Ekkert að gerast í nýjasta hverfi borgarinnar: Vill bakarí, lágvöruverslun, ísbúð, pítsustað, bar og kaffihús Snorri Másson skrifar 26. mars 2022 15:10 Íbúa á Hlíðarenda í Reykjavík er farið að lengja eftir verslun og þjónustu í hverfið sitt. Þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði standa auðir. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og einn íbúa í nýju hverfi á Hlíðarenda, segir að allt sé tilbúið; nóg af bílastæðum svo að segja, nóg af lausu húsnæði og meira og minna tilbúnir innviðir; en samt er eins og verslunarfólk taki ekki við sér og opni staði í nýja hverfinu. Talið er að samanlagður íbúafjöldi á svæðinu sé orðinn á við íbúafjölda Sauðárkróks, þannig að markhópurinn er stór. „Íbúar í hverfinu eru bara að bíða. Það er svolítið staðan. Ég væri til í að fá bakarí. Fyrst vil ég fá lágvöruverslun. Það er mikilvægast finnst mér. Ég væri til í bakarí, ísbúð, pitsustað og bar og veitingastað mögulega og kaffihús,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og íbúi í nýju Hlíðarendahverfi, vill verslanir í hverfið sitt.Vísir/Einar Þóra kveðst vera bíllaus þar sem hverfið hafi verið hannað þannig að það ætti að vera þjónusta á jarðhæðunum allt í kring. Hún vonar því að þetta sé tímaspursmál frekar en hitt, en ljóst er þó að töluvert er liðið síðan mikill hluti auða húsnæðisins var tilbúinn. Nóg að gera á hárgreiðslustofu Fréttastofa leit við á Hlíðarenda í dag og skoðaði öll tómu verslunarrýmin en ræddi að vísu við fulltrúa einu starfseminnar sem fannst á svæðinu, hárgreiðslustofu. Þar sagði eigandinn, Kolbrún Kristjánsdóttir að hverfið væri þétt, nýtt og borgarlegt ólíkt eldri svæðum í Reykjavík. Alltaf nóg að gera, enda frábær staður fyrir hárgreiðslustofu, hvort sem það væru íbúar í hverfinu eða fólk komið lengra að sem stunduðu viðskiptin. „Þetta er mjög góð staðsetning. Borgarlínan kemur náttúrulega til með að koma hérna í gegn ef af verður, hopphjólin koma hérna í stríðum straumum. Og hlaupandi og gangandi fólk,“ sagði Kolbrún. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Verslun Tengdar fréttir Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og einn íbúa í nýju hverfi á Hlíðarenda, segir að allt sé tilbúið; nóg af bílastæðum svo að segja, nóg af lausu húsnæði og meira og minna tilbúnir innviðir; en samt er eins og verslunarfólk taki ekki við sér og opni staði í nýja hverfinu. Talið er að samanlagður íbúafjöldi á svæðinu sé orðinn á við íbúafjölda Sauðárkróks, þannig að markhópurinn er stór. „Íbúar í hverfinu eru bara að bíða. Það er svolítið staðan. Ég væri til í að fá bakarí. Fyrst vil ég fá lágvöruverslun. Það er mikilvægast finnst mér. Ég væri til í bakarí, ísbúð, pitsustað og bar og veitingastað mögulega og kaffihús,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og íbúi í nýju Hlíðarendahverfi, vill verslanir í hverfið sitt.Vísir/Einar Þóra kveðst vera bíllaus þar sem hverfið hafi verið hannað þannig að það ætti að vera þjónusta á jarðhæðunum allt í kring. Hún vonar því að þetta sé tímaspursmál frekar en hitt, en ljóst er þó að töluvert er liðið síðan mikill hluti auða húsnæðisins var tilbúinn. Nóg að gera á hárgreiðslustofu Fréttastofa leit við á Hlíðarenda í dag og skoðaði öll tómu verslunarrýmin en ræddi að vísu við fulltrúa einu starfseminnar sem fannst á svæðinu, hárgreiðslustofu. Þar sagði eigandinn, Kolbrún Kristjánsdóttir að hverfið væri þétt, nýtt og borgarlegt ólíkt eldri svæðum í Reykjavík. Alltaf nóg að gera, enda frábær staður fyrir hárgreiðslustofu, hvort sem það væru íbúar í hverfinu eða fólk komið lengra að sem stunduðu viðskiptin. „Þetta er mjög góð staðsetning. Borgarlínan kemur náttúrulega til með að koma hérna í gegn ef af verður, hopphjólin koma hérna í stríðum straumum. Og hlaupandi og gangandi fólk,“ sagði Kolbrún.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Verslun Tengdar fréttir Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20