Sindri Sindrason leit við hjá Evu Maríu Hallgrímsdóttur sem slegið hefur í gegn með fyrirtækið sitt Sætar syndir. Sindri ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Í þættinum setti hún fram fallegar veitingar fyrir fullkomna fermingarveislu. Eva segir að það sé ekki endilega nauðsynlegt að vera með veitingar sem passa akkúrat fyrir fjölda gesta í veislunni.
Til að mynda þarf ekki að fjárfesta í tuttugu manna veislubakka fyrir tuttugu manna veislu. Það borða ekki allir allar veitingar og margir brenna sig á því að vera með allt of mikið af veitingum.
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.