Börnin vilja bæta hverfið: „Fyrsta skiptið sem að við fáum að segja eitthvað um hverfið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2022 13:30 Nemendur við Laugalækjarskóla voru ánægðir með fyrirkomulagið þegar fréttastofa náði tali af þeim í gær. Vísir Börn í Laugardalnum fengu í dag tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri um hvað megi betur fara í þeirra hverfi. Íþróttahús og bætt umhverfi voru þar ofarlega á baugi en börnin fagna því að fá loks sæti að borðinu. Samráð um gerð hverfisskipulags fyrir Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi stendur nú yfir þar sem íbúar fá að leggja sitt af mörkum til að bæta hverfið sitt. Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur, segir að um sé að ræða fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum sem sagt á byrjunarreit, við erum með autt blað. Við erum að leita eftir hugmyndum frá öllum íbúum. Við höfum verið með svona verkefni í grunnskólunum, þau eru að byggja módel, og nú erum við að bjóða þeim upp á að segja sína skoðun á því hvað má betur fara í hverfunum,“ segir Ævar. Nemendur þriggja skóla í hverfinu fengu tækifæri til að koma sinni skoðun á framfæri og segir Ævar tillögur þeirra hafa verið ýmis konar. Hann bendir á að sambærilegt samráð hafi verið haft við börn í öðrum hverfum borgarinnar sem hafi reynst vel. Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur.Vísir/Arnar „Það er nauðsynlegt að horfa á þetta út frá sjónarhorni barna út af því að þau sjá umhverfið sitt allt öðruvísi. Á meðan fullorðnir eru uppteknir af sínum veruleika, eins og bílastæðum og umferð, þá eru krakkarnir uppteknir af þjónustu í hverfunum, leiksvæðum og grænum svæðum, göngustígum, og allt þarf þetta að fúnkera,“ segir Árni. Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF, bendir á að börn eigi rétt á því að hafa áhrif á líf sitt og því sé mikilvægt að bjóða þeim sæti að borðinu. „Það er svo margt sem þau segja sem við fullorðna fólkið höfum engar forsendur til þess að láta okkur detta í hug, frábærar hugmyndir og þetta er bara algjörlega til fyrirmyndar hérna hjá þeim,“ segir Hanna. „Við hjá UNICEF viljum hvetja öll sveitarfélög til þess að bjóða börnunum svona að borðinu til að geta hlustað á raddir þeirra,“ segir Hanna Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF.Vísir/Arnar Íþróttir ofarlega í huga ungmenna Það verður opið hús í Laugardalnum í dag og á morgun, frá klukkan 15 til 22, þar sem íbúar í hverfinu geta mætt og farið yfir stöðuna. Grunnskólanemendur eru búnir að leggja fram ýmsar tillögur og halda þeir áfram á morgun. Nemendur við Laugalækjarskóla sem fréttastofa ræddi við voru með nokkrar hugmyndir um hvað þau vildu sjá. „Til dæmis bara þegar það snjóar að salta stígana og moka strax,“ sagði Herdís María. „Bara til að auðvelda fyrir gangandi vegfarendum og hjólandi og alls konar,“ sagði Brynja Rán. „Við viljum fá íþróttahús hérna upp við fyrir fótboltann,“ sagði Ari Ólafsson og tóku vinir hans undir með honum. „Stóra innihöll þar sem við getum spilað fótbolta á veturna,“ sagði Jóel Fannar. Fótboltavöllur og svæði fyrir annars konar íþróttaiðkun reyndist vinsælt svar hjá nemendunum og er það í takt við kröfu margra fullorðna um nýjan þjóðarleikvang, sem þó er ekki gert ráð í nýrri fjármálaáætlun sem kynnt var í morgun og hefur verið gagnrýnt. Aðrir voru með hugmyndir að skyndibitastöðum í hverfinu og enn aðrir vildu ódýrari verslanir. Krakkarnir fögnuðu því að fá loks að segja sína skoðun en öll voru þau sammála um að þau fái of sjaldan tækifæri til þess. „Þetta er svona í fyrsta skiptið sem að við fáum að segja eitthvað um hverfið,“ sagði Brynja og bætti við að það væri mikilvægt að fá skoðanir frá börnum og unglingum. „Fá að segja hvað maður vill,“ sagði Herdís. Laugardalsvöllur Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Samráð um gerð hverfisskipulags fyrir Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi stendur nú yfir þar sem íbúar fá að leggja sitt af mörkum til að bæta hverfið sitt. Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur, segir að um sé að ræða fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum sem sagt á byrjunarreit, við erum með autt blað. Við erum að leita eftir hugmyndum frá öllum íbúum. Við höfum verið með svona verkefni í grunnskólunum, þau eru að byggja módel, og nú erum við að bjóða þeim upp á að segja sína skoðun á því hvað má betur fara í hverfunum,“ segir Ævar. Nemendur þriggja skóla í hverfinu fengu tækifæri til að koma sinni skoðun á framfæri og segir Ævar tillögur þeirra hafa verið ýmis konar. Hann bendir á að sambærilegt samráð hafi verið haft við börn í öðrum hverfum borgarinnar sem hafi reynst vel. Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur.Vísir/Arnar „Það er nauðsynlegt að horfa á þetta út frá sjónarhorni barna út af því að þau sjá umhverfið sitt allt öðruvísi. Á meðan fullorðnir eru uppteknir af sínum veruleika, eins og bílastæðum og umferð, þá eru krakkarnir uppteknir af þjónustu í hverfunum, leiksvæðum og grænum svæðum, göngustígum, og allt þarf þetta að fúnkera,“ segir Árni. Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF, bendir á að börn eigi rétt á því að hafa áhrif á líf sitt og því sé mikilvægt að bjóða þeim sæti að borðinu. „Það er svo margt sem þau segja sem við fullorðna fólkið höfum engar forsendur til þess að láta okkur detta í hug, frábærar hugmyndir og þetta er bara algjörlega til fyrirmyndar hérna hjá þeim,“ segir Hanna. „Við hjá UNICEF viljum hvetja öll sveitarfélög til þess að bjóða börnunum svona að borðinu til að geta hlustað á raddir þeirra,“ segir Hanna Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF.Vísir/Arnar Íþróttir ofarlega í huga ungmenna Það verður opið hús í Laugardalnum í dag og á morgun, frá klukkan 15 til 22, þar sem íbúar í hverfinu geta mætt og farið yfir stöðuna. Grunnskólanemendur eru búnir að leggja fram ýmsar tillögur og halda þeir áfram á morgun. Nemendur við Laugalækjarskóla sem fréttastofa ræddi við voru með nokkrar hugmyndir um hvað þau vildu sjá. „Til dæmis bara þegar það snjóar að salta stígana og moka strax,“ sagði Herdís María. „Bara til að auðvelda fyrir gangandi vegfarendum og hjólandi og alls konar,“ sagði Brynja Rán. „Við viljum fá íþróttahús hérna upp við fyrir fótboltann,“ sagði Ari Ólafsson og tóku vinir hans undir með honum. „Stóra innihöll þar sem við getum spilað fótbolta á veturna,“ sagði Jóel Fannar. Fótboltavöllur og svæði fyrir annars konar íþróttaiðkun reyndist vinsælt svar hjá nemendunum og er það í takt við kröfu margra fullorðna um nýjan þjóðarleikvang, sem þó er ekki gert ráð í nýrri fjármálaáætlun sem kynnt var í morgun og hefur verið gagnrýnt. Aðrir voru með hugmyndir að skyndibitastöðum í hverfinu og enn aðrir vildu ódýrari verslanir. Krakkarnir fögnuðu því að fá loks að segja sína skoðun en öll voru þau sammála um að þau fái of sjaldan tækifæri til þess. „Þetta er svona í fyrsta skiptið sem að við fáum að segja eitthvað um hverfið,“ sagði Brynja og bætti við að það væri mikilvægt að fá skoðanir frá börnum og unglingum. „Fá að segja hvað maður vill,“ sagði Herdís.
Laugardalsvöllur Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira