„Mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2022 11:31 Róbert Aron Magnússon, Robbi Kronik, er kominn út í pólitíkina. Vísir/vilhelm Sumir segja að Róbert Aron Magnússon sé andlit Hip Hop senunnar á Íslandi. Flestir þekkja hann undir nafninu Robbi Kronik en hann hélt úti útvarpsþættinum Kronik í yfir tuttugu ár. Robbi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Róbert er 47 ára og hefur marga fjöruna sopið á sinni lífsleið. Hann bjó í mörg ár í London þar sem hann rak meðal annars Búlluna þar í borg. Róbert hefur í gegnum árin öðlast ró í sínu lífi og segist vera orðinn betri manneskja. „Síðustu ár hef ég farið í rosalega mikla sjálfsskoðun. Það er mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn. Ef maður tekur einhverja ákvörðun hér, var hún rétt eða röng. Eftir að ég varð fertugur þá fór ég að komast meira í sátt við sjálfan mig,“ segir Robbi og heldur áfram. „Kapphlaupið frá því að vera tuttugu og upp í fjörutíu ára er rosalega mikið og frekar mikið sjálfselskt ef maður getur sagt það. Eftir að maður verður fertugur fer maður að hugsa þetta svolítið öðruvísi og það hefur mér þótt svolítið gaman.“ Klippa: Einkalífið - Róbert Aron Magnússon Hann segist mögulega hafa verið hrokafullur í kringum tvítugsaldurinn og án efa barnalegur. „Þetta er bara hluti af því að maður hélt að maður vissi allt og það er bara hluti af þessu þroskaferli sem maður fer í gegnum. Svo er bara lífið, að fara í gegnum lífið er bara reynsla. Maður þarf að læra af mistökunum sem maður gerir í lífinu og það er skóli sem hefur hjálpað mér.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Robbi einnig um upphaf Kronik, árin í London, veitingarbransann hér á landi og komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins en hann tekur sjálfur þátt í stjórnmálunum hér á landi í fyrsta sinn núna um helgina þar sem hann býður sig fram í 6.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Einnig ræðir Robbi um samband sitt við Hólmfríði kærustuna sína og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Robbi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Róbert er 47 ára og hefur marga fjöruna sopið á sinni lífsleið. Hann bjó í mörg ár í London þar sem hann rak meðal annars Búlluna þar í borg. Róbert hefur í gegnum árin öðlast ró í sínu lífi og segist vera orðinn betri manneskja. „Síðustu ár hef ég farið í rosalega mikla sjálfsskoðun. Það er mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn. Ef maður tekur einhverja ákvörðun hér, var hún rétt eða röng. Eftir að ég varð fertugur þá fór ég að komast meira í sátt við sjálfan mig,“ segir Robbi og heldur áfram. „Kapphlaupið frá því að vera tuttugu og upp í fjörutíu ára er rosalega mikið og frekar mikið sjálfselskt ef maður getur sagt það. Eftir að maður verður fertugur fer maður að hugsa þetta svolítið öðruvísi og það hefur mér þótt svolítið gaman.“ Klippa: Einkalífið - Róbert Aron Magnússon Hann segist mögulega hafa verið hrokafullur í kringum tvítugsaldurinn og án efa barnalegur. „Þetta er bara hluti af því að maður hélt að maður vissi allt og það er bara hluti af þessu þroskaferli sem maður fer í gegnum. Svo er bara lífið, að fara í gegnum lífið er bara reynsla. Maður þarf að læra af mistökunum sem maður gerir í lífinu og það er skóli sem hefur hjálpað mér.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Robbi einnig um upphaf Kronik, árin í London, veitingarbransann hér á landi og komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins en hann tekur sjálfur þátt í stjórnmálunum hér á landi í fyrsta sinn núna um helgina þar sem hann býður sig fram í 6.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Einnig ræðir Robbi um samband sitt við Hólmfríði kærustuna sína og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira