Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2022 12:03 Úkraínskir hermenn í Kænugarði. EPA/ATEF SAFADI Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Sókn Rússa í Úkraínu hefur lítið hreyfst í þó nokkra daga að sókninni í Maríupól undanskilinni. Þar hafa Rússar sótt fram gegn Úkraínumönnum en það hefur kostað þá verulega. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War segja Úkraínumenn hafa stöðvað upprunalega áætlun Rússa. Það er að taka Kænugarð, Kharkív, Odessa og aðrar stórar Úkraínskar borgir og koma nýrri ríkisstjórn, hliðhollri Rússlandi, til valda í Úkraínu. NEW: Ukrainian forces have defeated the initial #Russian campaign of this war. Its culmination is creating conditions of stalemate throughout most of #Ukraine.Read the latest Russian offensive campaign assessment from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/EtMCrMbAjO pic.twitter.com/4XrCCj5Gnj— ISW (@TheStudyofWar) March 19, 2022 Maríupól sé eina borgin sem Rússar hafi tök á að hernema að svo stöddu og þó það takist muni þær sveitir sem þar eru ekki duga til að hleypa nægjanlegu lífi í sóknir Rússa annars staðar. Rússar hafi misst fjölda hermanna, hergögn og háttsetta foringja í og við Maríupól og herdeildirnar sem þangað voru sendar of illa farnar til að taka marktækan þátt í átökum á öðrum vígstöðvum. Fall Maríupól gæti gert Rússum kleift að mynda landbrú milli Krímskaga, sem þeir innlimuðu af Úkraínu árið 2014, og Donetsk og Luhansk, þar sem aðskilnaðarsinnar studdir af Rússum stjórna. Þá eru Rússar sagðir hafa sent hersveitir landgönguliða, sem hingað til hafa verið undirbúnir fyrir árás á Odessa af hafi, sem liðsauka við aðrar sveitir víðsvegar um Úkraínu. Í stað þess að sækja fram eru rússneskir hermen víða byrjaðir að grafa skotgrafir og undirbúa varnir til að halda þeim svæðum sem þeir stjórna nú þegar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14 Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31 Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Sókn Rússa í Úkraínu hefur lítið hreyfst í þó nokkra daga að sókninni í Maríupól undanskilinni. Þar hafa Rússar sótt fram gegn Úkraínumönnum en það hefur kostað þá verulega. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War segja Úkraínumenn hafa stöðvað upprunalega áætlun Rússa. Það er að taka Kænugarð, Kharkív, Odessa og aðrar stórar Úkraínskar borgir og koma nýrri ríkisstjórn, hliðhollri Rússlandi, til valda í Úkraínu. NEW: Ukrainian forces have defeated the initial #Russian campaign of this war. Its culmination is creating conditions of stalemate throughout most of #Ukraine.Read the latest Russian offensive campaign assessment from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/EtMCrMbAjO pic.twitter.com/4XrCCj5Gnj— ISW (@TheStudyofWar) March 19, 2022 Maríupól sé eina borgin sem Rússar hafi tök á að hernema að svo stöddu og þó það takist muni þær sveitir sem þar eru ekki duga til að hleypa nægjanlegu lífi í sóknir Rússa annars staðar. Rússar hafi misst fjölda hermanna, hergögn og háttsetta foringja í og við Maríupól og herdeildirnar sem þangað voru sendar of illa farnar til að taka marktækan þátt í átökum á öðrum vígstöðvum. Fall Maríupól gæti gert Rússum kleift að mynda landbrú milli Krímskaga, sem þeir innlimuðu af Úkraínu árið 2014, og Donetsk og Luhansk, þar sem aðskilnaðarsinnar studdir af Rússum stjórna. Þá eru Rússar sagðir hafa sent hersveitir landgönguliða, sem hingað til hafa verið undirbúnir fyrir árás á Odessa af hafi, sem liðsauka við aðrar sveitir víðsvegar um Úkraínu. Í stað þess að sækja fram eru rússneskir hermen víða byrjaðir að grafa skotgrafir og undirbúa varnir til að halda þeim svæðum sem þeir stjórna nú þegar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14 Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31 Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14
Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31
Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01