Björgvin Karl bestur í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 09:01 Björgvin Karl Guðmundsson átti mjög góða helgi í átta manna úrslitum heimsleikanna í CrossFit. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir sýndu styrk sinn þegar undankeppni heimsleikanna hélt áfram um helgina. Átta manna úrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru nú að baki og íslenska íþróttafólkið lét miklu meira að sér kveða heldur en í The Open á dögunum þar sem enginn var meðal efstu manna eða kvenna. Í þessarri öðrum hluta undankeppninnar kepptist CrossFit fólk heimsins að tryggja sér sæti í undanúrslitunum þar sem sæti á heimsleikanna verða í boði í sumar. Það var því mikið undir í keppni helgarinnar. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri allra, ekki bara af þeim íslensku, heldur varð hann efstur í Evrópuhlutanum. Björgvin Karl sýndi þar og sannaði einu sinni enn hversu stöðugur og öflugur hann er. Björgvin Karl gerði betur en Willy Georges frá Frakklandi og Lazar Dukic frá Serbíu sem komu næstir. Haraldur Holgeirsson náði síðan 22. sætinu sem var glæsilegt hjá honum en þeir voru einu íslensku karlarnir á topp fimmtíu. Sara Sigmundsdóttir gerði betur og betur með hverri vikunni af The Open og hún hélt áfram að hækka sig í átta manna úrslitunum. Sara var um tíma í efsta sætinu, datt niður í sjötta sætið eftir dag tvö en hækkaði sig aftur á lokadeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara náði að lokum fjórða besta árangrinum í Evrópu og endaði ofar en allar íslensku stelpurnar. Það voru bara Gabriela Migala frá Pólland, Emma McQuaid frá Írlandi og Jacqueline Dahlström frá Noregi sem náðu betri árangri en Sara. Sólveig Sigurðardóttir sprakk út á síðasta tímabili og núna náði hún áttunda besta árangrinum í Evrópu í átta manna úrslitum sem er frábær árangur. Þuríður Erla Helgadóttir varð fjórtánda og Katrín Tanja Davíðsdóttir í 22. sætinu en Ísland átti þar með fjórar konur á listanum yfir þær fimmtíu bestu í Evrópu. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 51. sætinu og var því ótrúlega nálægt því að vera í þeim hópi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Átta manna úrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru nú að baki og íslenska íþróttafólkið lét miklu meira að sér kveða heldur en í The Open á dögunum þar sem enginn var meðal efstu manna eða kvenna. Í þessarri öðrum hluta undankeppninnar kepptist CrossFit fólk heimsins að tryggja sér sæti í undanúrslitunum þar sem sæti á heimsleikanna verða í boði í sumar. Það var því mikið undir í keppni helgarinnar. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri allra, ekki bara af þeim íslensku, heldur varð hann efstur í Evrópuhlutanum. Björgvin Karl sýndi þar og sannaði einu sinni enn hversu stöðugur og öflugur hann er. Björgvin Karl gerði betur en Willy Georges frá Frakklandi og Lazar Dukic frá Serbíu sem komu næstir. Haraldur Holgeirsson náði síðan 22. sætinu sem var glæsilegt hjá honum en þeir voru einu íslensku karlarnir á topp fimmtíu. Sara Sigmundsdóttir gerði betur og betur með hverri vikunni af The Open og hún hélt áfram að hækka sig í átta manna úrslitunum. Sara var um tíma í efsta sætinu, datt niður í sjötta sætið eftir dag tvö en hækkaði sig aftur á lokadeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara náði að lokum fjórða besta árangrinum í Evrópu og endaði ofar en allar íslensku stelpurnar. Það voru bara Gabriela Migala frá Pólland, Emma McQuaid frá Írlandi og Jacqueline Dahlström frá Noregi sem náðu betri árangri en Sara. Sólveig Sigurðardóttir sprakk út á síðasta tímabili og núna náði hún áttunda besta árangrinum í Evrópu í átta manna úrslitum sem er frábær árangur. Þuríður Erla Helgadóttir varð fjórtánda og Katrín Tanja Davíðsdóttir í 22. sætinu en Ísland átti þar með fjórar konur á listanum yfir þær fimmtíu bestu í Evrópu. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 51. sætinu og var því ótrúlega nálægt því að vera í þeim hópi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira