Segir skoðun Steinunnar Ólínu um flóttafólk byggða á forréttindum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2022 16:48 Jasmina flúði til Íslands á tíunda áratugnum úr Bosníustríðinu og fluttist til Ólafsfjarðar með fjölskyldunni sinni. Hún ólst upp í stórborg og segir kaffihúsaferðir og stórborgarmenningu ekki hafa verið sér ofarlega í huga við komuna til Íslands. Það mikilvægasta hafi verið þak yfir höfuðið og öryggi. Vísir Jasmina Vajzovic Crnac, yfirmaður alþjóðateymis velferðasviðs Reykjavíkurborgar, segir yfirlýsingar Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu um dvöl úkraínskra flóttamanna á Bifröst byggðar á forréttindablindu. Jasmina kom sjálf til Íslands sem flóttamaður þegar hún var barn og segir flóttamenn ekki hugsa um að komast á kaffihús þegar þeir flýja stríð. „Mér finnst þessar yfirlýsingar sagðar út frá forréttindasjónarhorni. Ég held að fólk átti sig ekki hvernig það er að vera á flótta, hvernig það er að vera í stríði og svo metur það stöðuna út frá sínu. Ég veit að Steinunn Ólína er úr borgina og hún kannski sér ekki fyrir sér þessar aðstæður og heldur að það sé verið að setja fólkið út í afskekktan stað og heldur að það skipti aðalmáli,“ segir Jasmina í samtali við fréttastofu. Hún vísar þar í Facebook-færslu Steinunnar Ólínu, sem hún birti á sunnudag, þar sem Steinunn spyr hverjum hafi dottið í hug að best væri fyrir fólk á flótta að vera á Bifröst. Hún sagði ekkert til staðar á Bifröst, hvorki kaffihús eða sundlaug, og að enginn ætti að halda því fram að best væri stríðshrjáðu fólki sem kæmi úr borgarlífi að húka á íslenskir heimavist langt frá menningu og mannlífi. „Fólk sem kemur úr stríði og stríðshrjáðu landi, það eina sem það þráir er að vera öruggt. Þá skiptir ekki máli hvar þú ert staðsettur,“ segir Jasmina. Jasmina er fædd og uppalin í Bosníu-Hersegóvínu en þegar stríðið hófst árið 1992 reyndi Rauði krossinn að koma fjölskyldu hennar, Bosníumúslimum sem flúðu ofsóknir Serba, í öruggt skjól í Ungverjalandi. Þeim var snúið við á landamærunum og í fjögur ár flakkaði fjölskyldan milli staða. Árið 1996 fluttist fjölskyldan loks búferlum til Ólafsfjarðar, þar sem fjölskyldan bjó í fjögur ár. „Ég valdi aldrei Ísland af einhverjum ástæðum, af því það væri svo frábært að búa hérna eða eitthvað. Það var hreinlega alveg sama hvert ég hefði farið það var betra en að vera í stríðshrjáðu landi þar sem var búið að sprengja allt og við vorum allslaus. Við vildum vera bara einhvers staðar þar sem við gátum haft þak yfir höfuðið og við vorum örugg og þurftum ekki að hugsa hvað við ætluðum að borða á morgun,“ segir Jasmina. „Hvort við yrðum drepinn eða hvort einhver kæmi og tæki okkur eða hvort félli sprengja og sprengdi húsið.“ Hún segir að fólkið verði öruggt í Borgarbyggð og vel verði hugsað um það. Hún sé sjálf búin að funda með yfirvöldum í Borgarbyggð og fengið það á hreint að reglulega verði boðið upp á ferðir í Borgarnes svo fólkið geti sótt þar þjónustu. „Fólk verður í sínum herbergjum með rúm sem er hlýtt og hreint. Það verður afþreying, börn í skóla og leikskóla á staðnum og allt þetta. Það verður hugsað vel um þetta fólk, ég meina það er verið að ráða fólk í vinnu til að hugsa um þetta fólk,“ segir Jasmina og ítrekar að boðið verði reglulega upp á akstur í Borgarnes svo fólkið geti sótt sér þjónustu. „Það er ekki eins og fólki sé plantað þarna og allir farnir og það skilið eftir,“ segir Jasmina. Kaffihúsaferð ekki það mikilvægasta í hugum flóttafólks „Flóttafólk er ekki að hugsa hvort það geti farið á kaffihús í stórri borg. Ég ólst upp í stórri borg og bjó alltaf í miðbænum. Svo kom ég til Ólafsfjarðar og við vorum ekki einu sinni með bíl. Eina sem við hugsuðum um var að við vorum örugg, áttum þak yfir höfuðið, vorum með heitt vatn og okkur leið vel. Fólk bankaði upp á og hélt rosalega vel utan um okkur.“ Hún segir minni samfélög henta mun betur fyrir þennan hóp en stórborgir. Fólk sé samheldnara og veiti meira aðhald. „Fólk heldur betur utan um hvort annað. Þannig að ég myndi segja að þau séu betur sett þarna en í stórri borg,“ segir Jasmina. „Þau þekkjast innbyrðis, tala sama tungumál. Þannig að mörgu leiti eru þau töluvert betur sett,“ segir Jasmina. Hún segist telja að sjónarhorn Steinunnar byggist á forréttindum og þekkingarleysi. „Hún býr í stórri borg og ég segi sjálf, ég er sjálf forréttindakona í dag. Ég er hvít, miðaldra, með góða menntun, get séð fyrir mér sjálf og er í góðu starfi. Þannig að fólk dettur oft í þetta og maður sér ekkert allar hliðar málsins og mér finnst hún missa þessa hlið að það er ekki aðalatriðið að vera í miðborg og fá sér kaffi þegar þú ert að flýja stríð. Það er mikilvægast að vera öruggur og hitt kemur svo,“ segir Jasmina. Flóttafólk á Íslandi Borgarbyggð Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01 Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
„Mér finnst þessar yfirlýsingar sagðar út frá forréttindasjónarhorni. Ég held að fólk átti sig ekki hvernig það er að vera á flótta, hvernig það er að vera í stríði og svo metur það stöðuna út frá sínu. Ég veit að Steinunn Ólína er úr borgina og hún kannski sér ekki fyrir sér þessar aðstæður og heldur að það sé verið að setja fólkið út í afskekktan stað og heldur að það skipti aðalmáli,“ segir Jasmina í samtali við fréttastofu. Hún vísar þar í Facebook-færslu Steinunnar Ólínu, sem hún birti á sunnudag, þar sem Steinunn spyr hverjum hafi dottið í hug að best væri fyrir fólk á flótta að vera á Bifröst. Hún sagði ekkert til staðar á Bifröst, hvorki kaffihús eða sundlaug, og að enginn ætti að halda því fram að best væri stríðshrjáðu fólki sem kæmi úr borgarlífi að húka á íslenskir heimavist langt frá menningu og mannlífi. „Fólk sem kemur úr stríði og stríðshrjáðu landi, það eina sem það þráir er að vera öruggt. Þá skiptir ekki máli hvar þú ert staðsettur,“ segir Jasmina. Jasmina er fædd og uppalin í Bosníu-Hersegóvínu en þegar stríðið hófst árið 1992 reyndi Rauði krossinn að koma fjölskyldu hennar, Bosníumúslimum sem flúðu ofsóknir Serba, í öruggt skjól í Ungverjalandi. Þeim var snúið við á landamærunum og í fjögur ár flakkaði fjölskyldan milli staða. Árið 1996 fluttist fjölskyldan loks búferlum til Ólafsfjarðar, þar sem fjölskyldan bjó í fjögur ár. „Ég valdi aldrei Ísland af einhverjum ástæðum, af því það væri svo frábært að búa hérna eða eitthvað. Það var hreinlega alveg sama hvert ég hefði farið það var betra en að vera í stríðshrjáðu landi þar sem var búið að sprengja allt og við vorum allslaus. Við vildum vera bara einhvers staðar þar sem við gátum haft þak yfir höfuðið og við vorum örugg og þurftum ekki að hugsa hvað við ætluðum að borða á morgun,“ segir Jasmina. „Hvort við yrðum drepinn eða hvort einhver kæmi og tæki okkur eða hvort félli sprengja og sprengdi húsið.“ Hún segir að fólkið verði öruggt í Borgarbyggð og vel verði hugsað um það. Hún sé sjálf búin að funda með yfirvöldum í Borgarbyggð og fengið það á hreint að reglulega verði boðið upp á ferðir í Borgarnes svo fólkið geti sótt þar þjónustu. „Fólk verður í sínum herbergjum með rúm sem er hlýtt og hreint. Það verður afþreying, börn í skóla og leikskóla á staðnum og allt þetta. Það verður hugsað vel um þetta fólk, ég meina það er verið að ráða fólk í vinnu til að hugsa um þetta fólk,“ segir Jasmina og ítrekar að boðið verði reglulega upp á akstur í Borgarnes svo fólkið geti sótt sér þjónustu. „Það er ekki eins og fólki sé plantað þarna og allir farnir og það skilið eftir,“ segir Jasmina. Kaffihúsaferð ekki það mikilvægasta í hugum flóttafólks „Flóttafólk er ekki að hugsa hvort það geti farið á kaffihús í stórri borg. Ég ólst upp í stórri borg og bjó alltaf í miðbænum. Svo kom ég til Ólafsfjarðar og við vorum ekki einu sinni með bíl. Eina sem við hugsuðum um var að við vorum örugg, áttum þak yfir höfuðið, vorum með heitt vatn og okkur leið vel. Fólk bankaði upp á og hélt rosalega vel utan um okkur.“ Hún segir minni samfélög henta mun betur fyrir þennan hóp en stórborgir. Fólk sé samheldnara og veiti meira aðhald. „Fólk heldur betur utan um hvort annað. Þannig að ég myndi segja að þau séu betur sett þarna en í stórri borg,“ segir Jasmina. „Þau þekkjast innbyrðis, tala sama tungumál. Þannig að mörgu leiti eru þau töluvert betur sett,“ segir Jasmina. Hún segist telja að sjónarhorn Steinunnar byggist á forréttindum og þekkingarleysi. „Hún býr í stórri borg og ég segi sjálf, ég er sjálf forréttindakona í dag. Ég er hvít, miðaldra, með góða menntun, get séð fyrir mér sjálf og er í góðu starfi. Þannig að fólk dettur oft í þetta og maður sér ekkert allar hliðar málsins og mér finnst hún missa þessa hlið að það er ekki aðalatriðið að vera í miðborg og fá sér kaffi þegar þú ert að flýja stríð. Það er mikilvægast að vera öruggur og hitt kemur svo,“ segir Jasmina.
Flóttafólk á Íslandi Borgarbyggð Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01 Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01
Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22
Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01