Sumarbústaður Gylfa Þórs seldur á uppboði að beiðni Skattsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 13:01 Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð að beiðni Skattsins. Vísir/Daniel Thor Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að beiðni Skattsins. Líklegt er að eignin hafi verið sett á nauðungarsölu af Skattinum en fram kemur á uppboðsvef sýslumanna að eignin sé í „byrjun uppboðs“. Fram kemur á vef Skattsins að það sé annað af þremur skrefum í nauðungarsölu. Nauðungarsala er aðgerð til að koma eign í verð á opinberu uppboði til að greiða þær skuldir sem hvíla á eigninni. Byrjun uppboðs á sumarbústað Gylfa mun fara fram á skrifstofu sýslumanns 31.mars næstkomandi og fer það fram 4-6 vikum eftir fyrstu fyrirtöku, þar sem beiðnin er tekið fyrir. Eignin er þá boðin upp í fyrsta skipti og ákveðið hvenær framhaldssala skuli fara fram, sem er lokastig nauðungarsölu. Framhaldssala verður að fara fram innan fjögurra vikna frá því að byrjun uppboðs fer fram, eða fyrir lok aprílmánaðar. Sumarbústaðurinn sem um ræðir er í Grímsnes- og Grafningshreppi og fer uppboðið því fram hjá Sýslumanninum á Suðurlandi. Í farbanni til 17. apríl Gylfi Þór hefur verið í farbanni frá Bretlandi frá 16. júlí síðastliðnum þegar hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Eftir handtökuna var honum sleppt lausum gegn tryggingu en settur í farbann sem rennur út 17. apríl næstkomandi. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því það kom upp í sumar. Heimildir götumiðla í Bretlandi herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gylfi var ekki á lista liðsins yfir það leikmenn sem liðið hefur mátt tefla fram í leikjum frá 1. september og má því ekki spila fyrir liðið. Everton hefur gefið það út að hann muni ekki spila með liðinu fyrr en rannsókn lögreglu er lokið. Samningur Everton og Gylfa rennur út í sumar en hann var keyptur til félagsins frá Swansea fyrir 45 milljónir punda árið 2017. Þá hefur Gylfi ekki leikið með landsliði Íslands síðan í nóvember 2020. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Skattar og tollar Tengdar fréttir Endanlega ljóst að Gylfi leikur ekki meira með Everton á þessu tímabili Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki spila einn einasta leik á þessu tímabili en það varð endanlega ljóst eftir að Everton sendi inn listann yfir þá leikmenn sem verða gjaldgengir í liðið seinna hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2022 08:31 Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52 Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. 3. janúar 2022 11:21 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Líklegt er að eignin hafi verið sett á nauðungarsölu af Skattinum en fram kemur á uppboðsvef sýslumanna að eignin sé í „byrjun uppboðs“. Fram kemur á vef Skattsins að það sé annað af þremur skrefum í nauðungarsölu. Nauðungarsala er aðgerð til að koma eign í verð á opinberu uppboði til að greiða þær skuldir sem hvíla á eigninni. Byrjun uppboðs á sumarbústað Gylfa mun fara fram á skrifstofu sýslumanns 31.mars næstkomandi og fer það fram 4-6 vikum eftir fyrstu fyrirtöku, þar sem beiðnin er tekið fyrir. Eignin er þá boðin upp í fyrsta skipti og ákveðið hvenær framhaldssala skuli fara fram, sem er lokastig nauðungarsölu. Framhaldssala verður að fara fram innan fjögurra vikna frá því að byrjun uppboðs fer fram, eða fyrir lok aprílmánaðar. Sumarbústaðurinn sem um ræðir er í Grímsnes- og Grafningshreppi og fer uppboðið því fram hjá Sýslumanninum á Suðurlandi. Í farbanni til 17. apríl Gylfi Þór hefur verið í farbanni frá Bretlandi frá 16. júlí síðastliðnum þegar hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Eftir handtökuna var honum sleppt lausum gegn tryggingu en settur í farbann sem rennur út 17. apríl næstkomandi. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því það kom upp í sumar. Heimildir götumiðla í Bretlandi herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gylfi var ekki á lista liðsins yfir það leikmenn sem liðið hefur mátt tefla fram í leikjum frá 1. september og má því ekki spila fyrir liðið. Everton hefur gefið það út að hann muni ekki spila með liðinu fyrr en rannsókn lögreglu er lokið. Samningur Everton og Gylfa rennur út í sumar en hann var keyptur til félagsins frá Swansea fyrir 45 milljónir punda árið 2017. Þá hefur Gylfi ekki leikið með landsliði Íslands síðan í nóvember 2020.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Skattar og tollar Tengdar fréttir Endanlega ljóst að Gylfi leikur ekki meira með Everton á þessu tímabili Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki spila einn einasta leik á þessu tímabili en það varð endanlega ljóst eftir að Everton sendi inn listann yfir þá leikmenn sem verða gjaldgengir í liðið seinna hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2022 08:31 Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52 Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. 3. janúar 2022 11:21 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Endanlega ljóst að Gylfi leikur ekki meira með Everton á þessu tímabili Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki spila einn einasta leik á þessu tímabili en það varð endanlega ljóst eftir að Everton sendi inn listann yfir þá leikmenn sem verða gjaldgengir í liðið seinna hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2022 08:31
Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52
Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. 3. janúar 2022 11:21