Langur meiðslalisti hjá KA: „Staðan er ekki frábær“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2022 09:31 Arnar Grétarsson er aðeins með 13-14 leikmenn á æfingum þessa dagana. vísir/Hulda Margrét Þegar þrjár vikur eru í fyrsta leik KA í Bestu deild karla er staðan á leikmannahópi liðsins ekkert sérstök og meiðslalistinn þar á bæ nokkuð langur. Belgíski bakvörðurinn Bryan van den Bogaert meiddist á æfingu í Boganum á föstudaginn. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segir að Van Den Bogaert sé ekki með slitið krossband í hné en það komi betur í ljós á næstu dögum hversu lengi hann verður frá. „Hann festist í gervigrasinu og fékk mann aftan á sig. Það kom yfirfetta á hnéð en ekki til hliðar. Hann gat ekkert hreyft á sér löppina og var bara á hækjum fram yfir helgi. Hann gat svo aðeins stigið í löppina og haltrað eftir helgi. Þetta er hundrað prósent ekki krossband,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Bryan van den Bogaert kom til KA frá Molenbeek í Belgíu.ka Van Der Bogaert fór til Belgíu í gær og fer í myndatöku þar í dag. „Menn voru frekar vongóðir að þetta væri ekki margra mánaða fjarvera. En ég veit ekki hvað það þýðir. Tvær eða þrjár vikur, minna eða meira?“ sagði Arnar. Hinn Belginn í leikmannahópi KA, Sebastian Brebels, er einnig meiddur og hefur lítið getað beitt sér á undirbúningstímabilinu. „Hann spilaði gegn Fylki í Lengjubikarnum en var meiddur fram að því. Hann er með beinmar á ökklanum sem er aldrei gott. Það er samt vægt og það var ákveðið að hann myndi hvíla í tvær til þrjár vikur frá alvöru æfingum,“ sagði Arnar. Hallgrímur Mar ekkert spilað í vetur Það eru ekki bara Belgar sem eru á meiðslalistanum hjá KA. „Hallgrímur Jónasson fékk bakslag í æfingaferðinni úti og hefur ekki æft síðustu tvær vikurnar. Hallgrímur Mar [Steingrímsson] hefur nánast ekki verið með okkur frá því mótið kláraðist. Hann var lítið með fyrir jól og strax eftir áramót kom álagsbrot í löppina og það þurfti að setja skrúfu. Það styttist í að hann geti tekið þátt á æfingum,“ sagði Arnar. Óvíst er hvort Haukur Heiðar Hauksson haldi áfram í fótbolta.vísir/bára Bróðir Hallgríms Mar, Hrannar Björn, er nýbyrjaður að æfa eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Og þá er óvíst hvort Haukur Heiðar Hauksson verði með í sumar. „Haukur meiddist úti og ég veit ekki hvað hann gerir. Það kom bakslag. Ég veit ekki hvort hann haldi áfram eða hvað,“ sagði Arnar en Haukur hefur verið meiðslum hrjáður undanfarin ár. Í leit að liðsstyrk Að sögn Arnars hefur KA aðeins verið með 13-14 leikmenn á æfingum að undanförnu. „Staðan er ekki frábær og hefur verið betri,“ sagði Arnar en KA-menn leita að liðsstyrk áður en Besta deildin hefst eftir þrjár vikur. Fyrsti leikur KA er gegn Leikni miðvikudaginn 20. apríl. „Við höfum misst tvo leikmenn frá því í fyrra. Við fengum Bryan í staðinn fyrir Mark Gundelach og svo misstum við Mikkel Qvist og það hefur alltaf verið markmiðið að sækja í þá stöðu. Annað ætluðum við að skoða þegar nær drægi móti. Við erum ekkert súper ánægðir með hvernig staðan á hópnum er.“ Til verri vellir en Boginn Mikið hefur verið rætt um aðstöðuna í Boganum á Akureyri en skemmst er að minnast þess að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson sleit krossband í hné þar á dögunum. „Boginn er ekki frábær en það eru margir vellir sem eru í svipuðu og jafnvel verra ásigkomulagi en hann,“ sagði Arnar. „Það sem er alltaf vont við gervigrasið er þegar það er ekki bleytt. Það er stamara, boltinn gengur hægar og líklegra að þú lendir í árekstri við aðra leikmenn og þar af leiðandi meiri hætta á meiðslum.“ Vantar alvöru vökvunarkerfi í Bogann Arnar segir að aðalvandamálið við Bogann sé undirlagið og skortur á alvöru vökvunarkerfi í húsinu. „Undirlagið er aðeins harðara og maður finnur meira fyrir því þegar maður hleypur. Það var ekki skipt um undirlag á sínum tíma,“ sagði Arnar. „Svo eru allir nýir vellir í dag með alvöru vökvunarkerfi þar sem er hægt að úða á grasið fyrir hverja einustu æfingu. Það gjörbreytir öllu. Þeir eru komnir með einhverjar byssur til að vökva Bogann en það er bara gert einstaka sinnum því það er svo mikið vesen. Ef það væri alvöru vökvunarkerfi hérna myndi meiðslum fækka mikið og það yrði minna kvartað undan Boganum. Ég er viss um það.“ KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Belgíski bakvörðurinn Bryan van den Bogaert meiddist á æfingu í Boganum á föstudaginn. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segir að Van Den Bogaert sé ekki með slitið krossband í hné en það komi betur í ljós á næstu dögum hversu lengi hann verður frá. „Hann festist í gervigrasinu og fékk mann aftan á sig. Það kom yfirfetta á hnéð en ekki til hliðar. Hann gat ekkert hreyft á sér löppina og var bara á hækjum fram yfir helgi. Hann gat svo aðeins stigið í löppina og haltrað eftir helgi. Þetta er hundrað prósent ekki krossband,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Bryan van den Bogaert kom til KA frá Molenbeek í Belgíu.ka Van Der Bogaert fór til Belgíu í gær og fer í myndatöku þar í dag. „Menn voru frekar vongóðir að þetta væri ekki margra mánaða fjarvera. En ég veit ekki hvað það þýðir. Tvær eða þrjár vikur, minna eða meira?“ sagði Arnar. Hinn Belginn í leikmannahópi KA, Sebastian Brebels, er einnig meiddur og hefur lítið getað beitt sér á undirbúningstímabilinu. „Hann spilaði gegn Fylki í Lengjubikarnum en var meiddur fram að því. Hann er með beinmar á ökklanum sem er aldrei gott. Það er samt vægt og það var ákveðið að hann myndi hvíla í tvær til þrjár vikur frá alvöru æfingum,“ sagði Arnar. Hallgrímur Mar ekkert spilað í vetur Það eru ekki bara Belgar sem eru á meiðslalistanum hjá KA. „Hallgrímur Jónasson fékk bakslag í æfingaferðinni úti og hefur ekki æft síðustu tvær vikurnar. Hallgrímur Mar [Steingrímsson] hefur nánast ekki verið með okkur frá því mótið kláraðist. Hann var lítið með fyrir jól og strax eftir áramót kom álagsbrot í löppina og það þurfti að setja skrúfu. Það styttist í að hann geti tekið þátt á æfingum,“ sagði Arnar. Óvíst er hvort Haukur Heiðar Hauksson haldi áfram í fótbolta.vísir/bára Bróðir Hallgríms Mar, Hrannar Björn, er nýbyrjaður að æfa eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Og þá er óvíst hvort Haukur Heiðar Hauksson verði með í sumar. „Haukur meiddist úti og ég veit ekki hvað hann gerir. Það kom bakslag. Ég veit ekki hvort hann haldi áfram eða hvað,“ sagði Arnar en Haukur hefur verið meiðslum hrjáður undanfarin ár. Í leit að liðsstyrk Að sögn Arnars hefur KA aðeins verið með 13-14 leikmenn á æfingum að undanförnu. „Staðan er ekki frábær og hefur verið betri,“ sagði Arnar en KA-menn leita að liðsstyrk áður en Besta deildin hefst eftir þrjár vikur. Fyrsti leikur KA er gegn Leikni miðvikudaginn 20. apríl. „Við höfum misst tvo leikmenn frá því í fyrra. Við fengum Bryan í staðinn fyrir Mark Gundelach og svo misstum við Mikkel Qvist og það hefur alltaf verið markmiðið að sækja í þá stöðu. Annað ætluðum við að skoða þegar nær drægi móti. Við erum ekkert súper ánægðir með hvernig staðan á hópnum er.“ Til verri vellir en Boginn Mikið hefur verið rætt um aðstöðuna í Boganum á Akureyri en skemmst er að minnast þess að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson sleit krossband í hné þar á dögunum. „Boginn er ekki frábær en það eru margir vellir sem eru í svipuðu og jafnvel verra ásigkomulagi en hann,“ sagði Arnar. „Það sem er alltaf vont við gervigrasið er þegar það er ekki bleytt. Það er stamara, boltinn gengur hægar og líklegra að þú lendir í árekstri við aðra leikmenn og þar af leiðandi meiri hætta á meiðslum.“ Vantar alvöru vökvunarkerfi í Bogann Arnar segir að aðalvandamálið við Bogann sé undirlagið og skortur á alvöru vökvunarkerfi í húsinu. „Undirlagið er aðeins harðara og maður finnur meira fyrir því þegar maður hleypur. Það var ekki skipt um undirlag á sínum tíma,“ sagði Arnar. „Svo eru allir nýir vellir í dag með alvöru vökvunarkerfi þar sem er hægt að úða á grasið fyrir hverja einustu æfingu. Það gjörbreytir öllu. Þeir eru komnir með einhverjar byssur til að vökva Bogann en það er bara gert einstaka sinnum því það er svo mikið vesen. Ef það væri alvöru vökvunarkerfi hérna myndi meiðslum fækka mikið og það yrði minna kvartað undan Boganum. Ég er viss um það.“
KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira