Frosti gengst við ásökunum fyrrverandi kærustu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2022 20:06 Frosti Logason. Vísir/Vilhelm Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, segist gangast við ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar um andlegt ofbeldi en viðtal við hana birtist í Stundinni í morgun. Hann er kominn í leyfi frá störfum hjá Stöð 2. Frosti og Edda Pétursdóttir áttu í sambandi á árunum 2009-2012 og var Edda í viðtali í hlaðvarpinu Eigin konur sem birtist í Stundinni í morgun. Þar segist hún hafa lifað í stöðugum ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni. Myndböndin hafi hann tekið upp án hennar vitundar á meðan þau voru enn saman. Nú hefur Frosti stigið fram og gengist við ásökununum. Í yfirlýsingu Frosta, sem birtist á Facebook, segist hann taka fulla ábyrgð á sinni hegðun og ekki rengja hennar upplifun. „Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar. Ég var á mjög vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir,“ skrifar Frosti. Í viðtalinu við Eddu kemur einnig fram að Frosti hafi áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Frosti segist, með hjálp sálfræðings og tólf spora samtaka, hafa hafið bataferil. Hluti af því hafi verið að eyða öllum þeirra fyrri samskiptum. „Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun,“ skrifar Frosti. „Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar.“ Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar Uppfært 17. mars klukkan 12:18 Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Stöðvar 2, segir í samtali við fréttastofu að Frosti sé kominn í leyfi frá störfum. Frosti hafi sjálfur óskað eftir því að fara í leyfi þegar málið kom upp og orðið hafi verið við þeirri beiðni. Stafrænt ofbeldi MeToo Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Frosti og Edda Pétursdóttir áttu í sambandi á árunum 2009-2012 og var Edda í viðtali í hlaðvarpinu Eigin konur sem birtist í Stundinni í morgun. Þar segist hún hafa lifað í stöðugum ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni. Myndböndin hafi hann tekið upp án hennar vitundar á meðan þau voru enn saman. Nú hefur Frosti stigið fram og gengist við ásökununum. Í yfirlýsingu Frosta, sem birtist á Facebook, segist hann taka fulla ábyrgð á sinni hegðun og ekki rengja hennar upplifun. „Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar. Ég var á mjög vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir,“ skrifar Frosti. Í viðtalinu við Eddu kemur einnig fram að Frosti hafi áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Frosti segist, með hjálp sálfræðings og tólf spora samtaka, hafa hafið bataferil. Hluti af því hafi verið að eyða öllum þeirra fyrri samskiptum. „Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun,“ skrifar Frosti. „Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar.“ Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar Uppfært 17. mars klukkan 12:18 Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Stöðvar 2, segir í samtali við fréttastofu að Frosti sé kominn í leyfi frá störfum. Frosti hafi sjálfur óskað eftir því að fara í leyfi þegar málið kom upp og orðið hafi verið við þeirri beiðni.
Stafrænt ofbeldi MeToo Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira