„Augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um“ Atli Arason skrifar 17. mars 2022 07:01 Hannes Þór Halldórsson Stöð 2 Leikjahæsti markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, hefur lagt hanskana á hilluna og mun ekki spila knattspyrnu aftur. Hannes fór stuttlega yfir ferilinn með Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hannes Þór sem lék sinn síðasta landsleik gegn Þýskalandi í september á síðasta ári. Markmiðið þá var að taka eitt lokatímabil í efstu deild á Íslandi árið 2022 en þær áætlanir fóru fljótlega á ís þegar Valur tilkynnti um starfslok Hannesar hjá félaginu. Hannes tilkynnti formlega í gær að hann væri hættur að spila fótbolta en hann segir það hafa verið erfitt að senda út tilkynninguna. „Áður en ég sendi út tilkynninguna þá var ég helvíti lengi með færsluna opna áður en ég lét svo vaða og ýtti á takkann. Þetta er samt búið að liggja fyrir í langan tíma og þetta var alltaf að fara að gerast þannig ég ákvað bara að rífa af plásturinn,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Svövu Kristínu. Hannes hóf ferill sinn hjá Leikni en hann spilaði alls með 12 mismunandi félagsliðum í 5 mismunandi löndum ásamt því að leika 77 A-landsleiki. Það er því flókið að velja eitthvað eitt atriði sem stendur upp úr á löngum ferli. „Það er erfitt fyrir mig að velja. Þetta eru búinn að vera einhver 16 ára ferill á mismunandi skölum sem byrjaði í neðri deildum á Íslandi. Þar unnust sigrar sem mér fannst vera magnaðir á þeim tíma en svo varð þetta alltaf stærra og stærra áður en þetta endar á tveimur stórmótum sem ég myndi alltaf segja að væri hápunkturinn,“ svaraði Hannes aðspurður út í hápunkta á ferli sínum áður en hann bætti við. „Svo er alltaf einn og einn leikur sem maður fær gæsahúð að rifja upp, til dæmis leikirnir hérna á Laugardalsvelli þegar við erum að vinna stóra sigra á löndum eins og Hollandi eða Króatíu í undankeppnunum,“ sagði Hannes. „Þetta eru augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um, þegar við vorum í toppbaráttu í þessum riðlum og erum að landa sigrum á móti stórþjóðum, með þessari stemningu sem var í gangi þá,“ sagði Hannes. „Samstaðan sem skapaðist í þjóðinni á þessum tíma er eitthvað sem manni hlýnar í hjartarótum að hugsa um,“ sagði fyrrum knattspyrnumaðurinn Hannes Þór Halldórsson. Viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna Valur Tímamót Besta deild karla KSÍ Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Hannes Þór sem lék sinn síðasta landsleik gegn Þýskalandi í september á síðasta ári. Markmiðið þá var að taka eitt lokatímabil í efstu deild á Íslandi árið 2022 en þær áætlanir fóru fljótlega á ís þegar Valur tilkynnti um starfslok Hannesar hjá félaginu. Hannes tilkynnti formlega í gær að hann væri hættur að spila fótbolta en hann segir það hafa verið erfitt að senda út tilkynninguna. „Áður en ég sendi út tilkynninguna þá var ég helvíti lengi með færsluna opna áður en ég lét svo vaða og ýtti á takkann. Þetta er samt búið að liggja fyrir í langan tíma og þetta var alltaf að fara að gerast þannig ég ákvað bara að rífa af plásturinn,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Svövu Kristínu. Hannes hóf ferill sinn hjá Leikni en hann spilaði alls með 12 mismunandi félagsliðum í 5 mismunandi löndum ásamt því að leika 77 A-landsleiki. Það er því flókið að velja eitthvað eitt atriði sem stendur upp úr á löngum ferli. „Það er erfitt fyrir mig að velja. Þetta eru búinn að vera einhver 16 ára ferill á mismunandi skölum sem byrjaði í neðri deildum á Íslandi. Þar unnust sigrar sem mér fannst vera magnaðir á þeim tíma en svo varð þetta alltaf stærra og stærra áður en þetta endar á tveimur stórmótum sem ég myndi alltaf segja að væri hápunkturinn,“ svaraði Hannes aðspurður út í hápunkta á ferli sínum áður en hann bætti við. „Svo er alltaf einn og einn leikur sem maður fær gæsahúð að rifja upp, til dæmis leikirnir hérna á Laugardalsvelli þegar við erum að vinna stóra sigra á löndum eins og Hollandi eða Króatíu í undankeppnunum,“ sagði Hannes. „Þetta eru augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um, þegar við vorum í toppbaráttu í þessum riðlum og erum að landa sigrum á móti stórþjóðum, með þessari stemningu sem var í gangi þá,“ sagði Hannes. „Samstaðan sem skapaðist í þjóðinni á þessum tíma er eitthvað sem manni hlýnar í hjartarótum að hugsa um,“ sagði fyrrum knattspyrnumaðurinn Hannes Þór Halldórsson. Viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna
Valur Tímamót Besta deild karla KSÍ Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira