„Augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um“ Atli Arason skrifar 17. mars 2022 07:01 Hannes Þór Halldórsson Stöð 2 Leikjahæsti markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, hefur lagt hanskana á hilluna og mun ekki spila knattspyrnu aftur. Hannes fór stuttlega yfir ferilinn með Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hannes Þór sem lék sinn síðasta landsleik gegn Þýskalandi í september á síðasta ári. Markmiðið þá var að taka eitt lokatímabil í efstu deild á Íslandi árið 2022 en þær áætlanir fóru fljótlega á ís þegar Valur tilkynnti um starfslok Hannesar hjá félaginu. Hannes tilkynnti formlega í gær að hann væri hættur að spila fótbolta en hann segir það hafa verið erfitt að senda út tilkynninguna. „Áður en ég sendi út tilkynninguna þá var ég helvíti lengi með færsluna opna áður en ég lét svo vaða og ýtti á takkann. Þetta er samt búið að liggja fyrir í langan tíma og þetta var alltaf að fara að gerast þannig ég ákvað bara að rífa af plásturinn,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Svövu Kristínu. Hannes hóf ferill sinn hjá Leikni en hann spilaði alls með 12 mismunandi félagsliðum í 5 mismunandi löndum ásamt því að leika 77 A-landsleiki. Það er því flókið að velja eitthvað eitt atriði sem stendur upp úr á löngum ferli. „Það er erfitt fyrir mig að velja. Þetta eru búinn að vera einhver 16 ára ferill á mismunandi skölum sem byrjaði í neðri deildum á Íslandi. Þar unnust sigrar sem mér fannst vera magnaðir á þeim tíma en svo varð þetta alltaf stærra og stærra áður en þetta endar á tveimur stórmótum sem ég myndi alltaf segja að væri hápunkturinn,“ svaraði Hannes aðspurður út í hápunkta á ferli sínum áður en hann bætti við. „Svo er alltaf einn og einn leikur sem maður fær gæsahúð að rifja upp, til dæmis leikirnir hérna á Laugardalsvelli þegar við erum að vinna stóra sigra á löndum eins og Hollandi eða Króatíu í undankeppnunum,“ sagði Hannes. „Þetta eru augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um, þegar við vorum í toppbaráttu í þessum riðlum og erum að landa sigrum á móti stórþjóðum, með þessari stemningu sem var í gangi þá,“ sagði Hannes. „Samstaðan sem skapaðist í þjóðinni á þessum tíma er eitthvað sem manni hlýnar í hjartarótum að hugsa um,“ sagði fyrrum knattspyrnumaðurinn Hannes Þór Halldórsson. Viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna Valur Tímamót Besta deild karla KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Hannes Þór sem lék sinn síðasta landsleik gegn Þýskalandi í september á síðasta ári. Markmiðið þá var að taka eitt lokatímabil í efstu deild á Íslandi árið 2022 en þær áætlanir fóru fljótlega á ís þegar Valur tilkynnti um starfslok Hannesar hjá félaginu. Hannes tilkynnti formlega í gær að hann væri hættur að spila fótbolta en hann segir það hafa verið erfitt að senda út tilkynninguna. „Áður en ég sendi út tilkynninguna þá var ég helvíti lengi með færsluna opna áður en ég lét svo vaða og ýtti á takkann. Þetta er samt búið að liggja fyrir í langan tíma og þetta var alltaf að fara að gerast þannig ég ákvað bara að rífa af plásturinn,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Svövu Kristínu. Hannes hóf ferill sinn hjá Leikni en hann spilaði alls með 12 mismunandi félagsliðum í 5 mismunandi löndum ásamt því að leika 77 A-landsleiki. Það er því flókið að velja eitthvað eitt atriði sem stendur upp úr á löngum ferli. „Það er erfitt fyrir mig að velja. Þetta eru búinn að vera einhver 16 ára ferill á mismunandi skölum sem byrjaði í neðri deildum á Íslandi. Þar unnust sigrar sem mér fannst vera magnaðir á þeim tíma en svo varð þetta alltaf stærra og stærra áður en þetta endar á tveimur stórmótum sem ég myndi alltaf segja að væri hápunkturinn,“ svaraði Hannes aðspurður út í hápunkta á ferli sínum áður en hann bætti við. „Svo er alltaf einn og einn leikur sem maður fær gæsahúð að rifja upp, til dæmis leikirnir hérna á Laugardalsvelli þegar við erum að vinna stóra sigra á löndum eins og Hollandi eða Króatíu í undankeppnunum,“ sagði Hannes. „Þetta eru augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um, þegar við vorum í toppbaráttu í þessum riðlum og erum að landa sigrum á móti stórþjóðum, með þessari stemningu sem var í gangi þá,“ sagði Hannes. „Samstaðan sem skapaðist í þjóðinni á þessum tíma er eitthvað sem manni hlýnar í hjartarótum að hugsa um,“ sagði fyrrum knattspyrnumaðurinn Hannes Þór Halldórsson. Viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna
Valur Tímamót Besta deild karla KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira