Sara snýr aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2022 13:10 Sara Björk Gunnarsdóttir er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. Sara lék sinn fyrsta leik í 372 daga þegar Lyon sigraði Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni síðasta föstudag. Hún kemur nú aftur inn í landsliðið sem hún hefur ekki leikið með síðan Ísland tryggði sér sæti á EM með 0-1 sigri á Ungverjalandi 1. desember 2020. Sara er fyrirliði landsliðsins og leikjahæst í sögu þess með 136 leiki. Elín Metta Jensen kemur einnig aftur inn í hópinn eftir nokkra fjarveru. Hún lék síðast með landsliðinu í tveimur vináttulandsleikjum gegn Írlandi í júní í fyrra. Hópur A landsliðs kvenna sem mætir Hvíta Rússlandi og Tékklandi í undankeppni EM 2022.Ísland mætir Hvíta Rússlandi í Belgrad í Serbíu 7. apríl og Tékklandi í Teplice í Tékklandi 12. apríl.Our women's squad for the two matches in the World Cup 2023 qualifying.#dottir pic.twitter.com/UPDN96sK2c— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2022 Guðný Árnadóttir snýr sömuleiðis aftur í hópinn eftir að hafa misst af SheBelieves Cup í síðasta mánuði vegna meiðsla. Karitas Tómasdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Ída Marín Hermannsdóttir detta út úr landsliðshópnum sem tók þátt á SheBelieves Cup. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í Belgrad 7. apríl og Tékklandi í Teplice fimm dögum seinna. Leikirnir eru afar mikilvægir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Íslendingar eru í 2. sæti C-riðils undankeppninnar með níu stig eftir fjóra leiki en Hollendingar í því efsta með ellefu stig eftir fimm leiki. Tékkar eru í 3. sætinu með fimm stig eftir fjóra leiki og Hvíta Rússland í því fjórða með fjögur stig eftir þrjá leiki. Kýpur rekur lestina með eitt stig. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Sara lék sinn fyrsta leik í 372 daga þegar Lyon sigraði Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni síðasta föstudag. Hún kemur nú aftur inn í landsliðið sem hún hefur ekki leikið með síðan Ísland tryggði sér sæti á EM með 0-1 sigri á Ungverjalandi 1. desember 2020. Sara er fyrirliði landsliðsins og leikjahæst í sögu þess með 136 leiki. Elín Metta Jensen kemur einnig aftur inn í hópinn eftir nokkra fjarveru. Hún lék síðast með landsliðinu í tveimur vináttulandsleikjum gegn Írlandi í júní í fyrra. Hópur A landsliðs kvenna sem mætir Hvíta Rússlandi og Tékklandi í undankeppni EM 2022.Ísland mætir Hvíta Rússlandi í Belgrad í Serbíu 7. apríl og Tékklandi í Teplice í Tékklandi 12. apríl.Our women's squad for the two matches in the World Cup 2023 qualifying.#dottir pic.twitter.com/UPDN96sK2c— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2022 Guðný Árnadóttir snýr sömuleiðis aftur í hópinn eftir að hafa misst af SheBelieves Cup í síðasta mánuði vegna meiðsla. Karitas Tómasdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Ída Marín Hermannsdóttir detta út úr landsliðshópnum sem tók þátt á SheBelieves Cup. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í Belgrad 7. apríl og Tékklandi í Teplice fimm dögum seinna. Leikirnir eru afar mikilvægir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Íslendingar eru í 2. sæti C-riðils undankeppninnar með níu stig eftir fjóra leiki en Hollendingar í því efsta með ellefu stig eftir fimm leiki. Tékkar eru í 3. sætinu með fimm stig eftir fjóra leiki og Hvíta Rússland í því fjórða með fjögur stig eftir þrjá leiki. Kýpur rekur lestina með eitt stig. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira