Af hverju? Arnar Sigurðsson skrifar 28. mars 2022 14:00 Nýlega rann út umsagnarfrestur um frumvarp til laga sem snýr að því að taka af allan vafa um að netverslun með áfengi sé heimil hér á landi. Eins og títt er um fréttir hér á landi hefur stuttlega verið sagt frá skoðunum hinna ýmsu aðila en því miður er aldrei spurt nánar út í þau álit t.d. með framhaldsspurningu á borð við ,,af hverju?” Augljóslega ætti netverslun að vera fagnaðarefni fyrir þá sem gefa sig út fyrir að vera annt um lýðheilsumál, þ.e. að hverfa frá yfirlýstri stefnu einokunarverslunarinnar um ,,aukið aðgengi”. Landlæknisembættið telur að allt sem auki aðgengi valdi auknum ófarnaði. Það vekur því nokkra furðu að stofnunin hefur aldrei gert athugasemdir við stefnu ÁTVR um ,,aukið aðgengi” hvort heldur er í orði eða á búðarborði - nú eða þegar ÁTVR opnaði sína eigin netverslun! Staðreynd málsins er að það eina sem flokka mætti sem skert aðgengi er aðgengi fjölmiðla að forstjóra stofnunarinnar sem ekki treystir sér til að koma fram. En er það virkilega hlutverk hins opinbera að skerða aðgengi fullveðja einstaklinga að vöru sem stjórnmálamenn skilgreina sem matvæli? Líklega eru allir sammála um að rétt sé að skerða aðgengi ungmenna að áfengi og því hlýtur að mega spyrja hvernig til hafi tekist hjá einokunarversluninni. Samkvæmt eigin ,,hulduheimsóknum” mætti ætla að eitt af hverjum 5 ungmennum sé ekki spurt um skilríki. Enginn sleppur hins vegar í gegnum hið stafræna auðkennisferli í netverslun. Að mati Landlæknis munu íslenskar netverslanir einkaaðila hins vegar auka hættuna á ,,skyndikaupum”. Spurninguna um ,,af hverju” mætti auðvitað skeyta aftan við allar fullyrðingarnar en Landlæknisembættið skilur auðvitað ekki hvaða kröfur eru gerðar til vísindalegra vinnubragða og gagnrýninnar hugsunar - álit stofnunarinnar eru einfaldlega byggð á tilfinningum og ályktunum. Á hverju ári niðurgreiða skattgreiðendur áfengisdreifingu í gegnum ÁTVR með tóbakshagnaði sem annars ætti að renna í ríkissjóð. Það kemur því ekki á óvart að Félag hilluplásshafa (Félag atvinnurekenda) skuli benda á ótal atriði gegn því að almenningur á Íslandi geti notið lægra vöruverðs samfara frjálsri samkeppni. Af kostulegri mótrökum má nefna að frelsið sé ótækt ef hilluplásshafarnir fá ekki afléttingu á auglýsingabanni (sem þeir þó iðulega brjóta) auk þess sem stórlega muni draga úr viðskiptum við einokunarverslunina. Af hverju er auðvitað ekki rökstutt en félagsmenn hafa sjálfsagt ekki mikið þurft að velta fyrir sér hugtökum á borð við verð, gæði og þjónustu. Höfundur er eigandi netverslunarinnar Santé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýlega rann út umsagnarfrestur um frumvarp til laga sem snýr að því að taka af allan vafa um að netverslun með áfengi sé heimil hér á landi. Eins og títt er um fréttir hér á landi hefur stuttlega verið sagt frá skoðunum hinna ýmsu aðila en því miður er aldrei spurt nánar út í þau álit t.d. með framhaldsspurningu á borð við ,,af hverju?” Augljóslega ætti netverslun að vera fagnaðarefni fyrir þá sem gefa sig út fyrir að vera annt um lýðheilsumál, þ.e. að hverfa frá yfirlýstri stefnu einokunarverslunarinnar um ,,aukið aðgengi”. Landlæknisembættið telur að allt sem auki aðgengi valdi auknum ófarnaði. Það vekur því nokkra furðu að stofnunin hefur aldrei gert athugasemdir við stefnu ÁTVR um ,,aukið aðgengi” hvort heldur er í orði eða á búðarborði - nú eða þegar ÁTVR opnaði sína eigin netverslun! Staðreynd málsins er að það eina sem flokka mætti sem skert aðgengi er aðgengi fjölmiðla að forstjóra stofnunarinnar sem ekki treystir sér til að koma fram. En er það virkilega hlutverk hins opinbera að skerða aðgengi fullveðja einstaklinga að vöru sem stjórnmálamenn skilgreina sem matvæli? Líklega eru allir sammála um að rétt sé að skerða aðgengi ungmenna að áfengi og því hlýtur að mega spyrja hvernig til hafi tekist hjá einokunarversluninni. Samkvæmt eigin ,,hulduheimsóknum” mætti ætla að eitt af hverjum 5 ungmennum sé ekki spurt um skilríki. Enginn sleppur hins vegar í gegnum hið stafræna auðkennisferli í netverslun. Að mati Landlæknis munu íslenskar netverslanir einkaaðila hins vegar auka hættuna á ,,skyndikaupum”. Spurninguna um ,,af hverju” mætti auðvitað skeyta aftan við allar fullyrðingarnar en Landlæknisembættið skilur auðvitað ekki hvaða kröfur eru gerðar til vísindalegra vinnubragða og gagnrýninnar hugsunar - álit stofnunarinnar eru einfaldlega byggð á tilfinningum og ályktunum. Á hverju ári niðurgreiða skattgreiðendur áfengisdreifingu í gegnum ÁTVR með tóbakshagnaði sem annars ætti að renna í ríkissjóð. Það kemur því ekki á óvart að Félag hilluplásshafa (Félag atvinnurekenda) skuli benda á ótal atriði gegn því að almenningur á Íslandi geti notið lægra vöruverðs samfara frjálsri samkeppni. Af kostulegri mótrökum má nefna að frelsið sé ótækt ef hilluplásshafarnir fá ekki afléttingu á auglýsingabanni (sem þeir þó iðulega brjóta) auk þess sem stórlega muni draga úr viðskiptum við einokunarverslunina. Af hverju er auðvitað ekki rökstutt en félagsmenn hafa sjálfsagt ekki mikið þurft að velta fyrir sér hugtökum á borð við verð, gæði og þjónustu. Höfundur er eigandi netverslunarinnar Santé.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar