Sandra leiðir lista Okkar Hveragerðis Atli Ísleifsson skrifar 25. mars 2022 07:34 Frambjóðendur á lista Okkar Hveragerðis. Aðsend Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona skipar efsta sæti lista framboðsins Okkar Hveragerðis sem býður fram í sveitarstjórnarkosningunum í maí næstkomandi. Framboðslisti var kynntur á fundi á Rósakaffi í Hveragerði í gær. Í tilkynningu segir að Okkar Hveragerði sé óháð bæjarmálafélag skipað íbúum sem hafi áhuga á bæjarmálum í Hveragerði og beri velferð íbúa fyrir brjósti. „Árið 2018 hlaut Okkar Hveragerði 33% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa. Á framboðslistanum eru íbúar með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og reynslu. Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona skipar efsta sæti listans. Í öðru sæti er Njörður Sigurðsson bæjarfulltrúi, sagnfræðingur og aðstoðarþjóðskjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður og söngkona skipar þriðja sæti listans, í fjórða sæti er Hlynur Kárason, húsasmíðameistari og varabæjarbæjarfulltrúi og Atli Viðar Þorsteinsson, verkefnastjóri og plötusnúður, í fimmta sæti. Okkar Hveragerði leggur áherslu á aukið gagnsæi í ákvarðanatöku bæjarins, vandaða stjórnsýslu, öflugt atvinnulíf, meira rými fyrir íbúalýðræði, styrkja stöðu minnihluta- og jaðarsettra hópa, uppbyggingu húsnæðis, efla gott íþróttastarf sem allir aldurshópar geta haft greiðan aðgang að óháð stéttastöðu, ríka áherslu á skóla- og velferðarmál og að bæjarstjóri verði ráðinn á faglegum forsendum,“ segir í tilkynningunni. Listann skipa: Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og bæjarfulltrúi Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður og söngkona Hlynur Kárason, húsasmíðameistari og varabæjarfulltrúi Atli Viðar Þorsteinsson, verkefnastjóri og plötusnúður Sigríður Hauksdóttir, ráðgjafi í félagsþjónustu Jóhann Karl Ásgeirsson, háskólanemi Valgerður Rut Jakobsdóttir, náms- og starfsráðgjafi Eygló Huld Jóhannesdóttir, deildarstjóri í heimaþjónustu og sjúkraliði Eydís Valgerður Valgarðsdóttir, nemi Páll Kjartan Eiríksson, öryrki Guðjóna Björk Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur Kristján Björnsson, húsasmíðameistari Anna Jórunn Stefánsdóttir, talmeinafræðingur Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Í tilkynningu segir að Okkar Hveragerði sé óháð bæjarmálafélag skipað íbúum sem hafi áhuga á bæjarmálum í Hveragerði og beri velferð íbúa fyrir brjósti. „Árið 2018 hlaut Okkar Hveragerði 33% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa. Á framboðslistanum eru íbúar með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og reynslu. Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona skipar efsta sæti listans. Í öðru sæti er Njörður Sigurðsson bæjarfulltrúi, sagnfræðingur og aðstoðarþjóðskjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður og söngkona skipar þriðja sæti listans, í fjórða sæti er Hlynur Kárason, húsasmíðameistari og varabæjarbæjarfulltrúi og Atli Viðar Þorsteinsson, verkefnastjóri og plötusnúður, í fimmta sæti. Okkar Hveragerði leggur áherslu á aukið gagnsæi í ákvarðanatöku bæjarins, vandaða stjórnsýslu, öflugt atvinnulíf, meira rými fyrir íbúalýðræði, styrkja stöðu minnihluta- og jaðarsettra hópa, uppbyggingu húsnæðis, efla gott íþróttastarf sem allir aldurshópar geta haft greiðan aðgang að óháð stéttastöðu, ríka áherslu á skóla- og velferðarmál og að bæjarstjóri verði ráðinn á faglegum forsendum,“ segir í tilkynningunni. Listann skipa: Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og bæjarfulltrúi Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður og söngkona Hlynur Kárason, húsasmíðameistari og varabæjarfulltrúi Atli Viðar Þorsteinsson, verkefnastjóri og plötusnúður Sigríður Hauksdóttir, ráðgjafi í félagsþjónustu Jóhann Karl Ásgeirsson, háskólanemi Valgerður Rut Jakobsdóttir, náms- og starfsráðgjafi Eygló Huld Jóhannesdóttir, deildarstjóri í heimaþjónustu og sjúkraliði Eydís Valgerður Valgarðsdóttir, nemi Páll Kjartan Eiríksson, öryrki Guðjóna Björk Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur Kristján Björnsson, húsasmíðameistari Anna Jórunn Stefánsdóttir, talmeinafræðingur
Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira