Segja Rússa beita efnavopnum í Austur-Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 12:32 Rússar hafa verið sakaðir um að beita efnavopnum í Austur-Úkraínu. AP Photo/Nariman El-Mofty Bandaríkjaforseti var harðorður í garð forseta Rússlands í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi. Hann kallaði Vladimír Pútín slátrara og lýsti því yfir að hann gæti ekki setið lengur á valdastóli. „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í ávarpi sem hann flutti í Póllandi í gærkvöldi. Yfirlýsingar hans um Pútín hafa valdið miklu fjaðrafoki innan bandaríska stjórnkerfisins. Anthony Blinken utanríkisráðherra og Hvíta húsið hafa síðan lýst því yfir að Biden hafi ekki verið að hvetja til þess að Pútín verði steypt af stóli. Hart hefur verið barist í Úkraínu í nótt og í morgun og Rússar gerðu fjórar árásir á borgina Lvív í vesturhluta Úkraínu í nótt, sem eru mestu árásir á borgina frá upphafi stríðsins. Rússar beina nú spjótum sínum sérstaklega að eldsneytis- og matargeymslum og úkraínsk stjórnvöld keppast nú við að færa birgðir sínar til að fela þær frá Rússum. Varnarmálaráðuneyti Bretlands lýsti því í morgun að Rússar virðist nú einbeita sér að hernaðaraðgerðum í austurhluta Úkraínu en Rússar lýstu því yfir fyrir helgi að meginmarkmið aðgerðanna sé nú að frelsa Donbas-héruðin undan oki úkraínskra stjórnvalda. Yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins sagði þá í morgun að ráðist verði í skæruliðahernað gegn rússneskum hersveitium í héruðunum tveimur á næstu dögum. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Luhansk tilkynnti það í morgun að stefnt sé á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem allra fyrst um það hvort héraðið sameinist Rússlandi. Úkraínska leyniþjónustan telur að Rússar vilji skipta Úkraínu í tvennt og mynda eins konar Suður- og Norður-Kóreu í Úkraínu. Rússar hafa þá enn eina ferðina hótað að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu en Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og formaður þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær að Moskva myndi ekki hika við að beita slíkum vopnum. this isn't White Phosphorus, these are thermite incendiary submunitions which are in fact even worse. we've seen similar footage of these unguided 9M22S incendiary Grad rockets in use by the Russians in Syria countless times before https://t.co/szTtXQkGPy— Samir (@obretix) March 24, 2022 Úkraínskar hersveitir hafa þá haldið því fram um helgina að rússneski herinn hafi beitt efnavopninu fosfór gegn þeim nærri borginni Avdiivka í austurhluta Úkraínu. Ekki hefur tekist að staðfesta þær staðhæfingar en Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur haldið þessu sama fram. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01 Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23 Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í ávarpi sem hann flutti í Póllandi í gærkvöldi. Yfirlýsingar hans um Pútín hafa valdið miklu fjaðrafoki innan bandaríska stjórnkerfisins. Anthony Blinken utanríkisráðherra og Hvíta húsið hafa síðan lýst því yfir að Biden hafi ekki verið að hvetja til þess að Pútín verði steypt af stóli. Hart hefur verið barist í Úkraínu í nótt og í morgun og Rússar gerðu fjórar árásir á borgina Lvív í vesturhluta Úkraínu í nótt, sem eru mestu árásir á borgina frá upphafi stríðsins. Rússar beina nú spjótum sínum sérstaklega að eldsneytis- og matargeymslum og úkraínsk stjórnvöld keppast nú við að færa birgðir sínar til að fela þær frá Rússum. Varnarmálaráðuneyti Bretlands lýsti því í morgun að Rússar virðist nú einbeita sér að hernaðaraðgerðum í austurhluta Úkraínu en Rússar lýstu því yfir fyrir helgi að meginmarkmið aðgerðanna sé nú að frelsa Donbas-héruðin undan oki úkraínskra stjórnvalda. Yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins sagði þá í morgun að ráðist verði í skæruliðahernað gegn rússneskum hersveitium í héruðunum tveimur á næstu dögum. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Luhansk tilkynnti það í morgun að stefnt sé á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem allra fyrst um það hvort héraðið sameinist Rússlandi. Úkraínska leyniþjónustan telur að Rússar vilji skipta Úkraínu í tvennt og mynda eins konar Suður- og Norður-Kóreu í Úkraínu. Rússar hafa þá enn eina ferðina hótað að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu en Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og formaður þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær að Moskva myndi ekki hika við að beita slíkum vopnum. this isn't White Phosphorus, these are thermite incendiary submunitions which are in fact even worse. we've seen similar footage of these unguided 9M22S incendiary Grad rockets in use by the Russians in Syria countless times before https://t.co/szTtXQkGPy— Samir (@obretix) March 24, 2022 Úkraínskar hersveitir hafa þá haldið því fram um helgina að rússneski herinn hafi beitt efnavopninu fosfór gegn þeim nærri borginni Avdiivka í austurhluta Úkraínu. Ekki hefur tekist að staðfesta þær staðhæfingar en Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur haldið þessu sama fram.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01 Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23 Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01
Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23
Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56