Körfubolti

Eldur kviknaði í Scotiabank höllinni í Toronto

Atli Arason skrifar
Eldurinn var í hátalara í rjáfri hallarinnar
Eldurinn var í hátalara í rjáfri hallarinnar Toronto Star

Leik Raptors og Pacers var frestað tímabundið í nótt og Scotiabank höllin í Toronto var rýmd vegna elds sem kviknaði í hátalara í rjáfri hallarinnar.

Atvikið kom upp þegar rúmar 4 mínútur voru eftir af öðrum leikhluta þegar Raptors var 28 stigum yfir, 66-38. Leikmenn fóru fyrst inn í klefa áður en öllum viðstöddum var gert að rýma höllina að beiðni slökkviliðs. Um tvo tíma tók að ráða niðurlögum eldsins, sem var ekki stór en kom upp á mjög erfiðum stað. Myndband af eldinum sjálfum má sjá neðst í fréttinni.

Leikurinn gat svo haldið áfram tveimur tímum síðar og áhorfendum hleypt aftur inn en ekki gátu allir sem áttu miða séð sér fært um að mæta aftur. Leikurinn var því kláraður fyrir frekar tómlegri höll. Raptors hefur gefið það út að allir sem áttu miða á leikinn munu fá hann endurgreiddan innan næstu 30 daga.

Raptors vann leikinn að lokum nokkuð þægilega, 131-91.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×