Tvö ný sveitarfélög urðu til í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 14:30 Stykkishólmur og Helgafellssveit eru nú eitt sveitarfélag. Vísir/Sigurjón Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga. Níutíu og tvö prósent íbúa í Stykkishólmi samþykktu tillöguna og sjötíu og níu prósent í Helgafellssveit. Þar var kjörsókn 93 prósent en 55 prósent í Stykkishólmi. Skessuhorn hefur eftir Jakobi Björgvin Jakobssyni, bæjarstjóra í Stykkishólmi, að íbúar sveitarfélaganna hafi alltaf litið á sig sem eitt samfélag og að þau verði sterkari saman. Einnig var kosið um sameiningu í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi. Í Langanesbyggð sögðu 73 prósent já við sameiningu og í Svalbarðshreppi sögðu 67 prósent já. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, er ánægður með niðurstöðuna. „Og það er eitt sem er svolítið mikilvægt er að þetta eru samtengd og náin sveitarfélög á þessu svæði. Eitt atvinnusvæði, skólasvæði, sameiginlegur leikskóli fyrir bæði sveitarfélögin og svo framvegis,“ segir Jónas. Sameiningin muni skila sterkari tengslum milli íbúa. „Þessi góði stuðningur sem sameiningin fékk hann er forystufólki sveitarfélagins og samfélaginu gefur því kraft inn í framtíðina hef ég trú á.“ Fáum við að sjá nýtt nafn? „Góð spurning. Ég held að þetta sé ein af áskorunum sem við þurfum að finna lausn á. Það verður trúlega efnt til nafnasamkeppni eða hugmyndasamkeppni um nöfn,“ sagði Jónas Egilsson sveitarstjóri Langanesbyggðar. Sveitarstjórnir komi saman nú á þriðjudag. Sveitarstjórnarmál Stykkishólmur Helgafellssveit Langanesbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Sameining samþykkt við Breiðafjörð Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi hafa samþykkt tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. 26. mars 2022 20:17 Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin. 26. mars 2022 10:08 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Níutíu og tvö prósent íbúa í Stykkishólmi samþykktu tillöguna og sjötíu og níu prósent í Helgafellssveit. Þar var kjörsókn 93 prósent en 55 prósent í Stykkishólmi. Skessuhorn hefur eftir Jakobi Björgvin Jakobssyni, bæjarstjóra í Stykkishólmi, að íbúar sveitarfélaganna hafi alltaf litið á sig sem eitt samfélag og að þau verði sterkari saman. Einnig var kosið um sameiningu í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi. Í Langanesbyggð sögðu 73 prósent já við sameiningu og í Svalbarðshreppi sögðu 67 prósent já. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, er ánægður með niðurstöðuna. „Og það er eitt sem er svolítið mikilvægt er að þetta eru samtengd og náin sveitarfélög á þessu svæði. Eitt atvinnusvæði, skólasvæði, sameiginlegur leikskóli fyrir bæði sveitarfélögin og svo framvegis,“ segir Jónas. Sameiningin muni skila sterkari tengslum milli íbúa. „Þessi góði stuðningur sem sameiningin fékk hann er forystufólki sveitarfélagins og samfélaginu gefur því kraft inn í framtíðina hef ég trú á.“ Fáum við að sjá nýtt nafn? „Góð spurning. Ég held að þetta sé ein af áskorunum sem við þurfum að finna lausn á. Það verður trúlega efnt til nafnasamkeppni eða hugmyndasamkeppni um nöfn,“ sagði Jónas Egilsson sveitarstjóri Langanesbyggðar. Sveitarstjórnir komi saman nú á þriðjudag.
Sveitarstjórnarmál Stykkishólmur Helgafellssveit Langanesbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Sameining samþykkt við Breiðafjörð Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi hafa samþykkt tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. 26. mars 2022 20:17 Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin. 26. mars 2022 10:08 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Sameining samþykkt við Breiðafjörð Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi hafa samþykkt tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. 26. mars 2022 20:17
Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin. 26. mars 2022 10:08