Sex ára fangelsi fyrir brot á þroskaskertum konum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2022 07:01 Karlmaðurinn var meðal annars ákærður fyrir brot gegn þroskaskerti konu í bíl í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Tæplega sextugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim milljónir króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en hefur enn sem komið er ekki verið birtur á vef dómstólsins. Ákæran á hendur honum var í fimm liðum en ákærð brot voru framin á árunum 2014 til 2018. Þau voru margs konar og mörg kynferðisleg. Þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir af konunum. Þá kom fram í ákærunni að hann hefði blekkt hann eina konuna um hver hann væri og fengið aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Þekkti allar konurnar Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá sætti hann um tíma nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðaði upp á tíu milljónir króna samanlagt. Þinghald í málinu var lokað en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir brot sín. Stór hluti af meðferð málsins snerist um að leggja mat á sakhæfi mannsins. Svo fór að héraðsdómur mat hann sakhæfan og dæmdi til fyrrnefndrar refsingar. Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi mannsins, segir í samtali við fréttastofu að dómnum verði áfrýjað til Landsréttar. Kynferðisbrot í bílum og á salerni Vísir fjallaði um ásakanirnar yfir manninum sem fram komu í ákærunni á sínum tíma. Var meðal annars um að ræða kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Hann var ákærður fyrir að beita aðra konu blekkingum, fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir og hóta henni að birta þær. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í bifreið árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gegn tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Þetta er í annað skiptið á fjórum árum sem dæmt er í kynferðisbrotamálum gegn þroskaskertum konum. Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst 2018 fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu sem staðfestur var í Landsrétti ári síðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en hefur enn sem komið er ekki verið birtur á vef dómstólsins. Ákæran á hendur honum var í fimm liðum en ákærð brot voru framin á árunum 2014 til 2018. Þau voru margs konar og mörg kynferðisleg. Þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir af konunum. Þá kom fram í ákærunni að hann hefði blekkt hann eina konuna um hver hann væri og fengið aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Þekkti allar konurnar Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá sætti hann um tíma nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðaði upp á tíu milljónir króna samanlagt. Þinghald í málinu var lokað en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir brot sín. Stór hluti af meðferð málsins snerist um að leggja mat á sakhæfi mannsins. Svo fór að héraðsdómur mat hann sakhæfan og dæmdi til fyrrnefndrar refsingar. Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi mannsins, segir í samtali við fréttastofu að dómnum verði áfrýjað til Landsréttar. Kynferðisbrot í bílum og á salerni Vísir fjallaði um ásakanirnar yfir manninum sem fram komu í ákærunni á sínum tíma. Var meðal annars um að ræða kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Hann var ákærður fyrir að beita aðra konu blekkingum, fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir og hóta henni að birta þær. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í bifreið árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gegn tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Þetta er í annað skiptið á fjórum árum sem dæmt er í kynferðisbrotamálum gegn þroskaskertum konum. Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst 2018 fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu sem staðfestur var í Landsrétti ári síðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent