Vaktin: Allt að 75 prósent herafla Rússlands sagður taka þátt í innrásinni Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. mars 2022 15:30 Lík rússnesks hermanns í skógi norðvestur af Kænugarði. AP/Felipe Dana Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Atlantshafsbandalagið hafa ýtt Rússlandi út í horn með þenslustefnu sinni. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda væru á við stríðsyfirlýsingu gegn Rússum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja allt að 75 prósent herafla Rússlands koma nú að innrásinni í Úkraínu. Úkraínumenn hafa sent Rússum tillögur að friðarsakomulagi. Frekari upplýsingar um það má finna hér. Þær voru lagðar fram á fundi í Istanbúl í dag. Rússar segjast ætla að draga úr umsvifum sínum í norðurhluta Úkraínu, við Kænugarð og Tsjernihiv. Það ætla þeir að gera til að einbeita sér að Donabas-héraði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varað bandamenn við því að óttinn geri þá samseka og segir Úkraínumenn ekki eiga að deyja vegna þess að önnur ríki hafi ekki hugrekki til að senda þeim vopn. Selenskí ræddi í gær við leiðtoga Þýskalands, Bretlands, Ítalíu og Kanada. Að minnsta kosti 144 börn hafa látist í átökunum í Úkraínu og 220 særst. Þá hafa fleiri en 60 kirkjur og trúarlegar byggingar verið eyðilagðar og 733 menntastofnanir. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hyggjast senda þúsund málaliða svokallaðs Wagners-hóp inn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja allt að 75 prósent herafla Rússlands koma nú að innrásinni í Úkraínu. Úkraínumenn hafa sent Rússum tillögur að friðarsakomulagi. Frekari upplýsingar um það má finna hér. Þær voru lagðar fram á fundi í Istanbúl í dag. Rússar segjast ætla að draga úr umsvifum sínum í norðurhluta Úkraínu, við Kænugarð og Tsjernihiv. Það ætla þeir að gera til að einbeita sér að Donabas-héraði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varað bandamenn við því að óttinn geri þá samseka og segir Úkraínumenn ekki eiga að deyja vegna þess að önnur ríki hafi ekki hugrekki til að senda þeim vopn. Selenskí ræddi í gær við leiðtoga Þýskalands, Bretlands, Ítalíu og Kanada. Að minnsta kosti 144 börn hafa látist í átökunum í Úkraínu og 220 særst. Þá hafa fleiri en 60 kirkjur og trúarlegar byggingar verið eyðilagðar og 733 menntastofnanir. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hyggjast senda þúsund málaliða svokallaðs Wagners-hóp inn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira