Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2022 12:01 Björn Snæbjörnsson er fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. Þingið hefst klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og stendur fram á föstudaginn. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól og verður því kosið um nýjan formann á föstudaginn auk varaformanns og framkvæmdarstjórnar sambandsins. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Björn segir mikið um óþarfa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. „Það er bara hans hlutverk sem tekur við formennsku sambands á hverjum tíma. Hann verður að geta unnið með öllum og hlustað á alla þannig hann verður að vera málamiðlari og sáttasemjari innan sambandsins. Þetta eru nítján félög með mismunandi skoðanir og menn verða að vera starfinu vaxnir með það með því að ná sátt innan sambandsins.“ En hvers vegna eru svona miklar deilur innan verkalýðshreyfingarinnar? „Ég vil meina það að menn hafa mismunandi skoðanir en mér finnst menn meira vaða í manninn en málefnin og það er ekki gott.“ Björn vonast til þess að góðar umræður verði á þinginu um framtíð sambandsins. „Svo þegar þinginu lýkur þá eru menn komnir niður á ákveðin málefni því það er mikilsvert að við komumst sterk út úr þessu þingi því kjarasamningar eru lausir í haust og menn þurfa að vanda sig vel í undirbúningi að þeirri kröfugerð sem þar verður lögð fram.“ Stéttarfélög Tengdar fréttir Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. 16. mars 2022 16:53 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Þingið hefst klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og stendur fram á föstudaginn. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól og verður því kosið um nýjan formann á föstudaginn auk varaformanns og framkvæmdarstjórnar sambandsins. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Björn segir mikið um óþarfa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. „Það er bara hans hlutverk sem tekur við formennsku sambands á hverjum tíma. Hann verður að geta unnið með öllum og hlustað á alla þannig hann verður að vera málamiðlari og sáttasemjari innan sambandsins. Þetta eru nítján félög með mismunandi skoðanir og menn verða að vera starfinu vaxnir með það með því að ná sátt innan sambandsins.“ En hvers vegna eru svona miklar deilur innan verkalýðshreyfingarinnar? „Ég vil meina það að menn hafa mismunandi skoðanir en mér finnst menn meira vaða í manninn en málefnin og það er ekki gott.“ Björn vonast til þess að góðar umræður verði á þinginu um framtíð sambandsins. „Svo þegar þinginu lýkur þá eru menn komnir niður á ákveðin málefni því það er mikilsvert að við komumst sterk út úr þessu þingi því kjarasamningar eru lausir í haust og menn þurfa að vanda sig vel í undirbúningi að þeirri kröfugerð sem þar verður lögð fram.“
Stéttarfélög Tengdar fréttir Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. 16. mars 2022 16:53 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34
Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. 16. mars 2022 16:53