Stálu HM-gullverðlaunum hans Paul Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 11:01 Paul Pogba fagnar heimsmeistaratitlinum í Moskvu með HM-bikarinn í hendinni og HM-gullverðlaunin um hálsinn. EPA-EFE/PETER POWELL Innbrotsþjófarnir sem komust inn á heimili franska knattspyrnumannsins Paul Pogba á dögunum höfðu með sér verðmæti. Innbrotið var framið á meðan Paul Pogba var að spila í Meistaradeildinni á Old Trafford og eiginkona var í stúkunni. Börnin voru hins vegar heima. Pogba ræddi innbrotið í blaðaviðtali og einnig um að hafa orðið þunglyndur eftir að hafa lent í Jose Mourinho á Old Trafford. Paul Pogba: Burglars stole World Cup winner's medal, Man Utd & France midfielder says https://t.co/fspBGyf6qE— BBC News (UK) (@BBCNews) March 22, 2022 Brotist var inn til Pogba 15. mars síðastliðinn en Manchester United var þá að spila örlagaríkan leik á móti Atletico Madrid þar sem United endaði á að detta úr leik í Meistaradeildinni. Meðal þess sem stolið var voru gullverðlaun Poga frá því á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. „Þeir tóku skartgripi frá móður minni og HM-gullverðlaunin mín,“ sagði Paul Pogba í viðtali við franska blaðið Le Figaro. „Það sem hræddi mig mest var að bæði börnin mín voru heima með barnfóstru sinni. Hún heyrði allt, hringdi í konuna mína og öryggisverði en læsti sig síðan inn í herbergi með strákunum,“ sagði Pogba. „Hún var í áfalli í marga daga. Aðalatriðið var að það var í lagi með börnin mín,“ sagði Pogba. Pogba talaði líka um andlegt ástand sitt í viðtalinu en hann er nú staddur með franska landsliðinu sem er að fara spila vináttuleiki á móti Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku. „Ég hef glímt við þunglyndi á mínum ferli en við tölum bara ekki um slíkt,“ sagði Pogba. Paul Pogba shares he's dealt with depression in his career pic.twitter.com/2lpoJvLiyh— B/R Football (@brfootball) March 22, 2022 „Stundum veistu ekki hver þú ert, stundum viltu bara einangra þig og vera einn. Það eru skýr dæmi um þunglyndi,“ sagði Pogba. „Þetta byrjaði hjá mér persónulega þegar Jose Mourinho var hjá Manchester United. Þú ferð að spyrja sjálfan þig spurninga og ferð að velta því fyrir þér hvort að þetta sé bara þér að kenna. Það er vegna þess að þú hefur aldrei upplifað slíkt áður á ævi þinni,“ sagði Pogba. „Við fáum há laun og kvörtum vanalega ekki en það kemur samt ekki í veg fyrir það að við förum í gegnum erfiða tíma eins og allir aðrir í sínu lífi,“ sagði Pogba. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
Innbrotið var framið á meðan Paul Pogba var að spila í Meistaradeildinni á Old Trafford og eiginkona var í stúkunni. Börnin voru hins vegar heima. Pogba ræddi innbrotið í blaðaviðtali og einnig um að hafa orðið þunglyndur eftir að hafa lent í Jose Mourinho á Old Trafford. Paul Pogba: Burglars stole World Cup winner's medal, Man Utd & France midfielder says https://t.co/fspBGyf6qE— BBC News (UK) (@BBCNews) March 22, 2022 Brotist var inn til Pogba 15. mars síðastliðinn en Manchester United var þá að spila örlagaríkan leik á móti Atletico Madrid þar sem United endaði á að detta úr leik í Meistaradeildinni. Meðal þess sem stolið var voru gullverðlaun Poga frá því á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. „Þeir tóku skartgripi frá móður minni og HM-gullverðlaunin mín,“ sagði Paul Pogba í viðtali við franska blaðið Le Figaro. „Það sem hræddi mig mest var að bæði börnin mín voru heima með barnfóstru sinni. Hún heyrði allt, hringdi í konuna mína og öryggisverði en læsti sig síðan inn í herbergi með strákunum,“ sagði Pogba. „Hún var í áfalli í marga daga. Aðalatriðið var að það var í lagi með börnin mín,“ sagði Pogba. Pogba talaði líka um andlegt ástand sitt í viðtalinu en hann er nú staddur með franska landsliðinu sem er að fara spila vináttuleiki á móti Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku. „Ég hef glímt við þunglyndi á mínum ferli en við tölum bara ekki um slíkt,“ sagði Pogba. Paul Pogba shares he's dealt with depression in his career pic.twitter.com/2lpoJvLiyh— B/R Football (@brfootball) March 22, 2022 „Stundum veistu ekki hver þú ert, stundum viltu bara einangra þig og vera einn. Það eru skýr dæmi um þunglyndi,“ sagði Pogba. „Þetta byrjaði hjá mér persónulega þegar Jose Mourinho var hjá Manchester United. Þú ferð að spyrja sjálfan þig spurninga og ferð að velta því fyrir þér hvort að þetta sé bara þér að kenna. Það er vegna þess að þú hefur aldrei upplifað slíkt áður á ævi þinni,“ sagði Pogba. „Við fáum há laun og kvörtum vanalega ekki en það kemur samt ekki í veg fyrir það að við förum í gegnum erfiða tíma eins og allir aðrir í sínu lífi,“ sagði Pogba.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira