Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2022 06:46 Ættingi grætur yfir kistu Mykola Goryainiv, 3 ára, sem lést ásamt foreldrum sínum þegar þau reyndu að komast frá Kharkív. AP/Andriy Andriyenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. Donbas er það svæði kallað sem nær yfir héruðin Donetsk og Luhansk, þar sem Rússar hafa í mörg ár aðstoðað uppreisnarsveitir sem hafa barist fyrir sjálfstæði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði héraðanna í aðdraganda innrásarinnar. Maríupól, sem hefur orðið hvað verst úti í átökunum eftir linnulausar árásir Rússa, tilheyrir Donetsk. Eftir ítrekaðar og misvelheppnaðar tilraunir til að koma íbúum frá borginni hafa Rússar nú heitið því að opna „mannúðarhlið“ þaðan en þetta er nokkuð sem Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa þrýst mjög á um síðustu daga. Þess ber þó að geta að það var fyrr í þessari viku sem haft var eftir Pútín að Rússar myndu ekki hætta árásum á borgina fyrr en Úkraínumenn hefðu gefið hana upp á bátinn. Rússar hafa náð um helmingi borgarinnar á sitt vald en úkraínski herinn náð að halda miðbænum. Óvissa um gang viðræðanna Rússar sögðust í kjölfar viðræða sendinefnda ríkjanna á þriðjudag að þeir hygðust draga úr aðgerðum við Kænugarð og Tjernihív. Stöðugar sprengingar heyrast hins vegar þar enn, síðast í nótt. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði, sagðist hafa heyrt um hundrað sprengingar í gærkvöldi. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu seint í gærkvöldi að liðsflutningar Rússa frá Kænugarði og Tjernihív mætti þakka góðum vörnum Úkraínumanna. Ljóst þykir hins vegar að þeir eru ekki til marks um að innrásarherinn sé að draga úr umsvifum sínum heldur undirbúa nýja sókn í austri. Margar sögur og misjafnar fara af gangi friðarviðræðna en ráðamenn í bæði Úkraínu og Rússlandi hafa gefið út yfirlýsingar einn af öðrum sem eru ekki endilega samhljóma. Þannig hafa fulltrúar beggja sagt viðræðurnar þokast áfram á meðan aðrir segja ekkert nýtt í stöðunni og langt í land. Bandamenn Úkraínu heita frekari refsiaðgerðum en það vakti athygli í morgun að rúblan hefur náð fyrri styrk sínum, mögulega vegna kröfu Rússa um að Vesturlönd greiði fyrir orkuinnflutning í rússneska gjaldmiðlinum. Þá hefur olíuverð lækkað þar sem Bandaríkjamenn eru að íhuga að ganga á varabirgðir sínar. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Donbas er það svæði kallað sem nær yfir héruðin Donetsk og Luhansk, þar sem Rússar hafa í mörg ár aðstoðað uppreisnarsveitir sem hafa barist fyrir sjálfstæði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði héraðanna í aðdraganda innrásarinnar. Maríupól, sem hefur orðið hvað verst úti í átökunum eftir linnulausar árásir Rússa, tilheyrir Donetsk. Eftir ítrekaðar og misvelheppnaðar tilraunir til að koma íbúum frá borginni hafa Rússar nú heitið því að opna „mannúðarhlið“ þaðan en þetta er nokkuð sem Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa þrýst mjög á um síðustu daga. Þess ber þó að geta að það var fyrr í þessari viku sem haft var eftir Pútín að Rússar myndu ekki hætta árásum á borgina fyrr en Úkraínumenn hefðu gefið hana upp á bátinn. Rússar hafa náð um helmingi borgarinnar á sitt vald en úkraínski herinn náð að halda miðbænum. Óvissa um gang viðræðanna Rússar sögðust í kjölfar viðræða sendinefnda ríkjanna á þriðjudag að þeir hygðust draga úr aðgerðum við Kænugarð og Tjernihív. Stöðugar sprengingar heyrast hins vegar þar enn, síðast í nótt. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði, sagðist hafa heyrt um hundrað sprengingar í gærkvöldi. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu seint í gærkvöldi að liðsflutningar Rússa frá Kænugarði og Tjernihív mætti þakka góðum vörnum Úkraínumanna. Ljóst þykir hins vegar að þeir eru ekki til marks um að innrásarherinn sé að draga úr umsvifum sínum heldur undirbúa nýja sókn í austri. Margar sögur og misjafnar fara af gangi friðarviðræðna en ráðamenn í bæði Úkraínu og Rússlandi hafa gefið út yfirlýsingar einn af öðrum sem eru ekki endilega samhljóma. Þannig hafa fulltrúar beggja sagt viðræðurnar þokast áfram á meðan aðrir segja ekkert nýtt í stöðunni og langt í land. Bandamenn Úkraínu heita frekari refsiaðgerðum en það vakti athygli í morgun að rúblan hefur náð fyrri styrk sínum, mögulega vegna kröfu Rússa um að Vesturlönd greiði fyrir orkuinnflutning í rússneska gjaldmiðlinum. Þá hefur olíuverð lækkað þar sem Bandaríkjamenn eru að íhuga að ganga á varabirgðir sínar.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira