Dusty stríddi stórliðinu í upphafslotunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2022 16:45 Nýkrýndir Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty mættu stórliðinu Dignitas í seinni leik sínum í undankeppni BLAST Premier mótsins í CS:GO í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrstu lotunum, en Dignitas sigldi fram úr og vann góðan sigur, 16-8. Keppt var í borðinu Overpass. Dusty bannaði Nuke, Vertigo og Ancient, en Dignitas bannaði Dust2, Mirage og Inferno. Eins og áður segir var jafnræði með liðunum í fyrstu lotunum og að 11 lotum loknum var staðan 6-5 fyrir Dignitas. Dignitas tók þá völdin og komst í 9-6 áður en liðið náði afgerandi forystu í stöðunni 14-8 og vann svo að lokum öruggan sigur, 16-8. Dusty hefur því lokið keppni á BLAST Premier, en liðið endar í neðsta sæti riðilsins. Hellslayers tryggðu sér sigur í riðlinum með sigri gegn Ecstatic fyrr í dag, en nú er það komið á hreint að Ecstatic og Dignitas mætast í ákvörðunarleik um annað sæti riðislins núna klukkan 17:00. Annað sæti riðilsins fylgir Hellslayers í undanúrslitin sem fara fram á morgun og úrslitin fara fram klukkan 18:00 annað kvöld. Rafíþróttir Dusty Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn
Keppt var í borðinu Overpass. Dusty bannaði Nuke, Vertigo og Ancient, en Dignitas bannaði Dust2, Mirage og Inferno. Eins og áður segir var jafnræði með liðunum í fyrstu lotunum og að 11 lotum loknum var staðan 6-5 fyrir Dignitas. Dignitas tók þá völdin og komst í 9-6 áður en liðið náði afgerandi forystu í stöðunni 14-8 og vann svo að lokum öruggan sigur, 16-8. Dusty hefur því lokið keppni á BLAST Premier, en liðið endar í neðsta sæti riðilsins. Hellslayers tryggðu sér sigur í riðlinum með sigri gegn Ecstatic fyrr í dag, en nú er það komið á hreint að Ecstatic og Dignitas mætast í ákvörðunarleik um annað sæti riðislins núna klukkan 17:00. Annað sæti riðilsins fylgir Hellslayers í undanúrslitin sem fara fram á morgun og úrslitin fara fram klukkan 18:00 annað kvöld.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn