aðfasteignamarkaðurinn muni áeinhverjum tímapunkti, ekki langt undan, hætta að hækka,“ segir Ásgeir en viðurkennir að erfitt geti verið að eiga við skort á framboði á íbúðarhúsnæði. Vonir séu aftur á móti bundnar við að jafnvægi á húsnæðismarkaði komi til lækkunar verðbólgu. Í millitíðinni ættu bæði fyrirtæki og heimili að þola aukiðpeningalegt aðhald. Enda hafi heimilin að jafnaði aldrei staðið eins vel og nú varðandi skuldastöðu og sparnað og vanskil húsnæðislána hjá stóru bönkunum séu innan við eitt prósent.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. 15. mars 2022 09:41 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00
Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. 15. mars 2022 09:41