Ekki rétt að Ásbjörn sé sá markahæsti frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2022 12:31 Ásbirni Friðrikssyni vantar enn 489 mörk að ná markameti Valdimars Grímssonar sem skorað yfir 1900 mörk í efstu deild á sínum ferli. Samsett/Vilhelm Í gær tilkynntu FH-ingar að Ásbjörn Friðriksson sé orðinn markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en þegar tölfræðin var skoðuð betur kom í ljós að FH-ingurinn öflugi á enn nokkuð langt í land með að taka metið. Valdimar Grímsson er langmarkahæsti leikmaður efstu deildar karla í handbolta og hefur verið það í meira en þrjá áratugi. Hann var sá fyrsti til að skora þúsund mörk í efstu deild vorið 1993 og endaði á því að skora 1.903 deildarmörk í efstu deild. Hér er aðeins verið að tala um mörk í deildarleikjum og mörk í úrslitakeppni eru talin sér og eru því ekki með í þessum tölum. Ásbjörn vantar því enn 489 mörk til að taka metið af Valdimari. Það eru líka fjórir aðrir leikmenn sem hafa skorað fleiri mörk en Ásbjörn í efstu deild. Uppfært: Það vantaði Halldór Ingólfsson á listann en það hefur nú verið lagfært. Bjarki Sigurðsson, fyrrum leikmaður Víkinga og Aftureldingar, er 346 mörkum á undan honum en það er styttra í það að Ásbjörn komist upp fyrir þá Sturlu Ásgeirsson og Sigurð Val Sveinsson. Sturla er 78 mörkum á undan honum og Ásbjörn vantar 47 mörk í að ná Sigurði Val Sveinssyni. Halldór Ingólfsson er aftur á móti í þriðja sæti listans á eftir þeim Valdimar og Bjarka en hann skoraði 1.648 mörk í efstu deild fyrir Gróttu og Hauka. Þeir leikmenn sem eru enn að spila og eru farnir að nálgast efstu menn eru þeir Einar Rafn Eiðsson hjá KA sem er kominn með 1.297 mörk og svo Björgvin Þór Hólmgeirsson hjá Stjörnunni sem er kominn með 1.292 mörk. Valdimar Grímsson skoraði langstærsta hluta marka sinna fyrir Val en hann lék einnig með KA, Selfossi, Stjörnunni og HK í efstu deild. Ásbjörn Friðriksson er á sínu sextánda tímabili í efstu deild og hefur skorað deildarmörkin sín 1.414 í 306 leikjum sem gera 4,6 mörk í leik. Ásbjörn lék fyrst með KA, þá með Akureyri og hefur spilað með FH frá árinu 2008 fyrir utan eitt tímabil í atvinnumennsku. Markahæstu leikmenn efstu deildar karla frá upphafi: 1. Valdimar Grímsson 1.903 mörk 2. Bjarki Sigurðsson 1.760 mörk 3. Halldór Ingólfsson 1.648 mörk 4. Sturla Ásgeirsson 1.492 mörk 5. Sigurður Valur Sveinsson 1.461 mark 6. Ásbjörn Friðriksson 1.414 mörk 7. Bjarni Fritzson 1.343 mörk 8. Valdimar Fannar Þórsson 1.338 mörk Olís-deild karla FH Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Valdimar Grímsson er langmarkahæsti leikmaður efstu deildar karla í handbolta og hefur verið það í meira en þrjá áratugi. Hann var sá fyrsti til að skora þúsund mörk í efstu deild vorið 1993 og endaði á því að skora 1.903 deildarmörk í efstu deild. Hér er aðeins verið að tala um mörk í deildarleikjum og mörk í úrslitakeppni eru talin sér og eru því ekki með í þessum tölum. Ásbjörn vantar því enn 489 mörk til að taka metið af Valdimari. Það eru líka fjórir aðrir leikmenn sem hafa skorað fleiri mörk en Ásbjörn í efstu deild. Uppfært: Það vantaði Halldór Ingólfsson á listann en það hefur nú verið lagfært. Bjarki Sigurðsson, fyrrum leikmaður Víkinga og Aftureldingar, er 346 mörkum á undan honum en það er styttra í það að Ásbjörn komist upp fyrir þá Sturlu Ásgeirsson og Sigurð Val Sveinsson. Sturla er 78 mörkum á undan honum og Ásbjörn vantar 47 mörk í að ná Sigurði Val Sveinssyni. Halldór Ingólfsson er aftur á móti í þriðja sæti listans á eftir þeim Valdimar og Bjarka en hann skoraði 1.648 mörk í efstu deild fyrir Gróttu og Hauka. Þeir leikmenn sem eru enn að spila og eru farnir að nálgast efstu menn eru þeir Einar Rafn Eiðsson hjá KA sem er kominn með 1.297 mörk og svo Björgvin Þór Hólmgeirsson hjá Stjörnunni sem er kominn með 1.292 mörk. Valdimar Grímsson skoraði langstærsta hluta marka sinna fyrir Val en hann lék einnig með KA, Selfossi, Stjörnunni og HK í efstu deild. Ásbjörn Friðriksson er á sínu sextánda tímabili í efstu deild og hefur skorað deildarmörkin sín 1.414 í 306 leikjum sem gera 4,6 mörk í leik. Ásbjörn lék fyrst með KA, þá með Akureyri og hefur spilað með FH frá árinu 2008 fyrir utan eitt tímabil í atvinnumennsku. Markahæstu leikmenn efstu deildar karla frá upphafi: 1. Valdimar Grímsson 1.903 mörk 2. Bjarki Sigurðsson 1.760 mörk 3. Halldór Ingólfsson 1.648 mörk 4. Sturla Ásgeirsson 1.492 mörk 5. Sigurður Valur Sveinsson 1.461 mark 6. Ásbjörn Friðriksson 1.414 mörk 7. Bjarni Fritzson 1.343 mörk 8. Valdimar Fannar Þórsson 1.338 mörk
Markahæstu leikmenn efstu deildar karla frá upphafi: 1. Valdimar Grímsson 1.903 mörk 2. Bjarki Sigurðsson 1.760 mörk 3. Halldór Ingólfsson 1.648 mörk 4. Sturla Ásgeirsson 1.492 mörk 5. Sigurður Valur Sveinsson 1.461 mark 6. Ásbjörn Friðriksson 1.414 mörk 7. Bjarni Fritzson 1.343 mörk 8. Valdimar Fannar Þórsson 1.338 mörk
Olís-deild karla FH Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira