Handalögmál, hurðum skellt og framhjáhald í Aratungu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2022 22:31 Aðalheiður og Sigurjón, sem leika bæði í leikritinu og eru í stjórn Leikdeildar Umf. Biskupstungna, hún formaður og hann gjaldkeri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur mikið á á sviðinu í Aratungu í Biskupstungum þessa dagana því þar sem verið að sýna farsa, sem kitlar hláturstaugarnar. Hurðum er skellt, misskilningur á sér stað, handalögmál eru á sviðinu, og grátbroslega atvik í bland við sprenghlægileg atriði eins og eiga að prýða góðan farsa. Hér erum við að tala um leikritið „Ef væri ég Gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga var að frumsýna í Aratungu og munu sýna á næstunni. Leikdeildin hefur sýnt verk reglulega á þessu sama sviði frá því að Aratunga var tekin í notkun 1961. Verkið fjallarí stuttu máli um gullfiskabúðareigandan Pétur, sem er að undirbúa það að láta sig hverfa með peningafúlgu, sem mögulega er illa fengin. Hann reynir að flýta sér en er stöðugt truflaður af sonum sínum sem birtast heima hjá pabba án þess að þeirra sé vænst eða óskað. Mikið fjör og læti eru oft á sviðinu í verkinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er frábært verk en þetta er í annað sinn, sem ég kem hingað í Tungurnar og er með þessu félagi og það var tilhlökkunarefni að koma hingað aftur. Áhugamannaleikfélögin eru svo dýrmætur félagsskapur og þetta er svo frábært starf, sem unnið er hjá áhugamannaleikfélögunum út um allt land og er svo flottur vettvangur fyrir fólk að fá útrás fyrir sköpunargleðina og bara æðislegur félagsskapur,“ segir Ólafur Jens Sigurðsson, leikstjóri. Leikurum var vel fagnað eftir frumsýningu í Aratungu í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hluti af stjórn leikdeildarinnar tekur þátt í leikritinu. „Við höfum verið mjög öflug og setjum upp annað hvert ár og yfirleitt er mikil og góð aðsókn að leikritunum okkar,“ segir Aðalheiður Helgadóttir, formaður leikdeildarinnar. Leikaranir standa sig virkilega vel og fara margir á kostum í sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er framhjáhald og allskonar vesen í verkinu, er þetta svona í Biskupstungum? „Kannski, ég veit það ekki, ég vona allavega að þeir sem sátu hérna í salnum kannist ekki við þetta. Þetta er ekki skrifað um okkur en hver veit,“ segir Sigurjón Sæland hlægjandi en hann er gjaldkeri deildarinnar. Leikurum var vel fagnað eftir frumsýningu í Aratungu í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að fá miða á sýninguna Bláskógabyggð Leikhús Grín og gaman Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hér erum við að tala um leikritið „Ef væri ég Gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga var að frumsýna í Aratungu og munu sýna á næstunni. Leikdeildin hefur sýnt verk reglulega á þessu sama sviði frá því að Aratunga var tekin í notkun 1961. Verkið fjallarí stuttu máli um gullfiskabúðareigandan Pétur, sem er að undirbúa það að láta sig hverfa með peningafúlgu, sem mögulega er illa fengin. Hann reynir að flýta sér en er stöðugt truflaður af sonum sínum sem birtast heima hjá pabba án þess að þeirra sé vænst eða óskað. Mikið fjör og læti eru oft á sviðinu í verkinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er frábært verk en þetta er í annað sinn, sem ég kem hingað í Tungurnar og er með þessu félagi og það var tilhlökkunarefni að koma hingað aftur. Áhugamannaleikfélögin eru svo dýrmætur félagsskapur og þetta er svo frábært starf, sem unnið er hjá áhugamannaleikfélögunum út um allt land og er svo flottur vettvangur fyrir fólk að fá útrás fyrir sköpunargleðina og bara æðislegur félagsskapur,“ segir Ólafur Jens Sigurðsson, leikstjóri. Leikurum var vel fagnað eftir frumsýningu í Aratungu í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hluti af stjórn leikdeildarinnar tekur þátt í leikritinu. „Við höfum verið mjög öflug og setjum upp annað hvert ár og yfirleitt er mikil og góð aðsókn að leikritunum okkar,“ segir Aðalheiður Helgadóttir, formaður leikdeildarinnar. Leikaranir standa sig virkilega vel og fara margir á kostum í sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er framhjáhald og allskonar vesen í verkinu, er þetta svona í Biskupstungum? „Kannski, ég veit það ekki, ég vona allavega að þeir sem sátu hérna í salnum kannist ekki við þetta. Þetta er ekki skrifað um okkur en hver veit,“ segir Sigurjón Sæland hlægjandi en hann er gjaldkeri deildarinnar. Leikurum var vel fagnað eftir frumsýningu í Aratungu í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að fá miða á sýninguna
Bláskógabyggð Leikhús Grín og gaman Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira