Dusty stríddi stórliðinu í upphafslotunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2022 16:45 Nýkrýndir Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty mættu stórliðinu Dignitas í seinni leik sínum í undankeppni BLAST Premier mótsins í CS:GO í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrstu lotunum, en Dignitas sigldi fram úr og vann góðan sigur, 16-8. Keppt var í borðinu Overpass. Dusty bannaði Nuke, Vertigo og Ancient, en Dignitas bannaði Dust2, Mirage og Inferno. Eins og áður segir var jafnræði með liðunum í fyrstu lotunum og að 11 lotum loknum var staðan 6-5 fyrir Dignitas. Dignitas tók þá völdin og komst í 9-6 áður en liðið náði afgerandi forystu í stöðunni 14-8 og vann svo að lokum öruggan sigur, 16-8. Dusty hefur því lokið keppni á BLAST Premier, en liðið endar í neðsta sæti riðilsins. Hellslayers tryggðu sér sigur í riðlinum með sigri gegn Ecstatic fyrr í dag, en nú er það komið á hreint að Ecstatic og Dignitas mætast í ákvörðunarleik um annað sæti riðislins núna klukkan 17:00. Annað sæti riðilsins fylgir Hellslayers í undanúrslitin sem fara fram á morgun og úrslitin fara fram klukkan 18:00 annað kvöld. Rafíþróttir Dusty Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn
Keppt var í borðinu Overpass. Dusty bannaði Nuke, Vertigo og Ancient, en Dignitas bannaði Dust2, Mirage og Inferno. Eins og áður segir var jafnræði með liðunum í fyrstu lotunum og að 11 lotum loknum var staðan 6-5 fyrir Dignitas. Dignitas tók þá völdin og komst í 9-6 áður en liðið náði afgerandi forystu í stöðunni 14-8 og vann svo að lokum öruggan sigur, 16-8. Dusty hefur því lokið keppni á BLAST Premier, en liðið endar í neðsta sæti riðilsins. Hellslayers tryggðu sér sigur í riðlinum með sigri gegn Ecstatic fyrr í dag, en nú er það komið á hreint að Ecstatic og Dignitas mætast í ákvörðunarleik um annað sæti riðislins núna klukkan 17:00. Annað sæti riðilsins fylgir Hellslayers í undanúrslitin sem fara fram á morgun og úrslitin fara fram klukkan 18:00 annað kvöld.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn